Réttar skoðanir og rangar 4. júlí 2006 00:01 Í síðustu viku var viðtal við Ómar Ragnarsson, í þeim ágæta útvarpsþætti Samfélagið í nærmynd. Ómar, sem undanfarið hefur eytt öllum peningunum sínum í að afla og gefa út fróðleik um áhrif framkvæmdanna við Kárahnjúka á landið sagði frá því að enginn vill bendla nafn sitt við þetta merka starf sem hann vinnur að í frítíma sínum. Menn eða fyrirtæki eru tilbúin að gera honum viðvik, hjálpa honum með eitt og annað, rukka lítið eða ekkert, en hann má alls ekki segja frá því. Á tímum þegar kostun kollríður öllu eru til verkefni sem enginn vill bendla sig við. Þetta væri ef til vill skiljanlegt ef Ómar dragi taum einhvers í þessum rannsóknum sínum en það er einmitt það sem hann leggur áherslu á að gera ekki, samt vilja menn eða fyrirtæki ekki ljá honum lið opinberlega. Hvað er hér á seyði? Bendir þetta ekki til að það sé einhvers konar skoðanakúgun í gangi? Er hægt að kalla þetta eitthvað annað? Í steinasafni Mogga mátti lesa á dögunum að stundum hefðu utanaðkomandi öfl reynt að terrorisera blaðamenn á því víðlesna blaði. Moggi er að sjálfsögðu afskaplega hneykslaður á slíku framferði. Mér finnst að hann eigi að upplýsa við hvaða aðstæður þetta hafi verið gert, annað er hálfsannleikur. Það hlýtur að hafa verið skrítin tilfinning fyrir Mogga að verða fyrir barðinu á svona aðferðum, því ekkert er jafn fjarri honum sjálfum en að beita slíkum vinnubrögðum. Moggi talar bara við fólk í umvöndunartón vegna þess að hann veit hvað er rétt og hvað er rangt. Sumum hrósar hann fyrst og tuktar svo, hann kallaði fyrrverandi þingmann umskipting um daginn. Mogga finnst þingmaðurinn fyrrverandi hafa verið prúður maður, þar til hann tók upp á því að gagnrýna skrif hans. Hvað á líka slíkt framferði að þýða? Þetta á hins vegar auðvitað ekki að tala um núna vegna þess að búið er að ákveða að nóg sé komið af skítkasti. Því til áréttingar birtir Moggi meira að segja opnuviðtal við Ingibjörgu Sólrúnu, sem hingað til hefur ekki átt upp á pallborðið hjá blaðinu víðlesna. Óneitanlega veltir kona fyrir sér hvað veldur þessum sinnaskiptum Mogga og finnst það hallærisbrandari að reyna að útskýra þetta með því að hann sé kannski bara kominn út í móa. Þó hvorki ríkir menn né fátækir vilji bendla sig við Ómar Ragnarsson og fróðleik um þær breytingar sem virkjanaframkvæmdirnar fyrir austan valda á landinu okkar, þá eru ríkir menn tilbúnir að halda okkur hinum veislu með bravúr. Hátíðin í miðbæ höfuðborgarinnar sem haldin var í tilefni af 120 ára afmæli Landsbankans var flott. Skúffukaka og mjólk, magadans, tangó og breik. Svo voru allir hoppukastlar landsins saman komnir á einum stað. Krakkarnir fengu að hoppa og skoppa að vild - kostaði ekkert. Tveggja barna móðir hafi orð á því að á sautjánda júní hefði þurft að borga í hoppukastalana. Af því að ég er svo gamaldags þá finnst mér það umhugsunarvert að þeir sem fengu Landsbankann á slikk geti boðið krökkunum í hoppukastala en þjóðin ekki. Kannski er þjóðin bara svona púkó en hinir smart. Ef svo er þá þarf þjóðin að hysja upp um sig, því það er ekkert sem segir að kona geti ekki verið smart þó peningarnir velli ekki út úr eyrunum á henni. Cato gamli endaði allar ræður sínar á því að leggja til að Karþagó yrði lögð í eyði. Auk þess legg ég til, sagði hann, Ceterum censeo Carthaginem esse delendam. Framvegis ætla ég að herma eftir Cato gamla í þessum pistlum mínum. Mín setning verður svona: Auk þess legg ég til að eftirlaunaósóminn verði afnuminn með lögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun
Í síðustu viku var viðtal við Ómar Ragnarsson, í þeim ágæta útvarpsþætti Samfélagið í nærmynd. Ómar, sem undanfarið hefur eytt öllum peningunum sínum í að afla og gefa út fróðleik um áhrif framkvæmdanna við Kárahnjúka á landið sagði frá því að enginn vill bendla nafn sitt við þetta merka starf sem hann vinnur að í frítíma sínum. Menn eða fyrirtæki eru tilbúin að gera honum viðvik, hjálpa honum með eitt og annað, rukka lítið eða ekkert, en hann má alls ekki segja frá því. Á tímum þegar kostun kollríður öllu eru til verkefni sem enginn vill bendla sig við. Þetta væri ef til vill skiljanlegt ef Ómar dragi taum einhvers í þessum rannsóknum sínum en það er einmitt það sem hann leggur áherslu á að gera ekki, samt vilja menn eða fyrirtæki ekki ljá honum lið opinberlega. Hvað er hér á seyði? Bendir þetta ekki til að það sé einhvers konar skoðanakúgun í gangi? Er hægt að kalla þetta eitthvað annað? Í steinasafni Mogga mátti lesa á dögunum að stundum hefðu utanaðkomandi öfl reynt að terrorisera blaðamenn á því víðlesna blaði. Moggi er að sjálfsögðu afskaplega hneykslaður á slíku framferði. Mér finnst að hann eigi að upplýsa við hvaða aðstæður þetta hafi verið gert, annað er hálfsannleikur. Það hlýtur að hafa verið skrítin tilfinning fyrir Mogga að verða fyrir barðinu á svona aðferðum, því ekkert er jafn fjarri honum sjálfum en að beita slíkum vinnubrögðum. Moggi talar bara við fólk í umvöndunartón vegna þess að hann veit hvað er rétt og hvað er rangt. Sumum hrósar hann fyrst og tuktar svo, hann kallaði fyrrverandi þingmann umskipting um daginn. Mogga finnst þingmaðurinn fyrrverandi hafa verið prúður maður, þar til hann tók upp á því að gagnrýna skrif hans. Hvað á líka slíkt framferði að þýða? Þetta á hins vegar auðvitað ekki að tala um núna vegna þess að búið er að ákveða að nóg sé komið af skítkasti. Því til áréttingar birtir Moggi meira að segja opnuviðtal við Ingibjörgu Sólrúnu, sem hingað til hefur ekki átt upp á pallborðið hjá blaðinu víðlesna. Óneitanlega veltir kona fyrir sér hvað veldur þessum sinnaskiptum Mogga og finnst það hallærisbrandari að reyna að útskýra þetta með því að hann sé kannski bara kominn út í móa. Þó hvorki ríkir menn né fátækir vilji bendla sig við Ómar Ragnarsson og fróðleik um þær breytingar sem virkjanaframkvæmdirnar fyrir austan valda á landinu okkar, þá eru ríkir menn tilbúnir að halda okkur hinum veislu með bravúr. Hátíðin í miðbæ höfuðborgarinnar sem haldin var í tilefni af 120 ára afmæli Landsbankans var flott. Skúffukaka og mjólk, magadans, tangó og breik. Svo voru allir hoppukastlar landsins saman komnir á einum stað. Krakkarnir fengu að hoppa og skoppa að vild - kostaði ekkert. Tveggja barna móðir hafi orð á því að á sautjánda júní hefði þurft að borga í hoppukastalana. Af því að ég er svo gamaldags þá finnst mér það umhugsunarvert að þeir sem fengu Landsbankann á slikk geti boðið krökkunum í hoppukastala en þjóðin ekki. Kannski er þjóðin bara svona púkó en hinir smart. Ef svo er þá þarf þjóðin að hysja upp um sig, því það er ekkert sem segir að kona geti ekki verið smart þó peningarnir velli ekki út úr eyrunum á henni. Cato gamli endaði allar ræður sínar á því að leggja til að Karþagó yrði lögð í eyði. Auk þess legg ég til, sagði hann, Ceterum censeo Carthaginem esse delendam. Framvegis ætla ég að herma eftir Cato gamla í þessum pistlum mínum. Mín setning verður svona: Auk þess legg ég til að eftirlaunaósóminn verði afnuminn með lögum.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun