Bretar hyggjast breyta viðbúnaðarstigskerfi sínu sem gefur til kynna mögulega hættu vegna hryðjuverka en ríkisstjórn landsins hefur sætt gagnrýni vegna núverandi kerfis.
Haft er eftir manni í öryggisnefnd breska þingins að eftir hryðjuverkaáraásirnar í London á síðasta ári sé enn meiri þörf á því að almenningur sé vel upplýstur og verða upplýsingar um viðbúnaðarstig aðgengilegar á netinu. Líklegt er talið að nýja flokkunin verði að bandarískri fyrirmynd en samkvæmt dagblaðinu The Sunday Telegraph verða viðbúnaðarstigin þó ekki litaflokkuð.