Af náttúruvernd og orkufrekju 12. júlí 2006 00:01 Talsverð umræða hefur farið fram í fjölmiðlum upp á síðkastið um það sem ritstjóri Fréttablaðsins kallar í leiðara 7. júlí sl. hagsmunaáreksturinn milli orkufreks iðnaðar og náttúruverndar. Bæði stjórnarformaður Landsvirkjunar og varaformaður hafa verið virkir í þessari umfjöllun, sem og almennir stjórnarmenn úr röðum stjórnarandstöðuflokkanna, þau Álfheiður Ingadóttir og Helgi Hjörvar, að ógleymdum nýjum iðnaðarráðherra, sem nýverið geystist fram á sjónarsviðið með þær yfirlýsingar að stóriðjustefna ríkisstjórnarinnar heyrði sögunni til, henni hafi verið hætt 2003 þegar innleidd var samkeppni í framleiðslu og sölu raforku á Íslandi. Ég er sammála Þorsteini Pálssyni, sem kemst að þeirri niðurstöðu í fyrrgreindum leiðara, að átökin milli náttúruverndar og stóriðjustefnu verði ekki leyst með afturvirkri breytingu á hugtakanotkun og tel útspil hins nýja iðnaðarráðherra aumkunarvert. Á hinn bóginn tel ég langt í land með að átökunum milli þessara ólíku hagsmuna ljúki. Breytt viðhorfÞað sem er athyglisvert við umræðuna núna er það hversu annt hörðustu stóriðjupostulum er allt í einu um náttúru Íslands og hversu mikla þörf þeir hafa fyrir að segjast bera hag hennar fyrir brjósti. Fjöldi stjórnmálamanna, úr þeim flokkum sem við Vinstri-gæn höfum kallað stóriðjuflokkana, kveður sér nú hljóðs til að lýsa yfir stuðningi við að friðlandið í Þjórsárverum verði stækkað, jafnvel að hætt verði við Skaftárveitu svo vernda megi svæðið umhverfis Langasjó. Í mínum huga eru þessi breyttu viðhorf fagnaðarefni og til marks um það að áralöng barátta náttúruverndarsinna sé nú loksins að skila einhverjum árangri. Þar tel ég baráttu okkar Vinstri-grænna vega mjög þungt og er stolt af því að hafa staðið í fararbroddi þeirrar baráttu sem háð hefur verið á Alþingi Íslendinga fyrir sjónarmiðum náttúruverndar. Tillöguflutningur VGÍ því sambandi má rifja upp málflutning okkar þingmanna VG, m.a. tillögur um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum, friðlýsingu Jökulsár á Fjöllum, þjóðaratkvæðagreiðslu um Kárahnjúkavirkjun, þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi uppbyggingu stóriðju og raunar stöðvun slíkrar uppbyggingar fram til 2012, forræði rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma verði fengið umhverfisráðherra, að ógleymdum tillögum um tafarlausa uppbyggingu Náttúruminjasafns Íslands. Raunar má bæta hér við efnismiklum tillögum um sjálfbæra atvinnustefnu, sjálfbæra orkustefnu og aðgerðir til að endurheimta efnahagslegan stöðugleika sem hefur verið ógnað með stóriðjuframkvæmdum, eins og alþjóð þekkir. Eftir að hafa talað fyrir daufum eyrum á Alþingi Íslendinga, verðum við nú vitni að því að kjósendur gera í auknum mæli kröfu á hina stjórnmálaflokkana að vakna til vitundar um umhverfismálin. Það er ánægjulegt að skynja breytt viðhorf forystumanna flokkanna, en um leið verður að gera kröfu um að þau séu trúverðug og risti nægilega djúpt til að vænta megi alvöru stefnubreytinga. Hver er hin raunverulega stefna?Eða eru forystumenn ríkisstjórnarinnar uggandi vegna hinnar gríðarlegu ásóknar orkufyrirtækjanna í að fá að bora rannsóknarholur á öllum helstu háhitasvæðum landsins, hvort sem þau eru friðlýst eða ekki? Ekki hef ég merkt það, einungis áhyggjur af því með hvaða hætti skuli velja milli fyrirtækjanna þegar fleiri en einn umsækjandi er um hvert svæði. Eða er Framsóknar-forystan eitthvað að linast í afstöðu sinni til Kýótó-bókunarinnar? Ekki hef ég heyrt á nýjum umhverfisráðherra að hún ætli að hverfa frá núverandi stefnu um frekari undanþágur frá losun gróðurhúsalofttegunda vegna stóriðju. Og hvað eru stjórnarmenn Landsvirkjunar, sem þar sitja í skjóli ríkisstjórnarflokkanna, að hugsa? Ætla þeir að lýsa því formlega yfir að hætt verði við Norðlingaölduveitu? Eða að leynd verði létt af orkusölusamningum til stóriðju svo almenningur eigi aðgang að öllum upplýsingum um þetta fyrirtæki sem er í almannaeigu? Eða er stefnan sú að hlutafélagavæða Landsvirkjun og önnur opinber orkufyrirtæki, svo auðvelda megi sölu þeirra í nánustu framtíð? Já, stefnan í stóriðjumálunum helst nefnilega þétt í hendur við einkavæðingarstefnuna, sem ég hef ekki heyrt nýjan iðnaðarráðherra afneita, hvað sem síðar verður. Stóriðja og náttúruvernd fara ekki samanÍ mínum huga er það lykilatriði að snúið verði af braut stóriðjustefnunnar. Það verður einungis gert með uppbyggingu sjálfbærrar orku- og atvinnustefnu sem viðurkennir vægi umhverfis og náttúru í allri ákvarðanatöku. Samspil manns og náttúru er vandmeðfarið og það verður einungis tryggt með því að maðurinn láti af yfirgangi sínum gagnvart náttúrunni. Maðurinn er ekki herra jarðarinnar heldur þjónn hennar. Einungis með auknum skilningi á mikilvægi hinna ólíku vistkerfa jarðar og virðingu fyrir þeim náum við sannfærandi niðurstöðu í átökin milli náttúruverndar og orkufrekju. Um leið og merkja má skilning af þessu tagi hjá þeim sem samþykkt hafa stóriðjustefnuna hingað til, má vænta stefnubreytingar. Sá tími er því miður ekki kominn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór
Talsverð umræða hefur farið fram í fjölmiðlum upp á síðkastið um það sem ritstjóri Fréttablaðsins kallar í leiðara 7. júlí sl. hagsmunaáreksturinn milli orkufreks iðnaðar og náttúruverndar. Bæði stjórnarformaður Landsvirkjunar og varaformaður hafa verið virkir í þessari umfjöllun, sem og almennir stjórnarmenn úr röðum stjórnarandstöðuflokkanna, þau Álfheiður Ingadóttir og Helgi Hjörvar, að ógleymdum nýjum iðnaðarráðherra, sem nýverið geystist fram á sjónarsviðið með þær yfirlýsingar að stóriðjustefna ríkisstjórnarinnar heyrði sögunni til, henni hafi verið hætt 2003 þegar innleidd var samkeppni í framleiðslu og sölu raforku á Íslandi. Ég er sammála Þorsteini Pálssyni, sem kemst að þeirri niðurstöðu í fyrrgreindum leiðara, að átökin milli náttúruverndar og stóriðjustefnu verði ekki leyst með afturvirkri breytingu á hugtakanotkun og tel útspil hins nýja iðnaðarráðherra aumkunarvert. Á hinn bóginn tel ég langt í land með að átökunum milli þessara ólíku hagsmuna ljúki. Breytt viðhorfÞað sem er athyglisvert við umræðuna núna er það hversu annt hörðustu stóriðjupostulum er allt í einu um náttúru Íslands og hversu mikla þörf þeir hafa fyrir að segjast bera hag hennar fyrir brjósti. Fjöldi stjórnmálamanna, úr þeim flokkum sem við Vinstri-gæn höfum kallað stóriðjuflokkana, kveður sér nú hljóðs til að lýsa yfir stuðningi við að friðlandið í Þjórsárverum verði stækkað, jafnvel að hætt verði við Skaftárveitu svo vernda megi svæðið umhverfis Langasjó. Í mínum huga eru þessi breyttu viðhorf fagnaðarefni og til marks um það að áralöng barátta náttúruverndarsinna sé nú loksins að skila einhverjum árangri. Þar tel ég baráttu okkar Vinstri-grænna vega mjög þungt og er stolt af því að hafa staðið í fararbroddi þeirrar baráttu sem háð hefur verið á Alþingi Íslendinga fyrir sjónarmiðum náttúruverndar. Tillöguflutningur VGÍ því sambandi má rifja upp málflutning okkar þingmanna VG, m.a. tillögur um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum, friðlýsingu Jökulsár á Fjöllum, þjóðaratkvæðagreiðslu um Kárahnjúkavirkjun, þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi uppbyggingu stóriðju og raunar stöðvun slíkrar uppbyggingar fram til 2012, forræði rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma verði fengið umhverfisráðherra, að ógleymdum tillögum um tafarlausa uppbyggingu Náttúruminjasafns Íslands. Raunar má bæta hér við efnismiklum tillögum um sjálfbæra atvinnustefnu, sjálfbæra orkustefnu og aðgerðir til að endurheimta efnahagslegan stöðugleika sem hefur verið ógnað með stóriðjuframkvæmdum, eins og alþjóð þekkir. Eftir að hafa talað fyrir daufum eyrum á Alþingi Íslendinga, verðum við nú vitni að því að kjósendur gera í auknum mæli kröfu á hina stjórnmálaflokkana að vakna til vitundar um umhverfismálin. Það er ánægjulegt að skynja breytt viðhorf forystumanna flokkanna, en um leið verður að gera kröfu um að þau séu trúverðug og risti nægilega djúpt til að vænta megi alvöru stefnubreytinga. Hver er hin raunverulega stefna?Eða eru forystumenn ríkisstjórnarinnar uggandi vegna hinnar gríðarlegu ásóknar orkufyrirtækjanna í að fá að bora rannsóknarholur á öllum helstu háhitasvæðum landsins, hvort sem þau eru friðlýst eða ekki? Ekki hef ég merkt það, einungis áhyggjur af því með hvaða hætti skuli velja milli fyrirtækjanna þegar fleiri en einn umsækjandi er um hvert svæði. Eða er Framsóknar-forystan eitthvað að linast í afstöðu sinni til Kýótó-bókunarinnar? Ekki hef ég heyrt á nýjum umhverfisráðherra að hún ætli að hverfa frá núverandi stefnu um frekari undanþágur frá losun gróðurhúsalofttegunda vegna stóriðju. Og hvað eru stjórnarmenn Landsvirkjunar, sem þar sitja í skjóli ríkisstjórnarflokkanna, að hugsa? Ætla þeir að lýsa því formlega yfir að hætt verði við Norðlingaölduveitu? Eða að leynd verði létt af orkusölusamningum til stóriðju svo almenningur eigi aðgang að öllum upplýsingum um þetta fyrirtæki sem er í almannaeigu? Eða er stefnan sú að hlutafélagavæða Landsvirkjun og önnur opinber orkufyrirtæki, svo auðvelda megi sölu þeirra í nánustu framtíð? Já, stefnan í stóriðjumálunum helst nefnilega þétt í hendur við einkavæðingarstefnuna, sem ég hef ekki heyrt nýjan iðnaðarráðherra afneita, hvað sem síðar verður. Stóriðja og náttúruvernd fara ekki samanÍ mínum huga er það lykilatriði að snúið verði af braut stóriðjustefnunnar. Það verður einungis gert með uppbyggingu sjálfbærrar orku- og atvinnustefnu sem viðurkennir vægi umhverfis og náttúru í allri ákvarðanatöku. Samspil manns og náttúru er vandmeðfarið og það verður einungis tryggt með því að maðurinn láti af yfirgangi sínum gagnvart náttúrunni. Maðurinn er ekki herra jarðarinnar heldur þjónn hennar. Einungis með auknum skilningi á mikilvægi hinna ólíku vistkerfa jarðar og virðingu fyrir þeim náum við sannfærandi niðurstöðu í átökin milli náttúruverndar og orkufrekju. Um leið og merkja má skilning af þessu tagi hjá þeim sem samþykkt hafa stóriðjustefnuna hingað til, má vænta stefnubreytingar. Sá tími er því miður ekki kominn.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun