Ali Larijani, aðalsamningamaður Írans í kjarnorkumálum, sagði í gær að það myndi taka langan tíma að komast að samkomulagi í deilu Írans við Bandaríkin, Evrópusambandið, Rússland og fleiri ríki um áform Írana í kjarnorkumálum.
Íranar hafa ekkert verið að flýta sér að gefa svar við tilboði ríkjanna um ýmsa aðstoð gegn því að Íranar hætti við að auðga úran.
Larijani átti svo loksins í gær fund með Javier Solana, utanríkismálafulltrúa Evrópusambandsins, sem gaf þar engar vonir um að málinu verði hraðað.