Helsti fjáröflunarmaður breska Verkamannaflokksins, Levy lávarður, var í gær handtekinn í tengslum við rannsókn bresku lögreglunnar á ásökunum um að Tony Blair forsætisráðherra hafi með óeðlilegum hætti séð til þess að auðkýfingar, sem styrktu flokkinn, fengju sæti í lávarðadeild þingsins.
Talsmaður Blairs sagði í gær að þótt þetta mál varði Verkamannaflokkinn þá hafi það engin áhrif á ríkisstjórn Blairs. Handtakan gæti þó aukið mjög á pólitísk vandræði Blairs. Levy er einn af nánustu bandamönnum hans.