Slagsmál brutust út á Úkraínuþingi 13. júlí 2006 04:45 Gripinn hálstaki Til stympinga kom á Úkraínuþingi í gær vegna deilna um stjórnarmyndun. Enginn meiddist þó alvarlega en einn þingmanna hlaut blóðnasir. MYND/AP Slagsmál brutust út á þinginu í Úkraínu í gær þegar Viktor Júsjenko forseti var beðinn um að tilnefna helsta andstæðing sinn, Viktor Janúkovitsj, í embætti forsætisráðherra. Andstæðingar Júsjenkos hafa boðað víðtækar mótmælaaðgerðir til þess að hindra að hann komist til valda á ný. Fyrir utan þinghúsið hafa nú hópar mótmælenda sett upp tjaldbúðir og búa sig undir langa baráttu, ekki ósvipað „appelsínugulu“ byltingunni haustið 2004 þegar Júsjenko fór í forystu fyrir andstæðingum Janúkovitsj, sem þá var forseti. Allt frá þingkosningunum í mars síðastliðnum hafa flokkarnir á þingi átt í mestu vandræðum með að koma sér saman um starfhæfa meirihlutastjórn. Héraðaflokkurinn, sem er flokkur Janúkovitsj, náði í síðustu viku samkomulagi um stjórnarmyndun við tvo flokka, Kommúnistaflokkinn og Sósíalistaflokkinn, en sá síðarnefndi hafði áður lofað þátttöku í „appelsínugulri“ stjórn með Okkar Úkraínu, sem er flokkur Júsjenkos, og Flokki Júlíu Tímosjenko, sem átti að verða forsætisráðherra í þeirri stjórn. Helsta ágreiningsefnið snýst um það hvort Úkraína eigi að halla sér meir að Rússlandi, eins og Janúkovitsj fyrrverandi forseti vill, eða sækjast eftir nánari tengslum við Evrópusambandið og Nató eins og Júsjenko forseti stefnir að. Í austanverðri Úkraínu, þar sem iðnvæðing er mikil, hallast menn frekar að Rússlandi, enda tala flestir íbúar austurhlutans rússnesku. Í vesturhluta landsins talar fólk hins vegar úkraínsku og vill nánari tengsl við Evrópu til þess að vega upp á móti sögulega sterkum áhrifum frá Rússlandi.- gb Erlent Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Sjá meira
Slagsmál brutust út á þinginu í Úkraínu í gær þegar Viktor Júsjenko forseti var beðinn um að tilnefna helsta andstæðing sinn, Viktor Janúkovitsj, í embætti forsætisráðherra. Andstæðingar Júsjenkos hafa boðað víðtækar mótmælaaðgerðir til þess að hindra að hann komist til valda á ný. Fyrir utan þinghúsið hafa nú hópar mótmælenda sett upp tjaldbúðir og búa sig undir langa baráttu, ekki ósvipað „appelsínugulu“ byltingunni haustið 2004 þegar Júsjenko fór í forystu fyrir andstæðingum Janúkovitsj, sem þá var forseti. Allt frá þingkosningunum í mars síðastliðnum hafa flokkarnir á þingi átt í mestu vandræðum með að koma sér saman um starfhæfa meirihlutastjórn. Héraðaflokkurinn, sem er flokkur Janúkovitsj, náði í síðustu viku samkomulagi um stjórnarmyndun við tvo flokka, Kommúnistaflokkinn og Sósíalistaflokkinn, en sá síðarnefndi hafði áður lofað þátttöku í „appelsínugulri“ stjórn með Okkar Úkraínu, sem er flokkur Júsjenkos, og Flokki Júlíu Tímosjenko, sem átti að verða forsætisráðherra í þeirri stjórn. Helsta ágreiningsefnið snýst um það hvort Úkraína eigi að halla sér meir að Rússlandi, eins og Janúkovitsj fyrrverandi forseti vill, eða sækjast eftir nánari tengslum við Evrópusambandið og Nató eins og Júsjenko forseti stefnir að. Í austanverðri Úkraínu, þar sem iðnvæðing er mikil, hallast menn frekar að Rússlandi, enda tala flestir íbúar austurhlutans rússnesku. Í vesturhluta landsins talar fólk hins vegar úkraínsku og vill nánari tengsl við Evrópu til þess að vega upp á móti sögulega sterkum áhrifum frá Rússlandi.- gb
Erlent Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent