George W. Bush Bandaríkjaforseti kom í gær til Þýskalands í boði Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Bush verður í Þýskalandi þangað til á morgun, en þá heldur hann til Rússlands á leiðtogafund G8.
Í Þýskalandi fer Bush á heimaslóðir Merkel við strönd Eystrasalts, þar sem áður var Austur-Þýskaland.
Mér finnst það alltaf merki um mikla gestrisni þegar einhver býður manni að koma á heimaslóðir sínar, sagði Bush.