Ísraelsher hélt áfram árásum á Líbanon 14. júlí 2006 07:00 Farþegar bíða Líbanar biðu upp á von og óvon á Rafik Hariri-flugvellinum í Beirút í Líbanon í gær, en flugvellinum var lokað eftir að Ísraelsher réðst á flugvöllinn með sprengjum. Flugvöllurinn er eini alþjóðlegi flugvöllur landsins. MYND/AP Ísraelsher hélt áfram árásum sínum á Líbanon í gær með auknum krafti, og skaut sprengjum á eina alþjóðlega flugvöll landsins, Rafik Hariri flugvöllinn í Beirút, sem og á tvo herflugvelli og setti hafnarbann á landið. Jafnframt vörpuðu þeir hundruðum sprengja víðar um Líbanon og fórust um 50 óbreyttir íbúar í þeim árásum, þar með talin nokkur ung börn. Rúmlega hundrað menn lágu sárir eftir. Þetta var harðasta árás Ísraels á Líbanon í 24 ár. Árás Ísraela kom í kjölfar þess að vígamenn Hezbollah samtakanna tóku tvo ísraelska hermenn höndum á miðvikudag. Í árásunum í gær sprengdu Ísraelar jafnframt vopnabúr Hezbollah og vegakerfi landsins. Talsmaður Ísraelshers sagði að „ekkert væri öruggt“ í Líbanon nú og sagði Beirút vera skotmark. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði herinn hafa staðfestar upplýsingar um að liðsmenn Hezbollah væru að flytja hermennina til Írans. Hezbollah svaraði með sprengjuárás á Ísrael sem varð einum óbreyttum Ísraelsmanni að bana og særði 12. Talsmenn Hezbollah hafa farið fram á fangaskipti við Ísraela, en yfirmenn hersins og Ísraelsstjórn þvertaka fyrir að slík skipti geti farið fram, og segjast ætla að útrýma Hezbollah með öllum tiltækum ráðum í eitt skipti fyrir öll. „Allar aðgerðir eru réttlætanlegar til að koma í veg fyrir hryðjuverk,“ sagði herforinginn Udi Adam í samtali við fréttamenn. Ráðamenn í Ísrael sögðu líbönsku ríkisstjórnina bera ábyrgð á aðgerðum Hezbollah. Líbanska stjórnin sagðist aftur á móti ekkert hafa haft með málið að gera, enda hafi stjórnin hvorki vald yfir Hezbollah né stjórn á gerðum liðsmanna þeirra. Hins vegar hefur stjórnin ekki neytt samtökin til að afvopnast af ótta við frekara ofbeldi. Líbanska ríkisstjórnin bað öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um að hafa afskipti af málinu og óskaði jafnframt eftir vopnahléi í gær. Hið sama gerðu vestrænar þjóðir og Sameinuðu þjóðirnar, og hvöttu Hezbollah jafnframt til að skila hermönnunum. Talsmenn Evrópusambandsins sögðu viðbrögð Ísraela „úr öllu samhengi“ við ógnunina gegn þeim. George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði hins vegar Ísraela „verða að verjast“ og hældi þeim fyrir að ráðast gegn hryðjuverkamönnum. Arababandalagið mun halda neyðarfund um ástandið í Kaíró í Egyptalandi á morgun. Erlent Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Sjá meira
Ísraelsher hélt áfram árásum sínum á Líbanon í gær með auknum krafti, og skaut sprengjum á eina alþjóðlega flugvöll landsins, Rafik Hariri flugvöllinn í Beirút, sem og á tvo herflugvelli og setti hafnarbann á landið. Jafnframt vörpuðu þeir hundruðum sprengja víðar um Líbanon og fórust um 50 óbreyttir íbúar í þeim árásum, þar með talin nokkur ung börn. Rúmlega hundrað menn lágu sárir eftir. Þetta var harðasta árás Ísraels á Líbanon í 24 ár. Árás Ísraela kom í kjölfar þess að vígamenn Hezbollah samtakanna tóku tvo ísraelska hermenn höndum á miðvikudag. Í árásunum í gær sprengdu Ísraelar jafnframt vopnabúr Hezbollah og vegakerfi landsins. Talsmaður Ísraelshers sagði að „ekkert væri öruggt“ í Líbanon nú og sagði Beirút vera skotmark. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði herinn hafa staðfestar upplýsingar um að liðsmenn Hezbollah væru að flytja hermennina til Írans. Hezbollah svaraði með sprengjuárás á Ísrael sem varð einum óbreyttum Ísraelsmanni að bana og særði 12. Talsmenn Hezbollah hafa farið fram á fangaskipti við Ísraela, en yfirmenn hersins og Ísraelsstjórn þvertaka fyrir að slík skipti geti farið fram, og segjast ætla að útrýma Hezbollah með öllum tiltækum ráðum í eitt skipti fyrir öll. „Allar aðgerðir eru réttlætanlegar til að koma í veg fyrir hryðjuverk,“ sagði herforinginn Udi Adam í samtali við fréttamenn. Ráðamenn í Ísrael sögðu líbönsku ríkisstjórnina bera ábyrgð á aðgerðum Hezbollah. Líbanska stjórnin sagðist aftur á móti ekkert hafa haft með málið að gera, enda hafi stjórnin hvorki vald yfir Hezbollah né stjórn á gerðum liðsmanna þeirra. Hins vegar hefur stjórnin ekki neytt samtökin til að afvopnast af ótta við frekara ofbeldi. Líbanska ríkisstjórnin bað öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um að hafa afskipti af málinu og óskaði jafnframt eftir vopnahléi í gær. Hið sama gerðu vestrænar þjóðir og Sameinuðu þjóðirnar, og hvöttu Hezbollah jafnframt til að skila hermönnunum. Talsmenn Evrópusambandsins sögðu viðbrögð Ísraela „úr öllu samhengi“ við ógnunina gegn þeim. George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði hins vegar Ísraela „verða að verjast“ og hældi þeim fyrir að ráðast gegn hryðjuverkamönnum. Arababandalagið mun halda neyðarfund um ástandið í Kaíró í Egyptalandi á morgun.
Erlent Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Sjá meira