Einstakt sögulegt tækifæri 19. júlí 2006 00:01 Þorsteinn Pálsson skrifaði leiðara Fréttablaðsins á mánudaginn var og veltir þar fyrir sér „hverju kjósendur eigi að ráða". Hann bendir þar á að í öðrum löndum sé kosningakerfið þannig upp byggt að kjósendur geti „með beinum hætti kosið einn flokk til valda og annan frá völdum". Það hljóti að leiða til virkari pólitískrar ábyrgðar, ef kjósendur geti með beinum hætti ráðið því hvaða flokkar sitji í ríkisstjórn. „Kaupskapur þar um eftir kosningar dregur úr áhrifavaldi kjósenda," segir Þorsteinn, og hann bætir við að annars staðar feli yfirlýsingar einstakra flokka fyrir kosningar í sér að kjósendur hafi í reynd val á milli tveggja fylkinga. Allt er þetta gott og blessað og í góðu samræmi við það sem ég hef öðru hvoru verið að skrifa í þessum dálkum, að kosningar þurfi ekki að vera eins og happdrætti, þar sem iðulega kemur eitthvað allt annað upp á teninginn, en kjósendur töldu sig setja í kjörkassann með atkvæðisseðli sínum. Hins vegar verð ég að gera athugasemd við þá staðhæfingu hans, að segja megi „að aðstæður hafi verið nálægt því að vera á þennan veg í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík á liðnu vori". Hið rétta í því efni er að í þrennum kosningum frá 1994 hafa Reykvíkingar átt kost á tveimur meginfylkingum, sem báðar stefndu að hreinum meirihluta og í öll skiptin sigraði R-listinn. Hann hvarf því af vettvangi ósigraður. Í kosningunum í vor var það aðeins ein fylking sem stefndi að hreinum meirihluta. Það var Sjálfstæðisflokkurinn. Reykvískir kjósendur höfnuðu honum í fjórða skiptið og hann hlaut í rauninni þriðju verstu útkomu sína í hálfa öld. En það var Svarti-Pétur með í spilinu. Það var Framsóknarflokkurinn, eini flokkurinn sem hafði misst verulegt fylgi meðan á R-listasamstarfinu stóð, og misst annan borgarfulltrúa sinn. En það sem tapaðist í kosningunum vannst í hrossakaupunum eftir kosningar og tapararnir náðu sameiginlega völdum út á minnihluta atkvæða. Enn einu sinni kom allt annað upp úr kjörkössunum en kjósendur höfðu sett í þá. R-listaflokkarnir geta þó sjálfum sér um kennt, þar sem þeir höfðu kosið að „ganga óbundnir til kosninga", jafnvel gefið í skyn að þeir gætu allt eins tekið upp samstarf við Sjálfstæðisflokkinn eins og fyrrum samstarfsflokka, semsé neitað kjósendum um þann möguleika að velja milli tveggja fylkinga. Hins vegar hafa málin skýrst til muna að loknum kosningum. Stundum áður þegar Framsóknarflokkurinn hefur talið sig fara illa út úr samstarfi við íhaldið hefur hann brugðið á það ráð að kúvenda til vinstri. Í þetta sinn kaus hann hins vegar að þjappa sér enn fastar í faðm íhaldsins. Ekki aðeins kaus hann að mynda meirihluta með því í sveitarstjórnum um allt land, þar sem hann hafði oddaaðstöðu. Hann skilaði Sjálfstæðisflokknum forsætisráðherrastólnum og eftir að forystukreppan kom upp í flokknum við afsögn Halldórs Ásgrímssonar, lét hann Morgunblaðið um að kynna til skjalanna nýtt foringjaefni flokksins og fjármálaráðherra í væntanlegri ríkisstjórn Geirs Haarde, Finn Ingólfsson, setja Guðna Ágústsson af sem varaformann og tilnefna Siv inn í staðinn. Þegar áform Moggans gengu ekki eftir var nýtt foringja- og formannsefni slitið úr faðmi Davíðs Oddssonar í Seðlabankanum og dembt inn í framsóknarhópinn miðjan. Eftir þessar aðfarir er ekki hægt að líta á íhald og framsókn öðruvísi en sem eina lífveru - með tveimur bökum. Núverandi stjórnarandstöðuflokkar standa því frammi fyrir einstöku sögulegu tækifæri. Í fyrsta sinn í sögu íslenska lýðveldisins gætu þeir gefið kjósendum færi á því að kjósa sér ríkisstjórn, leggja mat á afrakstur 16 ára stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins og 12 ára meðvirkni Framsóknar. Vilja þeir meira af svo góðu, eða telja þeir tíma til kominn að hleypa öðrum flokkum og öðrum mönnum að stjórnvellinum? Til þess þurfa þeir að leysa eða leggja til hliðar helstu ágreiningsmál sín og koma sér saman um skýra sameiginlega framtíðarsýn til a.m.k. eins kjörtímabils, og óska umboðs þjóðarinnar til að framkvæma hana. Þeir kjósendur landsins sem ekki vilja að kosningar séu eins og happdrætti á fjögurra ára fresti, sem eingöngu snýst um hver fái fyrir náð að stjórna með Sjálfstæðisflokknum, verða að þrýsta á forystumenn flokka sinna að rísa nú upp og standast það manndómspróf að horfa á stóru línurnar í íslenskri pólitík og gefa okkur kost á skýru vali milli tveggja fylkinga í alþingiskosningum að vori. Með því væri stigið stórt skref í átt til raunverulegs lýðræðis í þessu landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Þorsteinn Pálsson skrifaði leiðara Fréttablaðsins á mánudaginn var og veltir þar fyrir sér „hverju kjósendur eigi að ráða". Hann bendir þar á að í öðrum löndum sé kosningakerfið þannig upp byggt að kjósendur geti „með beinum hætti kosið einn flokk til valda og annan frá völdum". Það hljóti að leiða til virkari pólitískrar ábyrgðar, ef kjósendur geti með beinum hætti ráðið því hvaða flokkar sitji í ríkisstjórn. „Kaupskapur þar um eftir kosningar dregur úr áhrifavaldi kjósenda," segir Þorsteinn, og hann bætir við að annars staðar feli yfirlýsingar einstakra flokka fyrir kosningar í sér að kjósendur hafi í reynd val á milli tveggja fylkinga. Allt er þetta gott og blessað og í góðu samræmi við það sem ég hef öðru hvoru verið að skrifa í þessum dálkum, að kosningar þurfi ekki að vera eins og happdrætti, þar sem iðulega kemur eitthvað allt annað upp á teninginn, en kjósendur töldu sig setja í kjörkassann með atkvæðisseðli sínum. Hins vegar verð ég að gera athugasemd við þá staðhæfingu hans, að segja megi „að aðstæður hafi verið nálægt því að vera á þennan veg í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík á liðnu vori". Hið rétta í því efni er að í þrennum kosningum frá 1994 hafa Reykvíkingar átt kost á tveimur meginfylkingum, sem báðar stefndu að hreinum meirihluta og í öll skiptin sigraði R-listinn. Hann hvarf því af vettvangi ósigraður. Í kosningunum í vor var það aðeins ein fylking sem stefndi að hreinum meirihluta. Það var Sjálfstæðisflokkurinn. Reykvískir kjósendur höfnuðu honum í fjórða skiptið og hann hlaut í rauninni þriðju verstu útkomu sína í hálfa öld. En það var Svarti-Pétur með í spilinu. Það var Framsóknarflokkurinn, eini flokkurinn sem hafði misst verulegt fylgi meðan á R-listasamstarfinu stóð, og misst annan borgarfulltrúa sinn. En það sem tapaðist í kosningunum vannst í hrossakaupunum eftir kosningar og tapararnir náðu sameiginlega völdum út á minnihluta atkvæða. Enn einu sinni kom allt annað upp úr kjörkössunum en kjósendur höfðu sett í þá. R-listaflokkarnir geta þó sjálfum sér um kennt, þar sem þeir höfðu kosið að „ganga óbundnir til kosninga", jafnvel gefið í skyn að þeir gætu allt eins tekið upp samstarf við Sjálfstæðisflokkinn eins og fyrrum samstarfsflokka, semsé neitað kjósendum um þann möguleika að velja milli tveggja fylkinga. Hins vegar hafa málin skýrst til muna að loknum kosningum. Stundum áður þegar Framsóknarflokkurinn hefur talið sig fara illa út úr samstarfi við íhaldið hefur hann brugðið á það ráð að kúvenda til vinstri. Í þetta sinn kaus hann hins vegar að þjappa sér enn fastar í faðm íhaldsins. Ekki aðeins kaus hann að mynda meirihluta með því í sveitarstjórnum um allt land, þar sem hann hafði oddaaðstöðu. Hann skilaði Sjálfstæðisflokknum forsætisráðherrastólnum og eftir að forystukreppan kom upp í flokknum við afsögn Halldórs Ásgrímssonar, lét hann Morgunblaðið um að kynna til skjalanna nýtt foringjaefni flokksins og fjármálaráðherra í væntanlegri ríkisstjórn Geirs Haarde, Finn Ingólfsson, setja Guðna Ágústsson af sem varaformann og tilnefna Siv inn í staðinn. Þegar áform Moggans gengu ekki eftir var nýtt foringja- og formannsefni slitið úr faðmi Davíðs Oddssonar í Seðlabankanum og dembt inn í framsóknarhópinn miðjan. Eftir þessar aðfarir er ekki hægt að líta á íhald og framsókn öðruvísi en sem eina lífveru - með tveimur bökum. Núverandi stjórnarandstöðuflokkar standa því frammi fyrir einstöku sögulegu tækifæri. Í fyrsta sinn í sögu íslenska lýðveldisins gætu þeir gefið kjósendum færi á því að kjósa sér ríkisstjórn, leggja mat á afrakstur 16 ára stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins og 12 ára meðvirkni Framsóknar. Vilja þeir meira af svo góðu, eða telja þeir tíma til kominn að hleypa öðrum flokkum og öðrum mönnum að stjórnvellinum? Til þess þurfa þeir að leysa eða leggja til hliðar helstu ágreiningsmál sín og koma sér saman um skýra sameiginlega framtíðarsýn til a.m.k. eins kjörtímabils, og óska umboðs þjóðarinnar til að framkvæma hana. Þeir kjósendur landsins sem ekki vilja að kosningar séu eins og happdrætti á fjögurra ára fresti, sem eingöngu snýst um hver fái fyrir náð að stjórna með Sjálfstæðisflokknum, verða að þrýsta á forystumenn flokka sinna að rísa nú upp og standast það manndómspróf að horfa á stóru línurnar í íslenskri pólitík og gefa okkur kost á skýru vali milli tveggja fylkinga í alþingiskosningum að vori. Með því væri stigið stórt skref í átt til raunverulegs lýðræðis í þessu landi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun