Árásir Ísraela fordæmdar 24. júlí 2006 07:45 jan egeland Aðgerðir Ísraelsmanna eru ekki í samræmi við þann skaða sem þeir hafa orðið fyrir og skemmdir á mannvirkjum í Beirút eru hryllilegar, er haft eftir Jan Egeland, yfirmanni neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna, en hann telur að um mannréttindabrot sé að ræða. Egeland kom til Beirút í gær skömmu eftir eina loftárás Ísraelsmanna og hafði orð á því að eyðilegging borgarinnar væri mun víðtækari en hann hefði grunað. "Þetta er hryllilegt," sagði Egeland. "Hér sé ég fjölda heimilislausra barna sem þjást. Í þessu stríði greiða almennir borgarar óhóflegt gjald. Ég hefði ekki trúað því að húsaröð á húsaröð ofan hefði verið jöfnuð við jörðu." Hann bætti við að "óhófleg viðbrögð Ísraelsmanna" væru brot á alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Í Líbanon hafa nú um 600.000 almennir borgarar flúið heimili sín, samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Um 380 hafa látið lífið í stófelldri tólf daga langri sprengjuárás Ísraelshers, þar af ellefu skæruliðar Hizbollah. Til samanburðar má nefna að alls hafa 36 ísraelskir borgarar látist og voru sautján þeirra hermenn. Ísraelskar herþotur drápu þrjá flóttamenn þegar þær sprengdu sendiferðabíl í loft upp í gær. Þrettán aðrir farþegar særðust en komust lífs af. Sendiferðabíllinn var aftastur í langri bílalest flóttamanna sem var á leið gegnum fjalllendi til Tyreborgar. Ísraelsher hafði skipað þeim og íbúum tólf annarra þorpa að flýja heimili sín daginn áður. Ísraelski herinn ætlar að leyfa skipum með neyðarvistir að koma að landi í Beirút og hefur heitið því að gera ekki árásir á veg milli Beirút og Trípólí og auðvelda þannig för flóttamanna norður á bóginn. Herinn hefur ekki skilgreint samsvarandi örugga flóttaleið í Suður-Líbanon, þar sem neyðin er mest og vegirnir háskalegastir. Erlent Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Sjá meira
Aðgerðir Ísraelsmanna eru ekki í samræmi við þann skaða sem þeir hafa orðið fyrir og skemmdir á mannvirkjum í Beirút eru hryllilegar, er haft eftir Jan Egeland, yfirmanni neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna, en hann telur að um mannréttindabrot sé að ræða. Egeland kom til Beirút í gær skömmu eftir eina loftárás Ísraelsmanna og hafði orð á því að eyðilegging borgarinnar væri mun víðtækari en hann hefði grunað. "Þetta er hryllilegt," sagði Egeland. "Hér sé ég fjölda heimilislausra barna sem þjást. Í þessu stríði greiða almennir borgarar óhóflegt gjald. Ég hefði ekki trúað því að húsaröð á húsaröð ofan hefði verið jöfnuð við jörðu." Hann bætti við að "óhófleg viðbrögð Ísraelsmanna" væru brot á alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Í Líbanon hafa nú um 600.000 almennir borgarar flúið heimili sín, samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Um 380 hafa látið lífið í stófelldri tólf daga langri sprengjuárás Ísraelshers, þar af ellefu skæruliðar Hizbollah. Til samanburðar má nefna að alls hafa 36 ísraelskir borgarar látist og voru sautján þeirra hermenn. Ísraelskar herþotur drápu þrjá flóttamenn þegar þær sprengdu sendiferðabíl í loft upp í gær. Þrettán aðrir farþegar særðust en komust lífs af. Sendiferðabíllinn var aftastur í langri bílalest flóttamanna sem var á leið gegnum fjalllendi til Tyreborgar. Ísraelsher hafði skipað þeim og íbúum tólf annarra þorpa að flýja heimili sín daginn áður. Ísraelski herinn ætlar að leyfa skipum með neyðarvistir að koma að landi í Beirút og hefur heitið því að gera ekki árásir á veg milli Beirút og Trípólí og auðvelda þannig för flóttamanna norður á bóginn. Herinn hefur ekki skilgreint samsvarandi örugga flóttaleið í Suður-Líbanon, þar sem neyðin er mest og vegirnir háskalegastir.
Erlent Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Sjá meira