Viðskipti erlent

Eldsneytisverð í hámarki

Maður setur eldsneyti á bíl sinn á bensínstöð í Bandaríkjunum. Lítraverð vestra hefur aldrei verið hærra.
Maður setur eldsneyti á bíl sinn á bensínstöð í Bandaríkjunum. Lítraverð vestra hefur aldrei verið hærra. Mynd/AFP

Eldsneytisverð á bensínstöðvum í Bandaríkjunum er komið í rúma 3 bandaríkjadali á gallonið og hefur aldrei verið hærra. Þetta jafngildir því að lítrinn af bensíni í Bandaríkjunum kosti um 56 krónur.

Verðið mun þó vera mismunandi eftir ríkjum vestra, samkvæmt niðurstöðum markaðsrannsóknafyrirtækisins Lundberg Survey, sem kannaði verð á bensíni á 7.000 bensínstöðvum víðs vegar um Bandaríkin.

Hæsta verðið mældist í San Diego í Kaliforníuríki en þar var það á 3,28 dali á gallon eða um 68 krónur á lítrann. Lægsta verðið var hins vegar í Charleston í Suður-Karólínuríki en gallon af bensíni þar kostar 2,77 dali, jafnvirði 51 krónu á lítrann.

Helsta ástæðan fyrir svo háu verði er óvissa um innflutning á olíu frá Venesúela en olíuinnflutningur þaðan til Bandaríkjanna dróst saman um 6 prósent á fyrstu fjórum mánuðum ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×