Viðskipti erlent

Stjórnendur vinna lengur en aðrir

Eigendur og framkvæmdastjórar lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Bretlandi vinna oft frameftir á virkum dögum til að eiga frí um helgar.

Í niðurstöðum könnunar á vegum Barclays bankans kemur fram að stjórnendur fyrirtækjanna unnu að meðaltali í 61,1 klukkustund í hverri viku á síðasta ári. Þetta er 23,7 klukkustundum meira en meðal Breti vann á sama tíma.

Í könnuninni kemur fram að 43 prósent eigenda og framkvæmdastjóra lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Bretlandi vilji helst ekki vinna um helgar. Fyrir þremur árum sögðu 36 prósent þeirra vilja eiga frí um helgar.

Sextíu prósent þeirra sem þátt tóku í könnuninni kenndu flóknara regluverki varðandi rekstur fyrirtækja af þessari stær um lengri vinnuviku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×