Hótaði afsögn á fundinum 25. júlí 2006 07:45 Sigursteinn Másson Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), hótaði afsögn ef aðalstjórn bandalagsins neitaði að samþykkja ráðningarsamning nýs framkvæmdastjóra. Hópur áhrifamanna innan Öryrkjabandalags Íslands ætlar að kæra Sigurstein til félagsmálaráðuneytisins fyrir hvernig hann stóð að gerð ráðningarsamningsins. Fullyrt er að hann hafi þvingað fram staðfestingu á samningnum án þess að aðalstjórnarmönnum hafi gefist tækifæri til að sjá samninginn og það sé brot á lögum bandalagsins. Guðmundur S. Johnsen, formaður Félags lesblindra á Íslandi og aðalstjórnarmaður, er einn þeirra sem ætla að kæra. „Sigursteinn lagði samninginn fyrir aðalstjórn og þá kom í ljós að fáir vildu samþykkja hann óséðan. Þá hótaði hann því að ef samningurinn yrði ekki samþykktur óséður þá myndi hann segja stöðu sinni lausri og ganga af fundi. Það væri því betra fyrir menn að samþykkja samninginn." Guðmundur segir að hluti stjórnarmanna hafi látið undan þessum þrýstingi frá Sigursteini, enda menn nýbúnir að ganga í gegnum erfitt mál, þar sem Arnþóri Helgasyni var sagt upp, og fannst nóg komið. „Það voru tveir sem greiddu atkvæði á móti, ég og Guðmundur Magnússon. Meirihluti stjórnar greiddi því atkvæði á móti eða sat hjá. Samningurinn var því afgreiddur með minnihluta atkvæða þar sem meirihlutinn sat hjá." Spurður af hverju hann hótaði uppsögn, ef afgreiðsla málsins var í löglegum farvegi, segist Sigursteinn hafa lagt formannsstólinn að veði því að ef aðalstjórnin hefði ekki staðfest ráðningu nýs framkvæmdastjóra þá hefði það verið vantraustsyfirlýsing á hann. „Mikill meirihluti afgreiddi málið og því er lokið." Sigursteinn segir jafnframt að allir aðalstjórnarmenn hafi haft aðgang að samningi við nýjan framkvæmdastjóra. „Það er auðvitað þannig í ÖBÍ eins og annars staðar að þegar um er að ræða ráðningarsamninga um stöðu framkvæmdastjóra, og það er þannig í aðildarfélögum ÖBÍ, og þá er það reglan á íslenskum vinnumarkaði frekar en undantekning, að það eru trúnaðarákvæði. Í þessu tilfelli var það þannig að gert var ráð fyrir að aðalstjórnarmenn skrifuðu undir eið um trúnað, að öðrum kosti hefði verið um að ræða riftun á ráðningarsamningi nýs framkvæmdastjóra. Þessir menn voru ekki tilbúnir til að gera það," segir Sigursteinn. Innlent Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), hótaði afsögn ef aðalstjórn bandalagsins neitaði að samþykkja ráðningarsamning nýs framkvæmdastjóra. Hópur áhrifamanna innan Öryrkjabandalags Íslands ætlar að kæra Sigurstein til félagsmálaráðuneytisins fyrir hvernig hann stóð að gerð ráðningarsamningsins. Fullyrt er að hann hafi þvingað fram staðfestingu á samningnum án þess að aðalstjórnarmönnum hafi gefist tækifæri til að sjá samninginn og það sé brot á lögum bandalagsins. Guðmundur S. Johnsen, formaður Félags lesblindra á Íslandi og aðalstjórnarmaður, er einn þeirra sem ætla að kæra. „Sigursteinn lagði samninginn fyrir aðalstjórn og þá kom í ljós að fáir vildu samþykkja hann óséðan. Þá hótaði hann því að ef samningurinn yrði ekki samþykktur óséður þá myndi hann segja stöðu sinni lausri og ganga af fundi. Það væri því betra fyrir menn að samþykkja samninginn." Guðmundur segir að hluti stjórnarmanna hafi látið undan þessum þrýstingi frá Sigursteini, enda menn nýbúnir að ganga í gegnum erfitt mál, þar sem Arnþóri Helgasyni var sagt upp, og fannst nóg komið. „Það voru tveir sem greiddu atkvæði á móti, ég og Guðmundur Magnússon. Meirihluti stjórnar greiddi því atkvæði á móti eða sat hjá. Samningurinn var því afgreiddur með minnihluta atkvæða þar sem meirihlutinn sat hjá." Spurður af hverju hann hótaði uppsögn, ef afgreiðsla málsins var í löglegum farvegi, segist Sigursteinn hafa lagt formannsstólinn að veði því að ef aðalstjórnin hefði ekki staðfest ráðningu nýs framkvæmdastjóra þá hefði það verið vantraustsyfirlýsing á hann. „Mikill meirihluti afgreiddi málið og því er lokið." Sigursteinn segir jafnframt að allir aðalstjórnarmenn hafi haft aðgang að samningi við nýjan framkvæmdastjóra. „Það er auðvitað þannig í ÖBÍ eins og annars staðar að þegar um er að ræða ráðningarsamninga um stöðu framkvæmdastjóra, og það er þannig í aðildarfélögum ÖBÍ, og þá er það reglan á íslenskum vinnumarkaði frekar en undantekning, að það eru trúnaðarákvæði. Í þessu tilfelli var það þannig að gert var ráð fyrir að aðalstjórnarmenn skrifuðu undir eið um trúnað, að öðrum kosti hefði verið um að ræða riftun á ráðningarsamningi nýs framkvæmdastjóra. Þessir menn voru ekki tilbúnir til að gera það," segir Sigursteinn.
Innlent Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira