Brot á almennum borgurum 25. júlí 2006 00:01 Í Líbanon ríkir nú neyðarástand. Hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna sem sagðar eru beinast gegn félögum í Hizbollah bitna fyrst og fremst á almennum borgurum. Í Líbanon hafa til dæmis mun fleiri börn fallið í valinn síðustu daga en Hizbollah-félagar. Fyrir helgi kom fram á heimasíðu UNICEF að hvorki meira né minna en þriðjungur fallinna í Líbanon væru börn. Þegar eru á fjórða hundrað almennir borgarar látnir í Líbanon en 11 Hizbollah-félagar og 20 hermenn. Mannfall hefur einnig orðið meðal Ísraelsmanna, 19 hermenn og 17 almennir borgarar samkvæmt tölum í gær, þar af eru að minnsta kosti þrjú börn. Auk látinna hafa fjölmargir særst. Líbanar sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna árásanna skipta hundruðum þúsunda. Árásum hefur ekki síst verið beint að samgöngumannvirkjum sem gerir neyð hinna heimilislausu enn meiri því ekki aðeins hafa þeir verið hraktir frá heimilum sínum heldur komast þeir ekki í burtu. Nú er talið að um ein milljón manna í Líbanon þurfi á neyðaraðstoð að halda og yfirmaður neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna segir að loftárásir Ísraelsmanna séu mannréttindabrot. Í norðurhluta Ísraels hafa almennir borgarar einnig særst í árásum Hizbollah-liða auk þess sem mikið eignatjón hefur orðið. Líbanar hafa unnið hörðum höndum að uppbyggingu frá því að borgarastyrjöldinni þar í landi lauk fyrir um sex árum. Uppbyggingin hefur ekki síst átt sér stað á sviði ferðamannaiðnaðar sem nú nemur um 15 prósentum af landsframleiðslu Líbana og hafði vaxið um 50 prósent á fyrri helmingi þessa árs. Beirút var að endurheimta sitt fyrra aðdráttarafl og þangað voru ferðamenn farnir að streyma eftir áratuga hlé. Fjöldamargir Líbanar hafa lagt allt sem þeir áttu í að svara þörfinni fyrir margvíslegri þjónustu fyrir þennan ört stækkandi hópi ferðamanna. Ef ekki horfir til friðar á allra næstu dögum stefnir í að þessi uppbygging sé að engu orðin. Fyrir hálfum mánuði stóð uppbygging samfélagsins í blóma í Líbanon. Nú hefur Alþjóða Rauði krossinn lýst yfir neyðarástandi þar. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur farið fram á skilyrðislaust vopnahlé en svo virðist sem hann hafi ekki stuðning Bandaríkjamanna og Breta í þeim efnum. Condoleezza Rice var í Beirút í gær og verður í Ísrael í dag. Hún hefur sagt að koma verði á vopnahléi hið fyrsta en með tilteknum skilyrðum sem því miður gefa litla ástæðu til bjartsýni. Árásir Ísraelsmanna á Líbanon sem sagðar eru hafa þann tilgang að afvopna Hizbollah bitna fyrst og fremst á almennum borgurum og ef fram heldur sem horfir mun það leysa upp það jafnvægi sem smám saman var að komast á í Líbanon. Hætt er við að árás Ísraelsmanna muni fremur efla hina herskáu í Hizbollah-hreyfingunni en brjóta þá á bak aftur. Fyrir hálfum mánuði stóð uppbygging samfélagsins í blóma í Líbanon. Nú hefur Alþjóða Rauði krossinn lýst yfir neyðarástandi þar. Alþjóðasamfélagið verður að rísa upp og hafna þessum árásum á almenna borgara. Tjónið er þegar orðið óbætanlegt og þessu stríði verður að ljúka áður en enn frekari skörð verða höggvin í raðir almennra borgara og uppbyggingu samfélagsins í Líbanon. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun
Í Líbanon ríkir nú neyðarástand. Hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna sem sagðar eru beinast gegn félögum í Hizbollah bitna fyrst og fremst á almennum borgurum. Í Líbanon hafa til dæmis mun fleiri börn fallið í valinn síðustu daga en Hizbollah-félagar. Fyrir helgi kom fram á heimasíðu UNICEF að hvorki meira né minna en þriðjungur fallinna í Líbanon væru börn. Þegar eru á fjórða hundrað almennir borgarar látnir í Líbanon en 11 Hizbollah-félagar og 20 hermenn. Mannfall hefur einnig orðið meðal Ísraelsmanna, 19 hermenn og 17 almennir borgarar samkvæmt tölum í gær, þar af eru að minnsta kosti þrjú börn. Auk látinna hafa fjölmargir særst. Líbanar sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna árásanna skipta hundruðum þúsunda. Árásum hefur ekki síst verið beint að samgöngumannvirkjum sem gerir neyð hinna heimilislausu enn meiri því ekki aðeins hafa þeir verið hraktir frá heimilum sínum heldur komast þeir ekki í burtu. Nú er talið að um ein milljón manna í Líbanon þurfi á neyðaraðstoð að halda og yfirmaður neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna segir að loftárásir Ísraelsmanna séu mannréttindabrot. Í norðurhluta Ísraels hafa almennir borgarar einnig særst í árásum Hizbollah-liða auk þess sem mikið eignatjón hefur orðið. Líbanar hafa unnið hörðum höndum að uppbyggingu frá því að borgarastyrjöldinni þar í landi lauk fyrir um sex árum. Uppbyggingin hefur ekki síst átt sér stað á sviði ferðamannaiðnaðar sem nú nemur um 15 prósentum af landsframleiðslu Líbana og hafði vaxið um 50 prósent á fyrri helmingi þessa árs. Beirút var að endurheimta sitt fyrra aðdráttarafl og þangað voru ferðamenn farnir að streyma eftir áratuga hlé. Fjöldamargir Líbanar hafa lagt allt sem þeir áttu í að svara þörfinni fyrir margvíslegri þjónustu fyrir þennan ört stækkandi hópi ferðamanna. Ef ekki horfir til friðar á allra næstu dögum stefnir í að þessi uppbygging sé að engu orðin. Fyrir hálfum mánuði stóð uppbygging samfélagsins í blóma í Líbanon. Nú hefur Alþjóða Rauði krossinn lýst yfir neyðarástandi þar. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur farið fram á skilyrðislaust vopnahlé en svo virðist sem hann hafi ekki stuðning Bandaríkjamanna og Breta í þeim efnum. Condoleezza Rice var í Beirút í gær og verður í Ísrael í dag. Hún hefur sagt að koma verði á vopnahléi hið fyrsta en með tilteknum skilyrðum sem því miður gefa litla ástæðu til bjartsýni. Árásir Ísraelsmanna á Líbanon sem sagðar eru hafa þann tilgang að afvopna Hizbollah bitna fyrst og fremst á almennum borgurum og ef fram heldur sem horfir mun það leysa upp það jafnvægi sem smám saman var að komast á í Líbanon. Hætt er við að árás Ísraelsmanna muni fremur efla hina herskáu í Hizbollah-hreyfingunni en brjóta þá á bak aftur. Fyrir hálfum mánuði stóð uppbygging samfélagsins í blóma í Líbanon. Nú hefur Alþjóða Rauði krossinn lýst yfir neyðarástandi þar. Alþjóðasamfélagið verður að rísa upp og hafna þessum árásum á almenna borgara. Tjónið er þegar orðið óbætanlegt og þessu stríði verður að ljúka áður en enn frekari skörð verða höggvin í raðir almennra borgara og uppbyggingu samfélagsins í Líbanon.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun