Ísraelski herinn ritskoðaði fréttir 28. júlí 2006 07:15 Eldflaug Hizbollah tekst á loft Samkvæmt ísraelskum lögum er fréttamönnum bannað að fjalla um hvar þessi eldflaug lenti, nema með samþykki ísraelska hersins. MYND/nordicphotos/afp Á dögunum barst Fréttablaðinu frétt frá alþjóðlegu fréttastofunni Associated Press um bardaga Ísraelsmanna og Hizbollah-liða við Bint Jbail. Fréttin var vandlega merkt sem "endurskoðuð af ritskoðanda ísraelska hersins" og hafði verið stytt frá fyrri útgáfu. Embætti sérstaks ritskoðanda stríðsfrétta hjá Ísraelsher hefur "forkunnarmikil völd" að sögn Sima Vaknin, sem gegnir þeirri stöðu nú um stundir. Í viðtali við AP segist Vaknin geta látið loka dagblöðum og sjónvarpsstöðum og sett á allsherjar stríðsfréttabann. Einnig er haft eftir henni að hún geti látið varpa blaðamönnum í fangelsi. "Ég get næstum allt," segir ritskoðandinn. Allir blaðamenn sem fylgjast beint með átökunum í Suður-Líbanon þurfa að undirrita samstarfssamning sem kveður meðal annars á um að ísraelski herinn megi ritskoða fréttaflutning þeirra. Talsmaður hersins segir að ritskoðunin snúi einkum að fréttum sem gætu skaðað öryggi borgara og hagsmuni hersins. Til að mynda sé bannað að segja frá því hvar eldflaugar Hizbollah lenda, í því sjónarmiði að auðvelda andstæðingnum ekki að miða betur. Andstæðingar ritskoðunarinnar segja þetta "fyrirslátt" og að virkt kerfi opinberrar ritskoðunar sé til marks um ólýðræðislegt stjórnarfar landsins; reglurnar séu reyndar ekki óeðlilegar sem slíkar, hið óeðlilega sé að þeim sé framfylgt. Fleiri þjóðir eru með svipaðar reglur á stríðstímum, þeirra á meðal Bandaríkin vegna fréttaflutnings frá Írak. Það mun þó vera tiltölulega fátítt að þeim sé framfylgt í slíkum mæli að fréttastofur eins og AP sjái ástæðu til að minnast á það sérstaklega, nema vegna myndbirtinga, til dæmis af líkkistum bandarískra hermanna. Erlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Sjá meira
Á dögunum barst Fréttablaðinu frétt frá alþjóðlegu fréttastofunni Associated Press um bardaga Ísraelsmanna og Hizbollah-liða við Bint Jbail. Fréttin var vandlega merkt sem "endurskoðuð af ritskoðanda ísraelska hersins" og hafði verið stytt frá fyrri útgáfu. Embætti sérstaks ritskoðanda stríðsfrétta hjá Ísraelsher hefur "forkunnarmikil völd" að sögn Sima Vaknin, sem gegnir þeirri stöðu nú um stundir. Í viðtali við AP segist Vaknin geta látið loka dagblöðum og sjónvarpsstöðum og sett á allsherjar stríðsfréttabann. Einnig er haft eftir henni að hún geti látið varpa blaðamönnum í fangelsi. "Ég get næstum allt," segir ritskoðandinn. Allir blaðamenn sem fylgjast beint með átökunum í Suður-Líbanon þurfa að undirrita samstarfssamning sem kveður meðal annars á um að ísraelski herinn megi ritskoða fréttaflutning þeirra. Talsmaður hersins segir að ritskoðunin snúi einkum að fréttum sem gætu skaðað öryggi borgara og hagsmuni hersins. Til að mynda sé bannað að segja frá því hvar eldflaugar Hizbollah lenda, í því sjónarmiði að auðvelda andstæðingnum ekki að miða betur. Andstæðingar ritskoðunarinnar segja þetta "fyrirslátt" og að virkt kerfi opinberrar ritskoðunar sé til marks um ólýðræðislegt stjórnarfar landsins; reglurnar séu reyndar ekki óeðlilegar sem slíkar, hið óeðlilega sé að þeim sé framfylgt. Fleiri þjóðir eru með svipaðar reglur á stríðstímum, þeirra á meðal Bandaríkin vegna fréttaflutnings frá Írak. Það mun þó vera tiltölulega fátítt að þeim sé framfylgt í slíkum mæli að fréttastofur eins og AP sjái ástæðu til að minnast á það sérstaklega, nema vegna myndbirtinga, til dæmis af líkkistum bandarískra hermanna.
Erlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Sjá meira