Ísrael var ekki gefið "grænt ljós" á árásir 29. júlí 2006 08:30 Áframhaldandi árásir Ísraelskur hermaður ber sprengju að skriðdreka áður en sveit hans hélt inn í Líbanon í gær. Á sjöunda hundrað Líbanar hafa farist í átökunum undanfarnar rúmar tvær vikurnar og yfir fimmtíu Ísraelar. MYND/AP Ísraelar fengu ekki „grænt ljós“ á áframhaldandi árásir á Líbanon, þótt engin niðurstaða hafi fengist á alþjóðaráðstefnunni um Líbanon í Róm á miðvikudag. Þetta kom fram í máli Adam Ereli, talsmanns utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gær. Tók hann þar undir með Erkki Tuomioja, talsmanni Evrópusambandsins, sem lét sömu orð falla í fyrradag. Haim Ramon, dómsmálaráðherra Ísraels, hélt þessu hins vegar fram á fimmtudag, enda hefur árásum Ísraela á Líbanon ekki linnt þó dragi nú úr mannfalli þar sem flestir hafa flúið átakasvæðin. Liðsmenn Hizbollah-samtakanna svara áfram í sömu mynt og skutu nýrri tegund öflugra sprengja á Ísrael í gær. Sameinuðu þjóðirnar ákváðu í gær að færa óvopnaða alþjóðlega eftirlitsmenn sína frá bækistöðum sínum í Suður-Líbanon. Ákvörðunin var tekin eftir að Ísraelar skutu ítrekað á bækistöðvar eftirlitsmanna síðastliðinn þriðjudag, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli frá SÞ um að hætta þeim. Fjórir eftirlitsmenn fórust í árásunum. Talsmenn SÞ hafa farið fram á að taka þátt í rannsókn hersins á þeim árásum, en Dan Gillerman, sendiherra Ísraela hjá SÞ, sagði í gær það ekki koma til greina. George W. Bush tilkynnti á blaðamannafundi í Wahington í gær að Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, færi aftur til Mið-Austurlanda nú um helgina. Haft var eftir Rice að hún ætlaði sér að koma á „varanlegu“ vopnahléi. Átökin valda sífellt meiri usla í alþjóðapólitík og hafa nær öll þau ríki sem teljast til bandamanna Bandaríkjanna, auk Evrópusambandsins og SÞ, kallað eftir tafarlausu vopnahléi og lofað Líbanon aðstoð. Bandaríkjamenn hafa hins vegar sagt að áður en til vopnahlés komi verði að semja um varanlegan frið milli Hizbollah og Ísraels. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fundaði með George W. Bush Bandaríkjaforseta í gær og sagðist ætla að leita samþykktar öryggisráðs SÞ snemma í næstu viku á ályktun sem gæti orðið grundvöllur vopnahlés. Blair sætir nú auknum þrýstingi heima fyrir um að sýna samstöðu með ESB og SÞ, frekar en Bandaríkjunum. Sameinuðu þjóðirnar munu halda fund á mánudag með þeim löndum sem gætu boðist til að senda liðsmenn í alþjóðlegt friðargæslulið sem sent yrði til Líbanons. Erlent Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Sjá meira
Ísraelar fengu ekki „grænt ljós“ á áframhaldandi árásir á Líbanon, þótt engin niðurstaða hafi fengist á alþjóðaráðstefnunni um Líbanon í Róm á miðvikudag. Þetta kom fram í máli Adam Ereli, talsmanns utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gær. Tók hann þar undir með Erkki Tuomioja, talsmanni Evrópusambandsins, sem lét sömu orð falla í fyrradag. Haim Ramon, dómsmálaráðherra Ísraels, hélt þessu hins vegar fram á fimmtudag, enda hefur árásum Ísraela á Líbanon ekki linnt þó dragi nú úr mannfalli þar sem flestir hafa flúið átakasvæðin. Liðsmenn Hizbollah-samtakanna svara áfram í sömu mynt og skutu nýrri tegund öflugra sprengja á Ísrael í gær. Sameinuðu þjóðirnar ákváðu í gær að færa óvopnaða alþjóðlega eftirlitsmenn sína frá bækistöðum sínum í Suður-Líbanon. Ákvörðunin var tekin eftir að Ísraelar skutu ítrekað á bækistöðvar eftirlitsmanna síðastliðinn þriðjudag, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli frá SÞ um að hætta þeim. Fjórir eftirlitsmenn fórust í árásunum. Talsmenn SÞ hafa farið fram á að taka þátt í rannsókn hersins á þeim árásum, en Dan Gillerman, sendiherra Ísraela hjá SÞ, sagði í gær það ekki koma til greina. George W. Bush tilkynnti á blaðamannafundi í Wahington í gær að Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, færi aftur til Mið-Austurlanda nú um helgina. Haft var eftir Rice að hún ætlaði sér að koma á „varanlegu“ vopnahléi. Átökin valda sífellt meiri usla í alþjóðapólitík og hafa nær öll þau ríki sem teljast til bandamanna Bandaríkjanna, auk Evrópusambandsins og SÞ, kallað eftir tafarlausu vopnahléi og lofað Líbanon aðstoð. Bandaríkjamenn hafa hins vegar sagt að áður en til vopnahlés komi verði að semja um varanlegan frið milli Hizbollah og Ísraels. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fundaði með George W. Bush Bandaríkjaforseta í gær og sagðist ætla að leita samþykktar öryggisráðs SÞ snemma í næstu viku á ályktun sem gæti orðið grundvöllur vopnahlés. Blair sætir nú auknum þrýstingi heima fyrir um að sýna samstöðu með ESB og SÞ, frekar en Bandaríkjunum. Sameinuðu þjóðirnar munu halda fund á mánudag með þeim löndum sem gætu boðist til að senda liðsmenn í alþjóðlegt friðargæslulið sem sent yrði til Líbanons.
Erlent Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Sjá meira