Keflvíkingar voru mikið betri í nágrannaslagnum suður með sjó 1. ágúst 2006 06:00 Þórarinn sprækur. Óðinn Árnason reynir hér að stöðva Þórarinn Kristjánsson en Þórarinn skoraði fyrsta mark leiksins í gær og var það hans þriðja í sumar. Keflvíkingar eru í þriðja sæti Landsbankadeildarinnar eftir heimasigur 2-0 á grönnum sínum í Grindavík í gær. Sigurinn var sanngjarn en Þórarinn Brynjar Kristjánsson skoraði fyrra markið undir lok fyrri hálfleiks og Stefán Örn Arnarson sem kom inn fyrir Þórarinn í þeim síðari innsiglaði sigurinn. Keflvíkingar hefðu getað skorað mun fleiri mörk í fyrri hálfleiknum en meira jafnræði var með liðunum í þeim síðari. Grindvíkingar mættu til leiks á erfiðan útivöll með það að markmiði að ná allavega í eitt stig og Jóhann Þórhallsson var oft ansi einmana í fremstu víglínu. Þeir héldu boltanum illa innan liðsins í fyrri hálfleiknum og Keflvíkingar sáu um að sækja. Skoski markvörðurinn Colin Stewart hélt Grindvíkingum á floti lengi vel, hann varði snemma skot frá Guðmundi Steinarssyni úr aukaspyrnu og varði einnig vel eftir langskot Baldurs Sigurðssonar sem spilaði mjög vel á miðju Keflavíkur. Jóhann Þórhallsson náði að skapa usla í byrjun leiks en í seinni hluta fyrri hálfleiksins fengu heimamenn fjöldan allan af færum. Stewart varði frábærlega skot bakvarðarins Hallgríms Jónassonar sem fékk mjög gott færi eftir góða hornspyrnu fyrirliðans Guðmundar Steinarssonar og nokkrum sekúndum síðar varði hann síðan fimlega skalla frá sænska risanum Kenneth Gustafsson. Gestirnir voru í vandræðum með föst leikatriði Keflavíkur og Stewart kom engum vörnum við á 44. mínútu. Þórarinn gerði þá vel eftir hornspyrnu Guðmundar og skallaði af krafti í netið, þetta mark hafði legið í loftinu lengið vel enda voru Keflvíkingar að spila hörkuvel og sýndu vel hvað þeir geta á góðum degi. Óskar Örn Hauksson var settur inn sem varamaður í hálfleik hjá Grindvíkingum til að lífga upp á sóknarleikinn enda líkamlega sterkur og með góða tækni. Snemma í seinni hálfleik fékk Baldur mjög gott færi til að bæta við marki fyrir heimamenn en enn og aftur varði Stewart vel í markinu. Grindvíkingum gekk illa að skapa sér umtalsverð færi og Sigurður Jónsson, þjálfari Grindvíkinga, reyndi að bæta bitið í sóknarleiknum. Hann setti m.a. Andra Stein Birgisson inn en aðeins mínútu síðar innsiglaði Stefán sigurinn eftir frábæran undirbúnings Baldurs. Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Sjá meira
Keflvíkingar eru í þriðja sæti Landsbankadeildarinnar eftir heimasigur 2-0 á grönnum sínum í Grindavík í gær. Sigurinn var sanngjarn en Þórarinn Brynjar Kristjánsson skoraði fyrra markið undir lok fyrri hálfleiks og Stefán Örn Arnarson sem kom inn fyrir Þórarinn í þeim síðari innsiglaði sigurinn. Keflvíkingar hefðu getað skorað mun fleiri mörk í fyrri hálfleiknum en meira jafnræði var með liðunum í þeim síðari. Grindvíkingar mættu til leiks á erfiðan útivöll með það að markmiði að ná allavega í eitt stig og Jóhann Þórhallsson var oft ansi einmana í fremstu víglínu. Þeir héldu boltanum illa innan liðsins í fyrri hálfleiknum og Keflvíkingar sáu um að sækja. Skoski markvörðurinn Colin Stewart hélt Grindvíkingum á floti lengi vel, hann varði snemma skot frá Guðmundi Steinarssyni úr aukaspyrnu og varði einnig vel eftir langskot Baldurs Sigurðssonar sem spilaði mjög vel á miðju Keflavíkur. Jóhann Þórhallsson náði að skapa usla í byrjun leiks en í seinni hluta fyrri hálfleiksins fengu heimamenn fjöldan allan af færum. Stewart varði frábærlega skot bakvarðarins Hallgríms Jónassonar sem fékk mjög gott færi eftir góða hornspyrnu fyrirliðans Guðmundar Steinarssonar og nokkrum sekúndum síðar varði hann síðan fimlega skalla frá sænska risanum Kenneth Gustafsson. Gestirnir voru í vandræðum með föst leikatriði Keflavíkur og Stewart kom engum vörnum við á 44. mínútu. Þórarinn gerði þá vel eftir hornspyrnu Guðmundar og skallaði af krafti í netið, þetta mark hafði legið í loftinu lengið vel enda voru Keflvíkingar að spila hörkuvel og sýndu vel hvað þeir geta á góðum degi. Óskar Örn Hauksson var settur inn sem varamaður í hálfleik hjá Grindvíkingum til að lífga upp á sóknarleikinn enda líkamlega sterkur og með góða tækni. Snemma í seinni hálfleik fékk Baldur mjög gott færi til að bæta við marki fyrir heimamenn en enn og aftur varði Stewart vel í markinu. Grindvíkingum gekk illa að skapa sér umtalsverð færi og Sigurður Jónsson, þjálfari Grindvíkinga, reyndi að bæta bitið í sóknarleiknum. Hann setti m.a. Andra Stein Birgisson inn en aðeins mínútu síðar innsiglaði Stefán sigurinn eftir frábæran undirbúnings Baldurs.
Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Sjá meira