Malmö vill halda Ásthildi áfram á næsta ári 3. ágúst 2006 13:00 Ásthildur helgadóttir Hefur staðið sig vonum framar í Svíþjóð þrátt fyrir mikil ferðalög fram og til baka frá Íslandi. MYND/Valli Ásthildur Helgadóttir hefur átt góðu gengi að fagna með sænska úrvalsdeildarliðinu Malmö FF í sumar. Hún er næstmarkahæsti í deildinni, með tólf mörk, en liðið er í þriðja sæti deildarinnar. Þjálfari Malmö, Jörgen Petersson, segir að Ásthildur eigi sér fáar eins líka. "Ég trúi ekki að ég geti fundið marga betri framherja í heiminum í dag," sagði Petersson í samtali við Sydsvenskan í gær. Í vetur samdi Ásthildur við Breiðablik og ætlaði að spila með liðinu í Landsbankadeild kvenna enda var hún búið með námið sitt í Svíþjóð og vildi hefja störf hér á landi sem verkfræðingur. Það gerði hún en forráðamenn Malmö var svo mikið í mun að fá hana til liðs við sig að samið var um að hún myndi fljúga reglulega til Svíþjóðar og til baka og leika með liðinu. Það hefur gengið vonum framar og á dögunum gekk Ásthildur frá samningi við liðið um að hún léki með því út leiktíðina. "Það lá svo sem alltaf fyrir að ég spilað með Malmö allt tímabilið en við vildum fyrst láta reyna á þetta og sömdum því til skamms tíma í einu. En þetta gekk vel og við ákváðum að halda þessu áfram, þá í samstarfi við vinnuveitanda minn hér heima, Línuhönnum, sem hefur reynst mér afskaplega vel." Í mars árið 2004 sleit Ásthildur krossbönd í hné og segir hún að það hafi verið nú fyrst í sumar sem hún hafi jafnað sig fullkomnlega af meiðslunum. "Þó að ég hafi verið mjög ánægð með síðasta tímabil sé ég nú að það tekur hreinlega þetta langan tíma að ná upp fyrri styrk. Ég er í betra standi nú en í fyrra og hef til að mynda bætt hraðann mikið." Ásthildur segir að með nýjum þjálfurum hjá Malmö hafi liðið aldrei verið í betra standi. "Ég hef aldrei æft og lyft eins mikið áður. Og það er að skila sér, allir leikmenn eru í mjög góðu standi." Og forráðamenn Malmö hafa þegar gert Ásthildi grein fyrir því að þeir vilji að hún leiki með liðinu á næsta tímabili einnig. "Þetta er orðin sagan endalausa," sagði hún og hló. "En ég hef sagt þeim að ég ætla ekki að hugsa um þau mál strax. Það verður bara að koma í ljós enda að mörgu að huga. Íþróttir Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport Fleiri fréttir Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Dagskráin í dag: Ungu strákarnir, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Af hverju falla metin ekki á Íslandi? „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Tapaði frábærum slag gegn fremstu konu heims eftir leikinn við Alexander Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé Sjá meira
Ásthildur Helgadóttir hefur átt góðu gengi að fagna með sænska úrvalsdeildarliðinu Malmö FF í sumar. Hún er næstmarkahæsti í deildinni, með tólf mörk, en liðið er í þriðja sæti deildarinnar. Þjálfari Malmö, Jörgen Petersson, segir að Ásthildur eigi sér fáar eins líka. "Ég trúi ekki að ég geti fundið marga betri framherja í heiminum í dag," sagði Petersson í samtali við Sydsvenskan í gær. Í vetur samdi Ásthildur við Breiðablik og ætlaði að spila með liðinu í Landsbankadeild kvenna enda var hún búið með námið sitt í Svíþjóð og vildi hefja störf hér á landi sem verkfræðingur. Það gerði hún en forráðamenn Malmö var svo mikið í mun að fá hana til liðs við sig að samið var um að hún myndi fljúga reglulega til Svíþjóðar og til baka og leika með liðinu. Það hefur gengið vonum framar og á dögunum gekk Ásthildur frá samningi við liðið um að hún léki með því út leiktíðina. "Það lá svo sem alltaf fyrir að ég spilað með Malmö allt tímabilið en við vildum fyrst láta reyna á þetta og sömdum því til skamms tíma í einu. En þetta gekk vel og við ákváðum að halda þessu áfram, þá í samstarfi við vinnuveitanda minn hér heima, Línuhönnum, sem hefur reynst mér afskaplega vel." Í mars árið 2004 sleit Ásthildur krossbönd í hné og segir hún að það hafi verið nú fyrst í sumar sem hún hafi jafnað sig fullkomnlega af meiðslunum. "Þó að ég hafi verið mjög ánægð með síðasta tímabil sé ég nú að það tekur hreinlega þetta langan tíma að ná upp fyrri styrk. Ég er í betra standi nú en í fyrra og hef til að mynda bætt hraðann mikið." Ásthildur segir að með nýjum þjálfurum hjá Malmö hafi liðið aldrei verið í betra standi. "Ég hef aldrei æft og lyft eins mikið áður. Og það er að skila sér, allir leikmenn eru í mjög góðu standi." Og forráðamenn Malmö hafa þegar gert Ásthildi grein fyrir því að þeir vilji að hún leiki með liðinu á næsta tímabili einnig. "Þetta er orðin sagan endalausa," sagði hún og hló. "En ég hef sagt þeim að ég ætla ekki að hugsa um þau mál strax. Það verður bara að koma í ljós enda að mörgu að huga.
Íþróttir Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport Fleiri fréttir Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Dagskráin í dag: Ungu strákarnir, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Af hverju falla metin ekki á Íslandi? „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Tapaði frábærum slag gegn fremstu konu heims eftir leikinn við Alexander Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé Sjá meira