Við eigum mikið inni og munum bara bæta okkur 5. ágúst 2006 18:00 þjálfarateymið Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari, og Friðrik Ingi Rúnarsson aðstoðarmaður hans, fylgjast með liðinu á æfingu í síðustu viku. MYND/Heiða Undirbúningur íslenska karlalandsliðsins í körfubolta fyrir Evrópumótið er í fullum gangi en liðið leikur sinn síðasta leik á Norðurlandamótinu í dag. Þar verða Danir andstæðingar okkar en Ísland vann öruggan sigur á Norðmönnum í gær, 90-69. Jakob Sigurðarson og Logi Gunnarsson voru stigahæstir í íslenska liðinu með sextán stig en Magnús Gunnarsson skoraði tólf. Allir leikmenn liðsins fengu að spreyta sig í gær. Við höfum verið að bæta okkur með hverjum leik á mótinu og það er styrkleikamerki, sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari liðsins, við Fréttablaðið í gær. Norðmenn eru með mun lakari lið en Finnar og Svíar en við hefðum þó átt að gera betur í þeim leikjum. Leikirnir hefðu getað farið á báða vegu, við vorum að missa boltann of frá okkur í báðum leikjum. Gegn Svíum lentum við í basli þegar við misstum stóru mennina okkar útaf en við teljum okkur eiga mikið inni og eigum bara eftir að bæta okkur, sagði þjálfarinn sem hefur verið að vinna að ýmsu til að bæta leik liðsins. Sem lið þurfum við að vinna betur saman og loka ákveðnum holum sem myndast auk þess sem við þurfum að sína meiri hörku í vörninni en við höfum haft betur í fráköstunum í öllum leikjunum á mótinu sem er mjög jákvætt. Við erum þó enn að tapa of mörgum boltum í sókninni og við þurfum nauðsynlega að bæta það, sagði Sigurður. Ekki hafa allir getað æft með liðinu og þrír lykilmenn, Jón Arnór Stefánsson, Brenton Birmingham og Fannar Ólafsson voru ekki með á mótinu. Undirbúningur liðsins fyrir EM, þar sem liðið er með Georgíu, Finnlandi, Lúxemborg og Austurríki í riðli, heldur áfram eftir tvær vikur þegar liðið tekur þátt í æfingamóti þar sem mótherjarnir verða Holland, Belgía og Svíþjóð. Síðustu æfingaleikirnir verða svo gegn Írum áður en mótið hefst í byrjun september. Það er mikið sem við lærum af þessu móti og við vitum betur hvar við erum staddir með liðið. Á næsta móti verða komnir nýjir menn til móts við okkur til að berjast um stöður. Samkeppnin um stöður er gríðarleg og við þurfum bara aðeins að fínstilla okkur, sagði Sigurður Ingimundarson að lokum. Íþróttir Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Sjá meira
Undirbúningur íslenska karlalandsliðsins í körfubolta fyrir Evrópumótið er í fullum gangi en liðið leikur sinn síðasta leik á Norðurlandamótinu í dag. Þar verða Danir andstæðingar okkar en Ísland vann öruggan sigur á Norðmönnum í gær, 90-69. Jakob Sigurðarson og Logi Gunnarsson voru stigahæstir í íslenska liðinu með sextán stig en Magnús Gunnarsson skoraði tólf. Allir leikmenn liðsins fengu að spreyta sig í gær. Við höfum verið að bæta okkur með hverjum leik á mótinu og það er styrkleikamerki, sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari liðsins, við Fréttablaðið í gær. Norðmenn eru með mun lakari lið en Finnar og Svíar en við hefðum þó átt að gera betur í þeim leikjum. Leikirnir hefðu getað farið á báða vegu, við vorum að missa boltann of frá okkur í báðum leikjum. Gegn Svíum lentum við í basli þegar við misstum stóru mennina okkar útaf en við teljum okkur eiga mikið inni og eigum bara eftir að bæta okkur, sagði þjálfarinn sem hefur verið að vinna að ýmsu til að bæta leik liðsins. Sem lið þurfum við að vinna betur saman og loka ákveðnum holum sem myndast auk þess sem við þurfum að sína meiri hörku í vörninni en við höfum haft betur í fráköstunum í öllum leikjunum á mótinu sem er mjög jákvætt. Við erum þó enn að tapa of mörgum boltum í sókninni og við þurfum nauðsynlega að bæta það, sagði Sigurður. Ekki hafa allir getað æft með liðinu og þrír lykilmenn, Jón Arnór Stefánsson, Brenton Birmingham og Fannar Ólafsson voru ekki með á mótinu. Undirbúningur liðsins fyrir EM, þar sem liðið er með Georgíu, Finnlandi, Lúxemborg og Austurríki í riðli, heldur áfram eftir tvær vikur þegar liðið tekur þátt í æfingamóti þar sem mótherjarnir verða Holland, Belgía og Svíþjóð. Síðustu æfingaleikirnir verða svo gegn Írum áður en mótið hefst í byrjun september. Það er mikið sem við lærum af þessu móti og við vitum betur hvar við erum staddir með liðið. Á næsta móti verða komnir nýjir menn til móts við okkur til að berjast um stöður. Samkeppnin um stöður er gríðarleg og við þurfum bara aðeins að fínstilla okkur, sagði Sigurður Ingimundarson að lokum.
Íþróttir Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Sjá meira