Við eigum mikið inni og munum bara bæta okkur 5. ágúst 2006 18:00 þjálfarateymið Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari, og Friðrik Ingi Rúnarsson aðstoðarmaður hans, fylgjast með liðinu á æfingu í síðustu viku. MYND/Heiða Undirbúningur íslenska karlalandsliðsins í körfubolta fyrir Evrópumótið er í fullum gangi en liðið leikur sinn síðasta leik á Norðurlandamótinu í dag. Þar verða Danir andstæðingar okkar en Ísland vann öruggan sigur á Norðmönnum í gær, 90-69. Jakob Sigurðarson og Logi Gunnarsson voru stigahæstir í íslenska liðinu með sextán stig en Magnús Gunnarsson skoraði tólf. Allir leikmenn liðsins fengu að spreyta sig í gær. Við höfum verið að bæta okkur með hverjum leik á mótinu og það er styrkleikamerki, sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari liðsins, við Fréttablaðið í gær. Norðmenn eru með mun lakari lið en Finnar og Svíar en við hefðum þó átt að gera betur í þeim leikjum. Leikirnir hefðu getað farið á báða vegu, við vorum að missa boltann of frá okkur í báðum leikjum. Gegn Svíum lentum við í basli þegar við misstum stóru mennina okkar útaf en við teljum okkur eiga mikið inni og eigum bara eftir að bæta okkur, sagði þjálfarinn sem hefur verið að vinna að ýmsu til að bæta leik liðsins. Sem lið þurfum við að vinna betur saman og loka ákveðnum holum sem myndast auk þess sem við þurfum að sína meiri hörku í vörninni en við höfum haft betur í fráköstunum í öllum leikjunum á mótinu sem er mjög jákvætt. Við erum þó enn að tapa of mörgum boltum í sókninni og við þurfum nauðsynlega að bæta það, sagði Sigurður. Ekki hafa allir getað æft með liðinu og þrír lykilmenn, Jón Arnór Stefánsson, Brenton Birmingham og Fannar Ólafsson voru ekki með á mótinu. Undirbúningur liðsins fyrir EM, þar sem liðið er með Georgíu, Finnlandi, Lúxemborg og Austurríki í riðli, heldur áfram eftir tvær vikur þegar liðið tekur þátt í æfingamóti þar sem mótherjarnir verða Holland, Belgía og Svíþjóð. Síðustu æfingaleikirnir verða svo gegn Írum áður en mótið hefst í byrjun september. Það er mikið sem við lærum af þessu móti og við vitum betur hvar við erum staddir með liðið. Á næsta móti verða komnir nýjir menn til móts við okkur til að berjast um stöður. Samkeppnin um stöður er gríðarleg og við þurfum bara aðeins að fínstilla okkur, sagði Sigurður Ingimundarson að lokum. Íþróttir Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Sjá meira
Undirbúningur íslenska karlalandsliðsins í körfubolta fyrir Evrópumótið er í fullum gangi en liðið leikur sinn síðasta leik á Norðurlandamótinu í dag. Þar verða Danir andstæðingar okkar en Ísland vann öruggan sigur á Norðmönnum í gær, 90-69. Jakob Sigurðarson og Logi Gunnarsson voru stigahæstir í íslenska liðinu með sextán stig en Magnús Gunnarsson skoraði tólf. Allir leikmenn liðsins fengu að spreyta sig í gær. Við höfum verið að bæta okkur með hverjum leik á mótinu og það er styrkleikamerki, sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari liðsins, við Fréttablaðið í gær. Norðmenn eru með mun lakari lið en Finnar og Svíar en við hefðum þó átt að gera betur í þeim leikjum. Leikirnir hefðu getað farið á báða vegu, við vorum að missa boltann of frá okkur í báðum leikjum. Gegn Svíum lentum við í basli þegar við misstum stóru mennina okkar útaf en við teljum okkur eiga mikið inni og eigum bara eftir að bæta okkur, sagði þjálfarinn sem hefur verið að vinna að ýmsu til að bæta leik liðsins. Sem lið þurfum við að vinna betur saman og loka ákveðnum holum sem myndast auk þess sem við þurfum að sína meiri hörku í vörninni en við höfum haft betur í fráköstunum í öllum leikjunum á mótinu sem er mjög jákvætt. Við erum þó enn að tapa of mörgum boltum í sókninni og við þurfum nauðsynlega að bæta það, sagði Sigurður. Ekki hafa allir getað æft með liðinu og þrír lykilmenn, Jón Arnór Stefánsson, Brenton Birmingham og Fannar Ólafsson voru ekki með á mótinu. Undirbúningur liðsins fyrir EM, þar sem liðið er með Georgíu, Finnlandi, Lúxemborg og Austurríki í riðli, heldur áfram eftir tvær vikur þegar liðið tekur þátt í æfingamóti þar sem mótherjarnir verða Holland, Belgía og Svíþjóð. Síðustu æfingaleikirnir verða svo gegn Írum áður en mótið hefst í byrjun september. Það er mikið sem við lærum af þessu móti og við vitum betur hvar við erum staddir með liðið. Á næsta móti verða komnir nýjir menn til móts við okkur til að berjast um stöður. Samkeppnin um stöður er gríðarleg og við þurfum bara aðeins að fínstilla okkur, sagði Sigurður Ingimundarson að lokum.
Íþróttir Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Sjá meira