Landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið gerður að fyrirliða þýska úrvalsdeildarliðsins Gummersbach, sem Alfreð Gíslason þjálfar. Var þetta tilkynnt á heimasíðu liðsins í gær.
Auk Guðjóns Vals leika tveir Íslendingar með liðinu, þeir Róbert Gunnarsson og Sverre Jakobsson sem í sumar gekk til liðs við félagið frá Íslandsmeistaraliði Fram. Guðjón Valur er samningsbundinn Gummersbach til loka tímabilsins árið 2009.