Nýju mennirnir björguðu Liverpool 10. ágúst 2006 11:45 craig bellamy Skoraði dýrmætt mark fyrir Liverpool í gær. MYND/nordic photos/afp Fyrrum Evrópumeistarar Liverpool lentu í talsverðum vandræðum á heimavelli í gær er liðið tók á móti ísraelska liðinu Maccabi Haifa. Ísraelsmennirnir voru fyrri til að skora í leiknum eftir slæm varnarmistök hjá Finnanum Sami Hyypiä. Craig Bellamy náði skömmu síðar að jafna metin fyrir Liverpool í sínum fyrsta alvöruleik með liðinu og eftir langar og þungar sóknarlotur í síðari hálfleik tókst Chile-manninum Mark Gonzalez að tryggja þeim ensku sigurinn með marki á 88. mínútu. Þetta var einnig fyrsti stóri leikur Gonzalez með liðinu. Brasilíumaðurinn Gustavo Boccoli skoraði mark Maccabi. Liverpool-menn voru lengi í gang en mark Ísraelsmannanna kom eftir um hálftímaleik. Undir lok hálfleiksins tóku heimamenn völdin á vellinum en máttu sig svo prísa sig sæla að hafa ekki lent aftur marki undir undir miðbik síðari hálfleiksins er Colautti átti skalla rétt framhjá marki Liverpool. Þeir ensku sóttu svo stíft undir lok leiksins og kom markið loks í blálokin. Niðurstaðan því 2-1 sigur en lengi vel leit út fyrir að neyðarlegt jafntefli yrði niðurstaðan á Anfield. Líklegt er að síðari leikur liðanna fari fram í Kænugarði í Úkraínu eftir að forseti Dynamo Kiev gaf óformlegri fyrirspurn ísraelska liðsins jákvætt svar. Knattspyrnusamband Evrópu staðfesti fyrir skömmu að heimaleikur Maccabi Haifa gæti ekki farið fram í Ísrael vegna átakanna í suðurhluta Líbanon. Margir mótmæltu stríðinu fyrir utan Anfield í Liverpool í gærkvöldi. Fjölmargir leikir fóru fram í forkeppni Meistaradeildarinnar í gær og slapp pólska liðið Legia Varsjá ágætlega frá viðureign sinni gegn Shakhtar Donetsk í Úkraínu. FH-banarnir töpuðu leiknum, 1-0. Hamburger SV og Osasuna gerðu markalaust jafntefli í Þýskalandi og þá tapaði FC Köbenhavn fyrir Ajax á heimavelli, 2-1. AC Milan vann 1-0 sigur á Rauðu stjörnunni frá Belgrad í Serbíu og Hearts tapaði á heimavelli, 2-1, fyrir AEK Aþenu. Ein óvæntustu úrslit kvöldsins var 1-0 sigur liðs Salzburg frá Austurríki á Valencia. Íþróttir Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Sjá meira
Fyrrum Evrópumeistarar Liverpool lentu í talsverðum vandræðum á heimavelli í gær er liðið tók á móti ísraelska liðinu Maccabi Haifa. Ísraelsmennirnir voru fyrri til að skora í leiknum eftir slæm varnarmistök hjá Finnanum Sami Hyypiä. Craig Bellamy náði skömmu síðar að jafna metin fyrir Liverpool í sínum fyrsta alvöruleik með liðinu og eftir langar og þungar sóknarlotur í síðari hálfleik tókst Chile-manninum Mark Gonzalez að tryggja þeim ensku sigurinn með marki á 88. mínútu. Þetta var einnig fyrsti stóri leikur Gonzalez með liðinu. Brasilíumaðurinn Gustavo Boccoli skoraði mark Maccabi. Liverpool-menn voru lengi í gang en mark Ísraelsmannanna kom eftir um hálftímaleik. Undir lok hálfleiksins tóku heimamenn völdin á vellinum en máttu sig svo prísa sig sæla að hafa ekki lent aftur marki undir undir miðbik síðari hálfleiksins er Colautti átti skalla rétt framhjá marki Liverpool. Þeir ensku sóttu svo stíft undir lok leiksins og kom markið loks í blálokin. Niðurstaðan því 2-1 sigur en lengi vel leit út fyrir að neyðarlegt jafntefli yrði niðurstaðan á Anfield. Líklegt er að síðari leikur liðanna fari fram í Kænugarði í Úkraínu eftir að forseti Dynamo Kiev gaf óformlegri fyrirspurn ísraelska liðsins jákvætt svar. Knattspyrnusamband Evrópu staðfesti fyrir skömmu að heimaleikur Maccabi Haifa gæti ekki farið fram í Ísrael vegna átakanna í suðurhluta Líbanon. Margir mótmæltu stríðinu fyrir utan Anfield í Liverpool í gærkvöldi. Fjölmargir leikir fóru fram í forkeppni Meistaradeildarinnar í gær og slapp pólska liðið Legia Varsjá ágætlega frá viðureign sinni gegn Shakhtar Donetsk í Úkraínu. FH-banarnir töpuðu leiknum, 1-0. Hamburger SV og Osasuna gerðu markalaust jafntefli í Þýskalandi og þá tapaði FC Köbenhavn fyrir Ajax á heimavelli, 2-1. AC Milan vann 1-0 sigur á Rauðu stjörnunni frá Belgrad í Serbíu og Hearts tapaði á heimavelli, 2-1, fyrir AEK Aþenu. Ein óvæntustu úrslit kvöldsins var 1-0 sigur liðs Salzburg frá Austurríki á Valencia.
Íþróttir Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Sjá meira