Eyjamönnum pakkað saman í Víkinni 11. ágúst 2006 11:00 ÍBV mætti til leiks gegn Víkingi með nýjan þjálfara en Heimir Hallgrímsson tók við skömmu fyrir Þjóðhátíð af Guðlaugi Baldurssyni sem sagði starfi sínu lausu. Þjálfaraskiptin breyttu engu því Eyjamenn sneru tómhentir heim eftir tap, 5-0. Eyjamenn hafa oft átt erfitt uppdráttar í fyrsta leik sínum eftir Þjóðhátíð en þjálfaraskiptin virtust hafa góð áhrif á Eyjapeyjana því þeir byrjuðu leikinn mun betur og sóttu nokkuð grimmt að marki Víkings í upphafi leiks. Mikilvægi leiksins leyndi sér ekki enda léku bæði lið frekar fast en Eyjamenn þó mun fastar. Skilaboðin voru skýr frá ÍBV, það átti ekki að gefa einn einasta bolta í leiknum. Víkingar hristu fljótt af sér slenið og tóku leikinn í sínar hendur, byggðu upp nokkrar ágætar sóknir sem voru flestar stöðvaðar með broti. Lítið kom upp úr föstu leiktatriðunum í kjölfarið. Eyjamenn áttu bestu færi hálfleiksins en Ingvar Kale, markvörður Víkings, stóð vaktina vel og sá við Eyjamönnum í hvert skipti. Lokamínútur fyrri hálfleiksins voru dýrar fyrir Eyjamenn því Arnar Jón kom Víkingi yfir mínútu fyrir hlé eftir sendingu Viktors Bjarka en markið kom upp úr laglegri skyndisókn og var nokkuð gegn gangi leiksins. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks bætti Grétar Sigfinnur við marki með skalla eftir hornspyrnu Arnars Jóns. 2-0 fyrir heimamenn sem voru í vænlegri stöðu en mörkin voru sem blaut tuska í andlit gestanna, sem höfðu leikið betur í hálfleiknum án þess að uppskera nokkurn skapaðan hlut. Síðari hálfleikurinn byrjaði ekki vel hjá ÍBV því eftir aðeins fjórar mínútur átti Andrew Mwesigwa skelfilega sendingu til baka sem fór beint á Víkinginn Viktor Bjarka. Hann þakkaði pent fyrir sig með því að skora laglegt mark með skoti frá vítateigslínu. Víkingar fullkomnuðu síðan martröð Eyjamanna þrem mínútum síðar með enn einu laglega upphlaupinu. Arnar Jón átti eina af mörgum fínum sendingum sínum í leiknum sem rataði beint á kollinn á Viktori Bjarka sem skoraði auðveldlega. Grétar bætti svo við í lokin. Sanngjarn sigur staðreynd. Arnar Jón fór á kostum, skoraði, lagði upp mörk og var sífellt ógnandi rétt eins og Viktor Bjarki. Höskuldur var góður í vörninni og Ingvar mjög öruggur á milli stanganna. Um lið ÍBV er aðeins það að segja að fæst orð bera minnsta ábyrgð. Þeir fara lóðrétt niður ef þeir fara ekki að girða sig í brók en útlitið er orðið ansi dökkt. Íþróttir Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur sigla áfram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Sjá meira
ÍBV mætti til leiks gegn Víkingi með nýjan þjálfara en Heimir Hallgrímsson tók við skömmu fyrir Þjóðhátíð af Guðlaugi Baldurssyni sem sagði starfi sínu lausu. Þjálfaraskiptin breyttu engu því Eyjamenn sneru tómhentir heim eftir tap, 5-0. Eyjamenn hafa oft átt erfitt uppdráttar í fyrsta leik sínum eftir Þjóðhátíð en þjálfaraskiptin virtust hafa góð áhrif á Eyjapeyjana því þeir byrjuðu leikinn mun betur og sóttu nokkuð grimmt að marki Víkings í upphafi leiks. Mikilvægi leiksins leyndi sér ekki enda léku bæði lið frekar fast en Eyjamenn þó mun fastar. Skilaboðin voru skýr frá ÍBV, það átti ekki að gefa einn einasta bolta í leiknum. Víkingar hristu fljótt af sér slenið og tóku leikinn í sínar hendur, byggðu upp nokkrar ágætar sóknir sem voru flestar stöðvaðar með broti. Lítið kom upp úr föstu leiktatriðunum í kjölfarið. Eyjamenn áttu bestu færi hálfleiksins en Ingvar Kale, markvörður Víkings, stóð vaktina vel og sá við Eyjamönnum í hvert skipti. Lokamínútur fyrri hálfleiksins voru dýrar fyrir Eyjamenn því Arnar Jón kom Víkingi yfir mínútu fyrir hlé eftir sendingu Viktors Bjarka en markið kom upp úr laglegri skyndisókn og var nokkuð gegn gangi leiksins. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks bætti Grétar Sigfinnur við marki með skalla eftir hornspyrnu Arnars Jóns. 2-0 fyrir heimamenn sem voru í vænlegri stöðu en mörkin voru sem blaut tuska í andlit gestanna, sem höfðu leikið betur í hálfleiknum án þess að uppskera nokkurn skapaðan hlut. Síðari hálfleikurinn byrjaði ekki vel hjá ÍBV því eftir aðeins fjórar mínútur átti Andrew Mwesigwa skelfilega sendingu til baka sem fór beint á Víkinginn Viktor Bjarka. Hann þakkaði pent fyrir sig með því að skora laglegt mark með skoti frá vítateigslínu. Víkingar fullkomnuðu síðan martröð Eyjamanna þrem mínútum síðar með enn einu laglega upphlaupinu. Arnar Jón átti eina af mörgum fínum sendingum sínum í leiknum sem rataði beint á kollinn á Viktori Bjarka sem skoraði auðveldlega. Grétar bætti svo við í lokin. Sanngjarn sigur staðreynd. Arnar Jón fór á kostum, skoraði, lagði upp mörk og var sífellt ógnandi rétt eins og Viktor Bjarki. Höskuldur var góður í vörninni og Ingvar mjög öruggur á milli stanganna. Um lið ÍBV er aðeins það að segja að fæst orð bera minnsta ábyrgð. Þeir fara lóðrétt niður ef þeir fara ekki að girða sig í brók en útlitið er orðið ansi dökkt.
Íþróttir Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur sigla áfram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Sjá meira