Viðskipti erlent

Ánægður með hagvöxt í Frakklandi

Thierry Breton, fjármálaráðherra Frakklands, er hæstánægður með hagvöxt í landinu.
Thierry Breton, fjármálaráðherra Frakklands, er hæstánægður með hagvöxt í landinu. Mynd/AP

Hagvöxtur í Frakklandi jókst um 1,1 prósent í júní. Landsframleiðsa jókst um 0,5 prósent á fyrsta ársfjórðungi og er búist við að framleiðslan aukist um 1,9 prósent á árinu. Thierry Breton, fjármálaráðherra landsins, er hæstánægður með aukninguna, sem er sú mesta í 20 ár.

Nokkur viðsnúningur hefur verið á frönsku efnahagslífi en ríkisstjórn Dominique de Villepins, forsætisráðherra, hefur haft það á stefnuskrá sinni að auka hagvöxt og minnka atvinnuleysi.

Breska ríkisútvarpið hefur eftir David Naude, hagfræðingi hjá Deutsche Bank, að á fyrsta ársfjórðungi hafi fyrirtæki í Frakklandi haldið að sér höndum og dregið úr eyðslu. Óttast hafi verið að þau myndu endurtaka leikinn á öðrum ársfjórðungi vegna tíðra hækkana á heimsmarkaðsverði á olíu. Hækkanirnar virðast hafa haft tímabundin áhrif á vöxt fyrirtækja því raunin varð önnur á öðrum fjórðungi ársins, að hans sögn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×