Fylkismenn komnir í bullandi fallbaráttuslag 28. ágúst 2006 11:30 sigurmarkið Barry Smith fagnar hér marki sínu í Árbænum. MYND/Anton Fylkismenn eru í miklum vandræðum eftir 0-1 tapleik gegn Valsmönnum á heimavelli í gær. Liðið hefur ekki náð miklu úr síðustu leikjum sínum og af leik liðsins að dæma í gær er það einfaldlega ekki líklegt til frekari afreka á vellinum í haust. Valsmenn einbeittu sér að varnarleiknum í gær og uppskáru dýrmæt þrjú stig. „Við vorum slakir í fyrri hálfleik og komum betur inn í leikinn í seinni hálfleik og stjórnuðum honum að miklu leyti,“ sagði Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis, og var heldur niðurlútur að leik loknum. „Við bara nýttum ekki þau færi sem við fengum í leiknum til að skora mark og er það ekki í fyrsta skiptið í sumar. Við spiluðum ekki vel í dag en við mættum liði sem leggur áherslu á að drepa leikinn niður, hanga til baka og grenja í grasinu. Ég hef aldrei mætt jafn slæmu liði hvað þetta varðar áður. En þeir komust upp með þetta og unnu leikinn. Þetta greinilega virkar fyrir þá,“ sagði Leifur. Það er óvarlega áætlað að segja að leikur Fylkis og Vals hafi verið einn versti leikur sumarsins. Það var hreint með ólíkindum að sjá leikmenn beggja liða framkvæma hvert klúðrið á fætur öðru enda bauð spil og samleikur manna ekki upp á mikið. Síendurteknar háloftasendingar og illa útfært miðjuspil var einkennandi fyrir leikinn sem og klaufagangur sóknarmanna þegar upp að marki andstæðingsins var komið. Átti þetta sérstaklega við um Fylkisliðið. Valsmenn áttu nokkrar ágætar sóknir í leiknum og var Matthías Guðmundsson nærri því að skora í þau skipti. Það var þó varnarmaðurinn Barry Smith sem skoraði eina mark leiksins þegar Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, kýldi boltann beint fyrir framan fætur hans í glórulausu úthlaupi. Smith skoraði í autt markið. Fjalar átti reyndar afleitan dag og var stálheppinn að hafa ekki fengið fleiri mörk á sig og einnig var hann í tvígang afar nálægt því að handleika knöttinn utan vítateigs. Bjarni Halldórsson varamarkvörður átti fína innkomu í síðasta leik Fylkis og hlýtur að gera tilkall til byrjunarliðssætis í næsta leik. Gamli Fylkismaðurinn hinum megin á vellinum, Kjartan Sturluson, steig ekki feilspor í leiknum en það reyndi heldur ekki mikið á hann. Þeir Albert Ingason og Haukur Ingi Guðnason áttu bestu færi heimamanna með skömmu millibili í síðari hálfleik en í bæði skiptin fór boltinn hárfínt fram hjá marki Vals. „Þetta var vinnusigur og afar ljúfur sigur. Nú erum við í 2. sæti og endanlega lausir við fallhættuna. Það er mikill léttir og er mikil gleði í hópnum,“ sagði Matthías Guðmundsson Valsari. „Deildin býður upp á svona leiki enda spennan mikil í neðri hluta deildarinnar. Núna ætlum við að berjast fyrir því að halda 2. sætinu.“ „Við þurfum á sigrinum að halda og var ég að vonast til að hann hefði komið í dag,“ sagði Leifur. „Við erum enn í fallhættu og þurfum við að gera okkur betur grein fyrir því.“ Íþróttir Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira
Fylkismenn eru í miklum vandræðum eftir 0-1 tapleik gegn Valsmönnum á heimavelli í gær. Liðið hefur ekki náð miklu úr síðustu leikjum sínum og af leik liðsins að dæma í gær er það einfaldlega ekki líklegt til frekari afreka á vellinum í haust. Valsmenn einbeittu sér að varnarleiknum í gær og uppskáru dýrmæt þrjú stig. „Við vorum slakir í fyrri hálfleik og komum betur inn í leikinn í seinni hálfleik og stjórnuðum honum að miklu leyti,“ sagði Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis, og var heldur niðurlútur að leik loknum. „Við bara nýttum ekki þau færi sem við fengum í leiknum til að skora mark og er það ekki í fyrsta skiptið í sumar. Við spiluðum ekki vel í dag en við mættum liði sem leggur áherslu á að drepa leikinn niður, hanga til baka og grenja í grasinu. Ég hef aldrei mætt jafn slæmu liði hvað þetta varðar áður. En þeir komust upp með þetta og unnu leikinn. Þetta greinilega virkar fyrir þá,“ sagði Leifur. Það er óvarlega áætlað að segja að leikur Fylkis og Vals hafi verið einn versti leikur sumarsins. Það var hreint með ólíkindum að sjá leikmenn beggja liða framkvæma hvert klúðrið á fætur öðru enda bauð spil og samleikur manna ekki upp á mikið. Síendurteknar háloftasendingar og illa útfært miðjuspil var einkennandi fyrir leikinn sem og klaufagangur sóknarmanna þegar upp að marki andstæðingsins var komið. Átti þetta sérstaklega við um Fylkisliðið. Valsmenn áttu nokkrar ágætar sóknir í leiknum og var Matthías Guðmundsson nærri því að skora í þau skipti. Það var þó varnarmaðurinn Barry Smith sem skoraði eina mark leiksins þegar Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, kýldi boltann beint fyrir framan fætur hans í glórulausu úthlaupi. Smith skoraði í autt markið. Fjalar átti reyndar afleitan dag og var stálheppinn að hafa ekki fengið fleiri mörk á sig og einnig var hann í tvígang afar nálægt því að handleika knöttinn utan vítateigs. Bjarni Halldórsson varamarkvörður átti fína innkomu í síðasta leik Fylkis og hlýtur að gera tilkall til byrjunarliðssætis í næsta leik. Gamli Fylkismaðurinn hinum megin á vellinum, Kjartan Sturluson, steig ekki feilspor í leiknum en það reyndi heldur ekki mikið á hann. Þeir Albert Ingason og Haukur Ingi Guðnason áttu bestu færi heimamanna með skömmu millibili í síðari hálfleik en í bæði skiptin fór boltinn hárfínt fram hjá marki Vals. „Þetta var vinnusigur og afar ljúfur sigur. Nú erum við í 2. sæti og endanlega lausir við fallhættuna. Það er mikill léttir og er mikil gleði í hópnum,“ sagði Matthías Guðmundsson Valsari. „Deildin býður upp á svona leiki enda spennan mikil í neðri hluta deildarinnar. Núna ætlum við að berjast fyrir því að halda 2. sætinu.“ „Við þurfum á sigrinum að halda og var ég að vonast til að hann hefði komið í dag,“ sagði Leifur. „Við erum enn í fallhættu og þurfum við að gera okkur betur grein fyrir því.“
Íþróttir Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira