Hélt ég myndi aldrei losna við meiðslin 30. ágúst 2006 00:01 Sölvi Geir Ottesen Sölvi Geir Ottesen knattspyrnumaður var heldur óvænt í byrjunarliði Svíþjóðarmeistara Djurgården þegar liðið mætti Hammarby í leik í sænsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld. Hann er nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum þar sem hann sleit krossbönd í hné en reyndar hefur hann nánast sleitulaust verið meiddur síðan hann gekk til liðs við félagið fyrir rúmum tveimur árum síðan. En fyrsti leikur Sölva var skrautlegur í meira lagi þar sem flauta þurfti leikinn af eftir 55 mínútna leik. "Þarna trylltust stuðningsmenn Hammarby eftir að við höfðum pakkað þeim saman í fyrri hálfleik," sagði Sölvi við Fréttablaðið en staðan í leiknum var þá orðin 3-0 fyrir Djurgården. "Þetta var reyndar ekki í fyrsta sinn sem ég er í byrjunarliðinu en í fyrsta sinn á þessu tímabili. Ég hef reyndar verið nánast alltaf meiddur síðan ég kom til félagsins og hef aldrei náð að koma mér í almennilegt form nema í smá tíma í fyrra þegar ég náði að vinna mér sæti í landsliðinu. En þá gekk liðinu svo vel að það var erfitt að ætla að breyta því eitthvað." Sölvi hafði fyrir leikinn spilað einn og hálfan leik með varaliði félagsins en hann fékk tækifæri í aðalliðinu þar sem einn miðvörður liðsins reif nýverið liðþófa. "Það opnaði pláss fyrir mig í liðinu og býst ég ekki við öðru en ég haldi mínu sæti í einhvern tíma. Það var gott að halda hreinu í leiknum og mjög gott að ná að skora þrisvar í leiknum því okkur hefur ekki gengið vel í sumar. Ég kem svo núna heim og spila með U-21 landsliðinu. Þetta er því allt að byrja að rúlla hjá mér á nýjan leik." Sölvi segir að þrátt fyrir meiðslin hafi hann aldrei hugleitt að koma aftur heim. "Maður fer þó ósjálfrátt að hugsa hvort maður verði einn af þessum leikmönnum sem eru alltaf meiddir. En nú fær maður tækifæri til að reyna að ná sínum markmiðum." Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Fleiri fréttir „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira
Sölvi Geir Ottesen knattspyrnumaður var heldur óvænt í byrjunarliði Svíþjóðarmeistara Djurgården þegar liðið mætti Hammarby í leik í sænsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld. Hann er nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum þar sem hann sleit krossbönd í hné en reyndar hefur hann nánast sleitulaust verið meiddur síðan hann gekk til liðs við félagið fyrir rúmum tveimur árum síðan. En fyrsti leikur Sölva var skrautlegur í meira lagi þar sem flauta þurfti leikinn af eftir 55 mínútna leik. "Þarna trylltust stuðningsmenn Hammarby eftir að við höfðum pakkað þeim saman í fyrri hálfleik," sagði Sölvi við Fréttablaðið en staðan í leiknum var þá orðin 3-0 fyrir Djurgården. "Þetta var reyndar ekki í fyrsta sinn sem ég er í byrjunarliðinu en í fyrsta sinn á þessu tímabili. Ég hef reyndar verið nánast alltaf meiddur síðan ég kom til félagsins og hef aldrei náð að koma mér í almennilegt form nema í smá tíma í fyrra þegar ég náði að vinna mér sæti í landsliðinu. En þá gekk liðinu svo vel að það var erfitt að ætla að breyta því eitthvað." Sölvi hafði fyrir leikinn spilað einn og hálfan leik með varaliði félagsins en hann fékk tækifæri í aðalliðinu þar sem einn miðvörður liðsins reif nýverið liðþófa. "Það opnaði pláss fyrir mig í liðinu og býst ég ekki við öðru en ég haldi mínu sæti í einhvern tíma. Það var gott að halda hreinu í leiknum og mjög gott að ná að skora þrisvar í leiknum því okkur hefur ekki gengið vel í sumar. Ég kem svo núna heim og spila með U-21 landsliðinu. Þetta er því allt að byrja að rúlla hjá mér á nýjan leik." Sölvi segir að þrátt fyrir meiðslin hafi hann aldrei hugleitt að koma aftur heim. "Maður fer þó ósjálfrátt að hugsa hvort maður verði einn af þessum leikmönnum sem eru alltaf meiddir. En nú fær maður tækifæri til að reyna að ná sínum markmiðum."
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Fleiri fréttir „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira