Hélt ég myndi aldrei losna við meiðslin 30. ágúst 2006 00:01 Sölvi Geir Ottesen Sölvi Geir Ottesen knattspyrnumaður var heldur óvænt í byrjunarliði Svíþjóðarmeistara Djurgården þegar liðið mætti Hammarby í leik í sænsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld. Hann er nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum þar sem hann sleit krossbönd í hné en reyndar hefur hann nánast sleitulaust verið meiddur síðan hann gekk til liðs við félagið fyrir rúmum tveimur árum síðan. En fyrsti leikur Sölva var skrautlegur í meira lagi þar sem flauta þurfti leikinn af eftir 55 mínútna leik. "Þarna trylltust stuðningsmenn Hammarby eftir að við höfðum pakkað þeim saman í fyrri hálfleik," sagði Sölvi við Fréttablaðið en staðan í leiknum var þá orðin 3-0 fyrir Djurgården. "Þetta var reyndar ekki í fyrsta sinn sem ég er í byrjunarliðinu en í fyrsta sinn á þessu tímabili. Ég hef reyndar verið nánast alltaf meiddur síðan ég kom til félagsins og hef aldrei náð að koma mér í almennilegt form nema í smá tíma í fyrra þegar ég náði að vinna mér sæti í landsliðinu. En þá gekk liðinu svo vel að það var erfitt að ætla að breyta því eitthvað." Sölvi hafði fyrir leikinn spilað einn og hálfan leik með varaliði félagsins en hann fékk tækifæri í aðalliðinu þar sem einn miðvörður liðsins reif nýverið liðþófa. "Það opnaði pláss fyrir mig í liðinu og býst ég ekki við öðru en ég haldi mínu sæti í einhvern tíma. Það var gott að halda hreinu í leiknum og mjög gott að ná að skora þrisvar í leiknum því okkur hefur ekki gengið vel í sumar. Ég kem svo núna heim og spila með U-21 landsliðinu. Þetta er því allt að byrja að rúlla hjá mér á nýjan leik." Sölvi segir að þrátt fyrir meiðslin hafi hann aldrei hugleitt að koma aftur heim. "Maður fer þó ósjálfrátt að hugsa hvort maður verði einn af þessum leikmönnum sem eru alltaf meiddir. En nú fær maður tækifæri til að reyna að ná sínum markmiðum." Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Sölvi Geir Ottesen knattspyrnumaður var heldur óvænt í byrjunarliði Svíþjóðarmeistara Djurgården þegar liðið mætti Hammarby í leik í sænsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld. Hann er nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum þar sem hann sleit krossbönd í hné en reyndar hefur hann nánast sleitulaust verið meiddur síðan hann gekk til liðs við félagið fyrir rúmum tveimur árum síðan. En fyrsti leikur Sölva var skrautlegur í meira lagi þar sem flauta þurfti leikinn af eftir 55 mínútna leik. "Þarna trylltust stuðningsmenn Hammarby eftir að við höfðum pakkað þeim saman í fyrri hálfleik," sagði Sölvi við Fréttablaðið en staðan í leiknum var þá orðin 3-0 fyrir Djurgården. "Þetta var reyndar ekki í fyrsta sinn sem ég er í byrjunarliðinu en í fyrsta sinn á þessu tímabili. Ég hef reyndar verið nánast alltaf meiddur síðan ég kom til félagsins og hef aldrei náð að koma mér í almennilegt form nema í smá tíma í fyrra þegar ég náði að vinna mér sæti í landsliðinu. En þá gekk liðinu svo vel að það var erfitt að ætla að breyta því eitthvað." Sölvi hafði fyrir leikinn spilað einn og hálfan leik með varaliði félagsins en hann fékk tækifæri í aðalliðinu þar sem einn miðvörður liðsins reif nýverið liðþófa. "Það opnaði pláss fyrir mig í liðinu og býst ég ekki við öðru en ég haldi mínu sæti í einhvern tíma. Það var gott að halda hreinu í leiknum og mjög gott að ná að skora þrisvar í leiknum því okkur hefur ekki gengið vel í sumar. Ég kem svo núna heim og spila með U-21 landsliðinu. Þetta er því allt að byrja að rúlla hjá mér á nýjan leik." Sölvi segir að þrátt fyrir meiðslin hafi hann aldrei hugleitt að koma aftur heim. "Maður fer þó ósjálfrátt að hugsa hvort maður verði einn af þessum leikmönnum sem eru alltaf meiddir. En nú fær maður tækifæri til að reyna að ná sínum markmiðum."
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira