Ábyrgð einstaklinganna 30. ágúst 2006 00:01 Í dag rennur út frestur Eimskipafélags Íslands til að skila inn andmælum við niðurstöðum rannsóknar samkeppnisyfirvalda á meintum brotum félagsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hyggst Samkeppniseftirlitið sekta Eimskipafélagið um einn milljarð króna fyrir undirboð og misnotkun á markaðsráðandi stöðu í sjóflutningum. Vandamálið er að núverandi eigendur og stjórnendur félagsins telja málið ekki koma sér við þar sem meint brot voru framin 2002 og fyrr, en síðan þá hefur félagið skipt oftar en einu sinni um eigendur og stjórnendur, rétt eins og Baldur Guðnason, núverandi forstjóri Eimskipafélagsins, benti á í viðtali við Fréttablaðið fyrr í mánuðinum. Hvar liggur ábyrgðin? er því þúsund milljóna króna spurningin sem dómstólar munu væntanlega þurfa að svara. Og sú spurning leiðir aftur hugann að því hvort einhverjir einstaklingar, og þá hverjir, muni sæta ábyrgð og refsingum þegar málsókn vegna verðsamráðs olíufélaganna verður loks til lykta leidd. Fyrir liggur að samkeppnisyfirvöld sektuðu olíufélögin samanlagt um 1,5 milljarða króna en ekki er enn ljóst hvernig málatilbúnaðurinn verður af hálfu Ríkissaksóknara. Mun það væntanlega skýrast fyrir lok október, tæpum fimm árum eftir að samkeppnisyfirvöld hófu rannsókn sína. Óneitanlega var einkennilegt að lesa á dögunum hér í blaðinu þau orð Helga Magnúsar Gunnarssonar lögfræðings, sem fer með málið hjá Ríkissaksóknara, að í nágrannalöndum okkar séu ¿ekki fordæmi fyrir því að einstaklingar séu sóttir til saka vegna brota af þessu tagi, heldur eru það alltaf fyrirtækin sjálf,¿ eins og hann orðaði það áður en hann sló þann varnagla að ekki lægi enn fyrir niðurstaða í málinu. Það er engu líkara en fulltrúi Ríkissaksóknara sé með þessum orðum að undirbúa að í haust, eftir jóðsótt fjallsins, muni fæðast lítil mús. Það er að segja að möguleiki sé á því að þeir menn sem af óvenju einbeittum og ósvífnum brotavilja stýrðu olíusvindlinu geti sloppið. Athugið í því sambandi að svindl olíufélaganna þriggja teygði sig um allt samfélagið, til einkafyrirtækja, alls almennings og fyrirtækja í eigu ríkis og sveitarfélaga. Þannig ræddu forstórarnir sín á milli allt frá því hvort opna ætti sjálfsafgreiðslubensínstöð á Höfn til þess hvort ekki væri "þörf á að hækka smurolíu" svo vitnað sé í eitt af minnisblöðum Kristins Björnssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs. Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, benti á sínum tíma á að til lítils væri að sekta olíufélögin því þau myndu velta sektunum út í verðlagið og neytendur borguðu brúsann. Vissulega er málið ekki alveg svo einfalt, en erfitt er að sjá að fælingarmáttur fjársekta sé í raun mikill, sérstaklega ef ávinningur af verðsamráði getur verið hærri en sektirnar. Samfélagið hlýtur að gera kröfu um að stjórnendur fyrirtækja sæti refsingum ef þeir verða uppvísir að ólöglegu verðsamráði. Ef sú er ekki raunin í nágrannalöndum okkar, eins og fulltrúi Ríkissaksóknara taldi ástæðu til að minnast á, má benda honum á að horfa frekar vestur um haf en austur. Eitt dæmi er mál æðstu yfirmanna uppboðsfyrirtækjanna Sotheby¿s og Christie¿s, sem voru staðnir að verðsamráði og hlutu fyrir vikið nokkurra ára fangavist árið 2001. Og verslunarvörur þeirra voru dýrir listmunir og antíkhúsgögn, ekki nauðsynjavara á borð við eldsneyti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun
Í dag rennur út frestur Eimskipafélags Íslands til að skila inn andmælum við niðurstöðum rannsóknar samkeppnisyfirvalda á meintum brotum félagsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hyggst Samkeppniseftirlitið sekta Eimskipafélagið um einn milljarð króna fyrir undirboð og misnotkun á markaðsráðandi stöðu í sjóflutningum. Vandamálið er að núverandi eigendur og stjórnendur félagsins telja málið ekki koma sér við þar sem meint brot voru framin 2002 og fyrr, en síðan þá hefur félagið skipt oftar en einu sinni um eigendur og stjórnendur, rétt eins og Baldur Guðnason, núverandi forstjóri Eimskipafélagsins, benti á í viðtali við Fréttablaðið fyrr í mánuðinum. Hvar liggur ábyrgðin? er því þúsund milljóna króna spurningin sem dómstólar munu væntanlega þurfa að svara. Og sú spurning leiðir aftur hugann að því hvort einhverjir einstaklingar, og þá hverjir, muni sæta ábyrgð og refsingum þegar málsókn vegna verðsamráðs olíufélaganna verður loks til lykta leidd. Fyrir liggur að samkeppnisyfirvöld sektuðu olíufélögin samanlagt um 1,5 milljarða króna en ekki er enn ljóst hvernig málatilbúnaðurinn verður af hálfu Ríkissaksóknara. Mun það væntanlega skýrast fyrir lok október, tæpum fimm árum eftir að samkeppnisyfirvöld hófu rannsókn sína. Óneitanlega var einkennilegt að lesa á dögunum hér í blaðinu þau orð Helga Magnúsar Gunnarssonar lögfræðings, sem fer með málið hjá Ríkissaksóknara, að í nágrannalöndum okkar séu ¿ekki fordæmi fyrir því að einstaklingar séu sóttir til saka vegna brota af þessu tagi, heldur eru það alltaf fyrirtækin sjálf,¿ eins og hann orðaði það áður en hann sló þann varnagla að ekki lægi enn fyrir niðurstaða í málinu. Það er engu líkara en fulltrúi Ríkissaksóknara sé með þessum orðum að undirbúa að í haust, eftir jóðsótt fjallsins, muni fæðast lítil mús. Það er að segja að möguleiki sé á því að þeir menn sem af óvenju einbeittum og ósvífnum brotavilja stýrðu olíusvindlinu geti sloppið. Athugið í því sambandi að svindl olíufélaganna þriggja teygði sig um allt samfélagið, til einkafyrirtækja, alls almennings og fyrirtækja í eigu ríkis og sveitarfélaga. Þannig ræddu forstórarnir sín á milli allt frá því hvort opna ætti sjálfsafgreiðslubensínstöð á Höfn til þess hvort ekki væri "þörf á að hækka smurolíu" svo vitnað sé í eitt af minnisblöðum Kristins Björnssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs. Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, benti á sínum tíma á að til lítils væri að sekta olíufélögin því þau myndu velta sektunum út í verðlagið og neytendur borguðu brúsann. Vissulega er málið ekki alveg svo einfalt, en erfitt er að sjá að fælingarmáttur fjársekta sé í raun mikill, sérstaklega ef ávinningur af verðsamráði getur verið hærri en sektirnar. Samfélagið hlýtur að gera kröfu um að stjórnendur fyrirtækja sæti refsingum ef þeir verða uppvísir að ólöglegu verðsamráði. Ef sú er ekki raunin í nágrannalöndum okkar, eins og fulltrúi Ríkissaksóknara taldi ástæðu til að minnast á, má benda honum á að horfa frekar vestur um haf en austur. Eitt dæmi er mál æðstu yfirmanna uppboðsfyrirtækjanna Sotheby¿s og Christie¿s, sem voru staðnir að verðsamráði og hlutu fyrir vikið nokkurra ára fangavist árið 2001. Og verslunarvörur þeirra voru dýrir listmunir og antíkhúsgögn, ekki nauðsynjavara á borð við eldsneyti.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun