Eftirlitssveitin lýsir ekki yfir stríði 7. september 2006 06:45 Liðsmaður sérsveitar stjórnarhersins Þessi hermaður fylgist sérstaklega með hjólhestum, en þeir eru vinsæl flutningatæki fyrir sprengjur og önnur vopn. MYND/photos/afp Norræna eftirlitssveitin, SLMM, mun ekki bregðast við beiðni Tamílatígra síðan á mánudaginn, en hún var þess efnis að skorið yrði úr um hvort eiginlegt stríð væri hafið á eyjunni og hvort vopnahléssamningurinn væri fallinn úr gildi. Þorfinnur Ómarsson, talsmaður SLMM, sagði í viðtali við Fréttablaðið að það væri ekki í verkahring SLMM að rifta friðarsamningum. "Til að vopnahléið falli úr gildi þarf annaðhvort ríkisstjórn Srí Lanka eða Tamílatígrarnir að senda skriflega yfirlýsingu þess efnis til norsku ríkisstjórnarinnar. Norska ríkisstjórnin, sem fer með forræði í friðarferlinu, gæti einnig ákveðið að pakka saman og hætta þessu, en það gerum við ekki." Eftirlitssveitin mun hins vegar senda frá sér á næstu dögum ályktun um hvort ákvæði vopnahléssamningsins hafi verið brotin þegar árásin á vatnsveituna var gerð í síðasta mánuði, en hún tengist núverandi átökum við Sampur. Tamílatígrarnir sögðu í gær á fundi við norska sendiherrann að ef þeim yrði ekki skilað Sampur-svæðinu aftur myndu þeir líta á það sem stríðsyfirlýsingu frá stjórnarhernum. Þorfinnur segir að ef stríð brjótist út og samningnum verði sagt upp með formlegum hætti, njóti SLMM tveggja vikna friðhelgi til að yfirgefa eyjuna. "En ég sé það ekki í stöðunni, ég held að enginn sé að fara að segja þessum samningi upp, báðir aðilar hafa það mikinn hag af honum," sagði Þorfinnur í gær. Erlent Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira
Norræna eftirlitssveitin, SLMM, mun ekki bregðast við beiðni Tamílatígra síðan á mánudaginn, en hún var þess efnis að skorið yrði úr um hvort eiginlegt stríð væri hafið á eyjunni og hvort vopnahléssamningurinn væri fallinn úr gildi. Þorfinnur Ómarsson, talsmaður SLMM, sagði í viðtali við Fréttablaðið að það væri ekki í verkahring SLMM að rifta friðarsamningum. "Til að vopnahléið falli úr gildi þarf annaðhvort ríkisstjórn Srí Lanka eða Tamílatígrarnir að senda skriflega yfirlýsingu þess efnis til norsku ríkisstjórnarinnar. Norska ríkisstjórnin, sem fer með forræði í friðarferlinu, gæti einnig ákveðið að pakka saman og hætta þessu, en það gerum við ekki." Eftirlitssveitin mun hins vegar senda frá sér á næstu dögum ályktun um hvort ákvæði vopnahléssamningsins hafi verið brotin þegar árásin á vatnsveituna var gerð í síðasta mánuði, en hún tengist núverandi átökum við Sampur. Tamílatígrarnir sögðu í gær á fundi við norska sendiherrann að ef þeim yrði ekki skilað Sampur-svæðinu aftur myndu þeir líta á það sem stríðsyfirlýsingu frá stjórnarhernum. Þorfinnur segir að ef stríð brjótist út og samningnum verði sagt upp með formlegum hætti, njóti SLMM tveggja vikna friðhelgi til að yfirgefa eyjuna. "En ég sé það ekki í stöðunni, ég held að enginn sé að fara að segja þessum samningi upp, báðir aðilar hafa það mikinn hag af honum," sagði Þorfinnur í gær.
Erlent Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira