Í gær kom til Akureyrar litháíska skyttan Dmitrij Afanasjev en hann mun vera til reynslu hjá félaginu næstu daga og einnig mun hann leika með liðinu á Sjallamótinu um helgina. Afanasjev er 22 ára gamall og er örvhent skytta. Hann er rúmir 190 sentimetrar á hæð. Hann skoraði rúmlega fimm mörk í leik í litháísku deildinni síðasta vetur og kom ekkert þeirra af vítalínunni. Lið hans endaði í fjórða sæti deildarinnar.
Afanasjev ætti að vita nokkurn veginn hvað bíður hans hér á landi því hann lék með Gilkauskas Gintas, fyrrum leikmanni Aftureldingar, og Dmitrij Bezuyeskui, fyrrum leikmanni Þórs, á síðasta ári.