ÍBV fellur og fjögur önnur lið eru í hættu 10. september 2006 11:00 Ólíkt hlutskipti. Baldur Aðalsteinsson úr Val tæklar hér Fylkismanninn Arnar Þór Úlfarsson en Kristinn Hafliðason fylgist með. Valur er í baráttu um Evrópusæti en Fylkismenn eru enn í talsverðri fallhættu. MYND/Anton Brink Í dag hefst 16. umferð Landsbankadeildar karla með fjórum leikjum. FH getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri gegn ÍBV í Vestmannaeyjum og Ólafur Þórðarson, sem spáir í spilin fyrir Fréttablaðið í dag, býst ekki við öðru. „Þeir tryggja sér titilinn í þessum leik. Ég held að það sé ekki spurning,“ sagði Ólafur. Augu margra munu þó sjálfsagt beinast að fallbaráttunni sem er gríðarlega spennandi. ÍBV er á botninum og segir Ólafur að örlög liðsins séu nánast ráðin. „ÍBV er svo gott sem fallið. En ég tel að fjögur lið séu svo í mikilli fallhættu en þetta eru Fylkir, Grindavík, Breiðablik og ÍA. Þarna munar ekki nema tveimur stigum á liðunum.“ Tvö þessara liða munu mætast innbyrðist í dag er Breiðablik tekur á móti gamla liði Ólafs, ÍA. „Þetta er vitaskuld afar mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Ég var búinn að spá honum jafntefli og held mig við það.“ Hin liðin, Fylkir og Grindavík, eiga mjög erfiða útileiki fyrir höndum en Fylkir fer til Keflavíkur í dag og á morgun tekur Valur á móti Grindvíkingum. „Þetta verður mjög erfitt fyrir bæði Fylki og Grindavík. Keflavík hefur staðið sig mjög vel, leikmennirnir eru fullir sjálfstrausts og komnir í bikarúrslit. Valur er á góðu róli og vill sjálfsagt tryggja sér annað sætið í deildinni,“ sagði Ólafur. Þá mætast Víkingur og KR einnig í dag en fyrrnefnda liðið vill sjálfsagt fá nokkur stig til viðbótar til að gulltryggja veru sína í deildinni. „Víkingar eru með mikið baráttulið og bæði lið hafa sjálfsagt áhuga á að styrkja stöðu sína í efri hluta deildarinnar.“ Ólafur sagði á almennum nótum að botnbaráttan hafi komið sér mest á óvart í sumar. „Ég reiknaði fyrirfram ekki með því að jafn mörg lið og raunin er yrðu í hættu undir lok mótsins. Staðan á toppnum hefur verið svipuð og búist var við enda FH eina liðið sem hefur verið stöðugt í sumar. Það var fyrst þegar þeir voru nánast búnir að tryggja sér titilinn að þeir fóru að misstíga sig. Þá hefur það einnig verið mjög athyglisvert að öðrum liðum sem var spáð í toppbaráttuna hefur ekki tekist að fylgja eftir þeim væntingum,“ sagði Ólafur. Leikir dagsins hefjast kl. 14 en Valur mætir Grindavík kl. 20 annað kvöld og er leikurinn í beinni útsendingu á Sýn. Viðureign Breiðabliks og ÍA í dag er sömuleiðis í beinni útsendingu á sömu stöð. Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Fleiri fréttir Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Í dag hefst 16. umferð Landsbankadeildar karla með fjórum leikjum. FH getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri gegn ÍBV í Vestmannaeyjum og Ólafur Þórðarson, sem spáir í spilin fyrir Fréttablaðið í dag, býst ekki við öðru. „Þeir tryggja sér titilinn í þessum leik. Ég held að það sé ekki spurning,“ sagði Ólafur. Augu margra munu þó sjálfsagt beinast að fallbaráttunni sem er gríðarlega spennandi. ÍBV er á botninum og segir Ólafur að örlög liðsins séu nánast ráðin. „ÍBV er svo gott sem fallið. En ég tel að fjögur lið séu svo í mikilli fallhættu en þetta eru Fylkir, Grindavík, Breiðablik og ÍA. Þarna munar ekki nema tveimur stigum á liðunum.“ Tvö þessara liða munu mætast innbyrðist í dag er Breiðablik tekur á móti gamla liði Ólafs, ÍA. „Þetta er vitaskuld afar mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Ég var búinn að spá honum jafntefli og held mig við það.“ Hin liðin, Fylkir og Grindavík, eiga mjög erfiða útileiki fyrir höndum en Fylkir fer til Keflavíkur í dag og á morgun tekur Valur á móti Grindvíkingum. „Þetta verður mjög erfitt fyrir bæði Fylki og Grindavík. Keflavík hefur staðið sig mjög vel, leikmennirnir eru fullir sjálfstrausts og komnir í bikarúrslit. Valur er á góðu róli og vill sjálfsagt tryggja sér annað sætið í deildinni,“ sagði Ólafur. Þá mætast Víkingur og KR einnig í dag en fyrrnefnda liðið vill sjálfsagt fá nokkur stig til viðbótar til að gulltryggja veru sína í deildinni. „Víkingar eru með mikið baráttulið og bæði lið hafa sjálfsagt áhuga á að styrkja stöðu sína í efri hluta deildarinnar.“ Ólafur sagði á almennum nótum að botnbaráttan hafi komið sér mest á óvart í sumar. „Ég reiknaði fyrirfram ekki með því að jafn mörg lið og raunin er yrðu í hættu undir lok mótsins. Staðan á toppnum hefur verið svipuð og búist var við enda FH eina liðið sem hefur verið stöðugt í sumar. Það var fyrst þegar þeir voru nánast búnir að tryggja sér titilinn að þeir fóru að misstíga sig. Þá hefur það einnig verið mjög athyglisvert að öðrum liðum sem var spáð í toppbaráttuna hefur ekki tekist að fylgja eftir þeim væntingum,“ sagði Ólafur. Leikir dagsins hefjast kl. 14 en Valur mætir Grindavík kl. 20 annað kvöld og er leikurinn í beinni útsendingu á Sýn. Viðureign Breiðabliks og ÍA í dag er sömuleiðis í beinni útsendingu á sömu stöð.
Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Fleiri fréttir Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira