Ferðamálaráð Kaupmannahafnar hyggst hrinda af stað átaki til að fjölga einhleypum ferðamönnum í borginni. Segir talsmaður ráðsins í viðtali við Politiken í gær að einhleypt fólk ferðist minna en þeir sem eru lofaðir, þar sem þeir hafi engan til að upplifa ferðalagið með.
Því sé ætlunin að bjóða þessum hópi upp á sérsniðna dagskrá þar sem það fær tækifæri til að njóta borgarinnar í félagi við aðra einhleypa.