Paul Wolfowitz, forstjóri Alþjóðabankans, telur nauðsynlegt að stjórnvöld, fyrirtæki og fjármálastofnanir sameinist í baráttunni gegn spillingu til að binda endi á fátækt og óstöðugleika.
Þetta sagði hann verða meginmarkmið þróunarnefndar bankans, sem fundar í dag. Wolfowitz hefur verið gagnrýndur fyrir að refsa íbúum fátækra ríkja vegna spillingar stjórnvalda þeirra.