Til hamingju, Magni 19. september 2006 00:01 Þegar þessi orð eru skrifuð er múgur og margmenni í Smáralind að taka á móti Magna, rokkstjörnunni okkar. Giskað er á átta þúsund manns og líklega á sú tala eftir að hækka. Tilsýndar í sjónvarpi ber mest á börnum og unglingum en í aðdáendahópnum er hinsvegar fólk á öllum aldri, af báðum kynjum og úr öllum stéttum. Æ stærri hluti þjóðarinnar hefur fylgst með öllum þáttunum, vakað fram á nótt og setið sveittur við kosningar, ýmist á neti eða í síma. Konur og karlar, stelpur og strákar hafa mætt í vinnu og skóla með bauga undir augum að undanförnu og veðrið hefur verið víkjandi umræðuefni á mannamótum því allir hafa skoðun og áhuga á Supernóvu ævintýrinu. Vafalaust hefur þetta komið niður á vinnuafköstum okkar þessar vikur og mánuði en kannski minna en ætla mætti því margir hafa verið í sumarfríi. Og þótt einhverjir hafi kannski verið svolítið þreyttir um miðbik vikunnar kemur það ekki að sök því slík þjóðareining eflir andann og hvetur okkur öll til dáða. Það er gott að leggja argaþrasið til hliðar um tíma og sameinast um markmið og hlýjar hugsanir. Það skiptir ekki minnstu máli að Magni hefur sýnt og sannað að hann er góð fyrirmynd, traustur fjölskyldumaður og vel jarðtengdur. Ég hef reyndar átt því láni að fagna að kynnast allmörgum Borgfirðingum og mér hefur alltaf virst þeir allir vel jarðtengdir enda ekki amalegt að tengjast náttúru eins og er á Borgarfirði, þar sem sveit og þorp eru umkringd einum fallegustu fjöllum Íslands, fjöllum eins og Staðarfjallinu og Hvítserki að ónefndum Dyrfjöllum og er þá fátt eitt talið. Slíkt umhverfi hlýtur að ala af sér gott og traust fólk. Þá skiptir vafalaust ekki síður máli að í litlum samfélögum fá allir tækifæri til að spreyta sig á ólíkum verkefnum, allir eru mikilvægir og skólakrakkar í fámennum grunnskólum í litlum þorpum eflast og styrkjast við þátttöku í fjölbreyttum menningarviðburðum, atvinnulífi og mannlífi öllu. Það hefur verið ákaflega skemmtilegt að fylgjast með stráknum frá Borgarfirði eystra taka þátt í undarlegu ævintýri í útlöndum. Áhuga þjóðarinnar var nokkuð stillt í hóf framan af en eftir því sem leið á ævintýrið fylltumst við öll gríðarlegu stolti, sem hefur vaxið með hverri vikunni. Það er alveg óþarfi að leggjast í djúpar pælingar um þjóðarsálina í þessu samhengi. Strákurinn hefur einfaldlega staðið sig vel, jafnt sem tónlistarmaður og maður og við höfum haft ástæðu til að vera stolt af honum. Fyrst og síðast hafa áhorfendur og aðdáendur glaðst yfir einlægri og kurteisri framkomu, látleysi hans og jafnaðargeði. Svona ævintýri reynir á og örugglega auðveldara að missa tökin á sjálfum sér en halda þeim. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir Magna og fjölskylduna hans að koma beint úr hringiðunni ytra og langri flugferð inn í Smáralindina þar sem stór hópur æpandi aðdáenda beið en ekkert virðist geta raskað ró þeirra. Landkynning þessa ævintýris virðist hafa verið talsverð. Íslenskir aðdáendur Magna hafa þýtt íslenska umfjöllun um þáttinn yfir á netsíður og erlendir lesendur þeirra eru fullir þakklætis, áhuga á Íslandi og jafnvel áhuga á því að læra íslenska tungu svo þeir geti skilið það sem sagt er. Mamma Magna fær góðar kveðjur og þakkir frá netverjum fyrir gott uppeldi og Eyrún nýtur bæði aðdáunar og öfundar. Svona mætti áfram telja og ekkert lát hefur verið á netskrifum um Magna og frammistöðu hans þótt nokkrir dagar séu liðnir frá lokum þáttaraðarinnar. Nú verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu. Hljómsveitin Á móti sól hefur stækkað aðdáendahóp sinn umtalsvert, fyrst og fremst innanlands en einnig að einhverju leyti erlendis, og vafalaust gefast mörg tækifæri til að nýta þennan meðbyr, sem að sumu leyti var óvæntur. Við höfum öll eignað okkur Magna og munum fylgjast með honum af auknum áhuga næstu vikur, mánuði og jafnvel ár. Til hamingju Magni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Rósa Þórðardóttir Skoðanir Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun
Þegar þessi orð eru skrifuð er múgur og margmenni í Smáralind að taka á móti Magna, rokkstjörnunni okkar. Giskað er á átta þúsund manns og líklega á sú tala eftir að hækka. Tilsýndar í sjónvarpi ber mest á börnum og unglingum en í aðdáendahópnum er hinsvegar fólk á öllum aldri, af báðum kynjum og úr öllum stéttum. Æ stærri hluti þjóðarinnar hefur fylgst með öllum þáttunum, vakað fram á nótt og setið sveittur við kosningar, ýmist á neti eða í síma. Konur og karlar, stelpur og strákar hafa mætt í vinnu og skóla með bauga undir augum að undanförnu og veðrið hefur verið víkjandi umræðuefni á mannamótum því allir hafa skoðun og áhuga á Supernóvu ævintýrinu. Vafalaust hefur þetta komið niður á vinnuafköstum okkar þessar vikur og mánuði en kannski minna en ætla mætti því margir hafa verið í sumarfríi. Og þótt einhverjir hafi kannski verið svolítið þreyttir um miðbik vikunnar kemur það ekki að sök því slík þjóðareining eflir andann og hvetur okkur öll til dáða. Það er gott að leggja argaþrasið til hliðar um tíma og sameinast um markmið og hlýjar hugsanir. Það skiptir ekki minnstu máli að Magni hefur sýnt og sannað að hann er góð fyrirmynd, traustur fjölskyldumaður og vel jarðtengdur. Ég hef reyndar átt því láni að fagna að kynnast allmörgum Borgfirðingum og mér hefur alltaf virst þeir allir vel jarðtengdir enda ekki amalegt að tengjast náttúru eins og er á Borgarfirði, þar sem sveit og þorp eru umkringd einum fallegustu fjöllum Íslands, fjöllum eins og Staðarfjallinu og Hvítserki að ónefndum Dyrfjöllum og er þá fátt eitt talið. Slíkt umhverfi hlýtur að ala af sér gott og traust fólk. Þá skiptir vafalaust ekki síður máli að í litlum samfélögum fá allir tækifæri til að spreyta sig á ólíkum verkefnum, allir eru mikilvægir og skólakrakkar í fámennum grunnskólum í litlum þorpum eflast og styrkjast við þátttöku í fjölbreyttum menningarviðburðum, atvinnulífi og mannlífi öllu. Það hefur verið ákaflega skemmtilegt að fylgjast með stráknum frá Borgarfirði eystra taka þátt í undarlegu ævintýri í útlöndum. Áhuga þjóðarinnar var nokkuð stillt í hóf framan af en eftir því sem leið á ævintýrið fylltumst við öll gríðarlegu stolti, sem hefur vaxið með hverri vikunni. Það er alveg óþarfi að leggjast í djúpar pælingar um þjóðarsálina í þessu samhengi. Strákurinn hefur einfaldlega staðið sig vel, jafnt sem tónlistarmaður og maður og við höfum haft ástæðu til að vera stolt af honum. Fyrst og síðast hafa áhorfendur og aðdáendur glaðst yfir einlægri og kurteisri framkomu, látleysi hans og jafnaðargeði. Svona ævintýri reynir á og örugglega auðveldara að missa tökin á sjálfum sér en halda þeim. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir Magna og fjölskylduna hans að koma beint úr hringiðunni ytra og langri flugferð inn í Smáralindina þar sem stór hópur æpandi aðdáenda beið en ekkert virðist geta raskað ró þeirra. Landkynning þessa ævintýris virðist hafa verið talsverð. Íslenskir aðdáendur Magna hafa þýtt íslenska umfjöllun um þáttinn yfir á netsíður og erlendir lesendur þeirra eru fullir þakklætis, áhuga á Íslandi og jafnvel áhuga á því að læra íslenska tungu svo þeir geti skilið það sem sagt er. Mamma Magna fær góðar kveðjur og þakkir frá netverjum fyrir gott uppeldi og Eyrún nýtur bæði aðdáunar og öfundar. Svona mætti áfram telja og ekkert lát hefur verið á netskrifum um Magna og frammistöðu hans þótt nokkrir dagar séu liðnir frá lokum þáttaraðarinnar. Nú verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu. Hljómsveitin Á móti sól hefur stækkað aðdáendahóp sinn umtalsvert, fyrst og fremst innanlands en einnig að einhverju leyti erlendis, og vafalaust gefast mörg tækifæri til að nýta þennan meðbyr, sem að sumu leyti var óvæntur. Við höfum öll eignað okkur Magna og munum fylgjast með honum af auknum áhuga næstu vikur, mánuði og jafnvel ár. Til hamingju Magni.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun