Þrýsta á afsögn Gyurcsanys 20. september 2006 07:30 Verksummerki óeirða Eyðilagður lögreglubíll fyrir utan höfuðstöðvar ungverska ríkissjónvarpsins í Búdapest í gær. MYND/AP Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra Ungverjalands, sagði í gær að atburðir þeir sem áttu sér stað í Búdapest í fyrrinótt hefðu gert hana að „lengstu og myrkustu nótt“ í sögu landsins frá því kommúnisminn féll árið 1989. Um 150 manns slösuðust í óeirðum sem upphófust eftir að spiluð var í ungverska ríkisútvarpinu upptaka af ræðu Gyurcsanys í lokuðum hópi flokksmanna sinna, en í ræðunni segir hann að ríkisstjórn hans hefði „logið öllum stundum“ um ástand efnahagsmála í landinu í aðdraganda þingkosninga í apríl síðastliðnum. Mótmælendum og óeirðalögreglu laust saman við höfuðstöðvar ungverska sjónvarpsins í Búdapest í fyrrakvöld. Mótmælendur báru lögregluna ofurliði og gengu berserksgang í sjónvarpshúsinu. Lágu allar útsendingar niðri um hríð. Um 150 manns slösuðust í átökunum, þar af 102 lögreglumenn. Einn var lagður inn á sjúkrahús með alvarlega höfuðáverka, að sögn talsmanns lögreglunnar. Í viðtali við AP-fréttastofuna sagði Gyurcsany að hann hafnaði því algerlega að verða við kröfum um að víkja úr embætti vegna málsins. Hann sór hins vegar að hann myndi halda til streitu efnahagsumbótaáætlun sinni. „Ég fer hvergi og gegni starfi mínu áfram. Það á hug minn allan að hrinda áætluninni í framkvæmd,“ segir Gyurcsany. „Ég veit að fólk á erfitt með að kyngja þessu, en þetta er eina leiðin fram á við fyrir Ungverjaland.“ Gyurcsany fordæmdi „skemmdarfýsn“ þeirra á að giska tvö þúsund til þrjú þúsund mótmælenda sem réðust inn í sjónvarpshúsið. Hann sagðist jafnframt hafa fullt traust á lögreglunni að koma aftur á friði og ró. Bræðin sem hin umdeilda upptaka hefur leyst úr læðingi er rakin til sparnaðaraðgerða stjórnvalda, sem þau hafa gripið til í því skyni að freista þess að hemja fjárlagahallann, sem stefnir í að verða meira en tíu prósent af vergri landsframleiðslu í ár, og þar með langmesti hallinn sem um getur í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Meðal aðgerða sem boðaðar hafa verið í þessu skyni eru skattahækkanir, uppsagnir fjölda ríkisstarfsmanna, og að tekin verði upp þjónustugjöld í heilbrigðisþjónustu og skólagjöld fyrir flesta háskólanema. Samsteypustjórn Sósíalistaflokks Gyurcsanys og frjálsra demókrata var fyrsta ríkisstjórn Ungverjalands sem náði endurkjöri eftir að lýðræði komst aftur á í landinu árið 1990. Erlent Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra Ungverjalands, sagði í gær að atburðir þeir sem áttu sér stað í Búdapest í fyrrinótt hefðu gert hana að „lengstu og myrkustu nótt“ í sögu landsins frá því kommúnisminn féll árið 1989. Um 150 manns slösuðust í óeirðum sem upphófust eftir að spiluð var í ungverska ríkisútvarpinu upptaka af ræðu Gyurcsanys í lokuðum hópi flokksmanna sinna, en í ræðunni segir hann að ríkisstjórn hans hefði „logið öllum stundum“ um ástand efnahagsmála í landinu í aðdraganda þingkosninga í apríl síðastliðnum. Mótmælendum og óeirðalögreglu laust saman við höfuðstöðvar ungverska sjónvarpsins í Búdapest í fyrrakvöld. Mótmælendur báru lögregluna ofurliði og gengu berserksgang í sjónvarpshúsinu. Lágu allar útsendingar niðri um hríð. Um 150 manns slösuðust í átökunum, þar af 102 lögreglumenn. Einn var lagður inn á sjúkrahús með alvarlega höfuðáverka, að sögn talsmanns lögreglunnar. Í viðtali við AP-fréttastofuna sagði Gyurcsany að hann hafnaði því algerlega að verða við kröfum um að víkja úr embætti vegna málsins. Hann sór hins vegar að hann myndi halda til streitu efnahagsumbótaáætlun sinni. „Ég fer hvergi og gegni starfi mínu áfram. Það á hug minn allan að hrinda áætluninni í framkvæmd,“ segir Gyurcsany. „Ég veit að fólk á erfitt með að kyngja þessu, en þetta er eina leiðin fram á við fyrir Ungverjaland.“ Gyurcsany fordæmdi „skemmdarfýsn“ þeirra á að giska tvö þúsund til þrjú þúsund mótmælenda sem réðust inn í sjónvarpshúsið. Hann sagðist jafnframt hafa fullt traust á lögreglunni að koma aftur á friði og ró. Bræðin sem hin umdeilda upptaka hefur leyst úr læðingi er rakin til sparnaðaraðgerða stjórnvalda, sem þau hafa gripið til í því skyni að freista þess að hemja fjárlagahallann, sem stefnir í að verða meira en tíu prósent af vergri landsframleiðslu í ár, og þar með langmesti hallinn sem um getur í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Meðal aðgerða sem boðaðar hafa verið í þessu skyni eru skattahækkanir, uppsagnir fjölda ríkisstarfsmanna, og að tekin verði upp þjónustugjöld í heilbrigðisþjónustu og skólagjöld fyrir flesta háskólanema. Samsteypustjórn Sósíalistaflokks Gyurcsanys og frjálsra demókrata var fyrsta ríkisstjórn Ungverjalands sem náði endurkjöri eftir að lýðræði komst aftur á í landinu árið 1990.
Erlent Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira