Herinn í Taílandi framdi valdarán 20. september 2006 07:15 Taílenskir hermenn umkringja stjórnarráðshúsið Herinn hóf valdarán í Taílandi í gær, meðan Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra landsins, var í New York á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Herinn náði valdi á helstu stjórnarbyggingum og sjónvarpsstöðum og lýsti yfir stuðningi við konung ríkisins. MYND/AP Yfirstjórn taílenska hersins fyrirskipaði skriðdrekahermönnum í gær að umkringja stjórnarráðið og setti herlög í landinu. Stjórnarskrá Taílands var numin úr gildi og dagskrá sjónvarpsstöðva slitið. Á skjánum sáust einungis textaboð sem skipuðu fólki að halda sig heima við og að nánari útskýringar kæmu von bráðar. Á sjónvarpsstöð hersins sást hins vegar mynd af konungshjónunum og spiluð valdaránstónlist, það er tónlist sem herinn hefur spilað í valdaránum fyrri tíma. Herinn tilkynnti seinna um kvöldið að stjórnartaumar væru nú í höndum Ráðs um stjórnsýslulegar umbætur og sór konungi landsins hollustu. Ríkissjónvarpið birti svo yfirlýsingu frá Sondhi Boonyaratkalin yfirhershöfðingja, þar sem hann skipaði öllum hermönnum að gefa sig samstundis fram við yfirmenn sína og halda síðan kyrru fyrir í herbúðum. Herinn hefði náð völdum í Bangkok og nágrenni, án nokkurrar mótstöðu. Thaksin Shinawatra forsætisráðherra var staddur í New York þar sem hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi, en ávarpi hans var flýtt um einn dag vegna valdaránsins. Shinawatra lýsti yfir neyðarástandi í Taílandi og leysti yfirhershöfðingjann frá störfum. Ólafur Jóhannesson kvikmyndagerðarmaður sagði í samtali við Fréttablaðið að nokkuð órólegt væri í borginni. Ég var á leið út í tíu-ellefu verslun þegar ég var stoppaður á götunni og sendur aftur heim á hótel. Það voru allir hlaupandi í eina átt úti á götu, alveg eins og í bíómyndunum. Ólafur segir það hafa verið tímaspursmál hvenær herinn tæki völdin í sínar hendur, því óánægjan í landinu hafi verið afar mikil og herinn sé vanur að grípa inn í atburðarásina þegar svo standi á. Það hafa verið dagleg mótmæli út af ýmsum spillingarmálum Thaksins, sagði Ólafur, Herinn hefur leyst upp þing eitthvað um fjórtán sinnum á síðustu sextíu til sjötíu árum. Vesturlandabúarnir sem hafa verið hér lengur en ég eru á taugum og segja að nú gætu stúdentar farið út á götu að mótmæla. Það var víst mannfall í síðasta valdaráni. Friðsamlegt var þó í höfuðborginni þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Erlent Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira
Yfirstjórn taílenska hersins fyrirskipaði skriðdrekahermönnum í gær að umkringja stjórnarráðið og setti herlög í landinu. Stjórnarskrá Taílands var numin úr gildi og dagskrá sjónvarpsstöðva slitið. Á skjánum sáust einungis textaboð sem skipuðu fólki að halda sig heima við og að nánari útskýringar kæmu von bráðar. Á sjónvarpsstöð hersins sást hins vegar mynd af konungshjónunum og spiluð valdaránstónlist, það er tónlist sem herinn hefur spilað í valdaránum fyrri tíma. Herinn tilkynnti seinna um kvöldið að stjórnartaumar væru nú í höndum Ráðs um stjórnsýslulegar umbætur og sór konungi landsins hollustu. Ríkissjónvarpið birti svo yfirlýsingu frá Sondhi Boonyaratkalin yfirhershöfðingja, þar sem hann skipaði öllum hermönnum að gefa sig samstundis fram við yfirmenn sína og halda síðan kyrru fyrir í herbúðum. Herinn hefði náð völdum í Bangkok og nágrenni, án nokkurrar mótstöðu. Thaksin Shinawatra forsætisráðherra var staddur í New York þar sem hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi, en ávarpi hans var flýtt um einn dag vegna valdaránsins. Shinawatra lýsti yfir neyðarástandi í Taílandi og leysti yfirhershöfðingjann frá störfum. Ólafur Jóhannesson kvikmyndagerðarmaður sagði í samtali við Fréttablaðið að nokkuð órólegt væri í borginni. Ég var á leið út í tíu-ellefu verslun þegar ég var stoppaður á götunni og sendur aftur heim á hótel. Það voru allir hlaupandi í eina átt úti á götu, alveg eins og í bíómyndunum. Ólafur segir það hafa verið tímaspursmál hvenær herinn tæki völdin í sínar hendur, því óánægjan í landinu hafi verið afar mikil og herinn sé vanur að grípa inn í atburðarásina þegar svo standi á. Það hafa verið dagleg mótmæli út af ýmsum spillingarmálum Thaksins, sagði Ólafur, Herinn hefur leyst upp þing eitthvað um fjórtán sinnum á síðustu sextíu til sjötíu árum. Vesturlandabúarnir sem hafa verið hér lengur en ég eru á taugum og segja að nú gætu stúdentar farið út á götu að mótmæla. Það var víst mannfall í síðasta valdaráni. Friðsamlegt var þó í höfuðborginni þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi.
Erlent Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira