Skáldkona sýknuð 22. september 2006 07:45 frá mótmælaaðgerðum fyrir utan réttarsalinn Kona heldur á tyrkneskum fánum en á jörðinni má sjá fána Evrópusambandsins með hakakross í miðjunni. MYND/AP Dómstóll í Tyrklandi var í gær ekki lengi að sýkna rithöfundinn Elif Shafak af ákæru um að í einni af skáldsögum hennar væri að finna móðgandi ummæli um Tyrki. Réttarhöldin stóðu aðeins í hálfan annan tíma og lauk með því að dómstóllinn sagði engan fót vera fyrir ákærunni. Evrópusambandið hafði varað Tyrkland við því að draga rithöfunda og blaðamenn fyrir dóm vegna skrifa þeirra. Slíkt gæti dregið úr líkum á því að Tyrkland hljóti inngöngu í Evrópusambandið. Um það bil 25 tyrkneskir þjóðernissinnar höfðu uppi mótmæli fyrir utan réttarsalinn, héldu á lofti tyrkneskum fánum ásamt bláum fána Evrópusambandsins, sem hafði verið breytt þannig að hakakross að hætti nasista var í miðju fánans. Til skammvinnra átaka kom milli mótmælenda og lögreglunnar að loknum réttarhöldunum. Ákæran var út af skáldsögunni Skepnan frá Istanbúl, sem Shafak skrifaði þegar hún bjó í Bandaríkjunum. Í bókinni er fjallað um alræmd fjöldamorð á Armenum sem Tyrkir frömdu snemma á 20. öld þegar Tyrkjaveldi var að líða undir lok. Armensk persóna í bókinni talar um tyrknesku slátrarana, og það voru þessi orð sem urðu tilefni til ákærunnar. Tyrkir hafa allt til þessa dags neitað að tala um morðin sem þjóðarmorð, þrátt fyrir að allt að ein og hálf milljón Armena, sem búsettir voru í austurhluta Tyrkjaveldis, hafi ýmist verið hraktir frá heimkynnum sínum eða drepnir. Sjálf gat Shafak ekki mætt til réttarhaldanna í gær, þar sem hún fæddi stúlkubarn á laugardaginn og var enn á sjúkrahúsi. Hefði hún verið dæmd fyrir ummæli sín, hefði hún getað átt von á allt að þriggja ára fangelsisdómi. Þetta er skömm, ekki bara fyrir hana heldur fyrir Tyrkland. Allt málið er fáránlegt, sagði eiginmaður hennar, Eyup Can, áður en réttarhöldin hófust. Fleiri rithöfundar og blaðamenn í Tyrklandi hafa verið dregnir fyrir dóm eða eiga yfir höfði sér réttarhöld vegna orða sinna, sem talin eru meiðandi fyrir Tyrkland eða tyrkneskt þjóðerni. Á síðasta ári felldi tyrkneskur dómstóll niður ákærur á hendur öðrum frægum rithöfundi, Orhan Pamuk, sem hafði verið ákærður fyrir ummæli sín um fjöldamorðin á Armenum. Erlent Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Dómstóll í Tyrklandi var í gær ekki lengi að sýkna rithöfundinn Elif Shafak af ákæru um að í einni af skáldsögum hennar væri að finna móðgandi ummæli um Tyrki. Réttarhöldin stóðu aðeins í hálfan annan tíma og lauk með því að dómstóllinn sagði engan fót vera fyrir ákærunni. Evrópusambandið hafði varað Tyrkland við því að draga rithöfunda og blaðamenn fyrir dóm vegna skrifa þeirra. Slíkt gæti dregið úr líkum á því að Tyrkland hljóti inngöngu í Evrópusambandið. Um það bil 25 tyrkneskir þjóðernissinnar höfðu uppi mótmæli fyrir utan réttarsalinn, héldu á lofti tyrkneskum fánum ásamt bláum fána Evrópusambandsins, sem hafði verið breytt þannig að hakakross að hætti nasista var í miðju fánans. Til skammvinnra átaka kom milli mótmælenda og lögreglunnar að loknum réttarhöldunum. Ákæran var út af skáldsögunni Skepnan frá Istanbúl, sem Shafak skrifaði þegar hún bjó í Bandaríkjunum. Í bókinni er fjallað um alræmd fjöldamorð á Armenum sem Tyrkir frömdu snemma á 20. öld þegar Tyrkjaveldi var að líða undir lok. Armensk persóna í bókinni talar um tyrknesku slátrarana, og það voru þessi orð sem urðu tilefni til ákærunnar. Tyrkir hafa allt til þessa dags neitað að tala um morðin sem þjóðarmorð, þrátt fyrir að allt að ein og hálf milljón Armena, sem búsettir voru í austurhluta Tyrkjaveldis, hafi ýmist verið hraktir frá heimkynnum sínum eða drepnir. Sjálf gat Shafak ekki mætt til réttarhaldanna í gær, þar sem hún fæddi stúlkubarn á laugardaginn og var enn á sjúkrahúsi. Hefði hún verið dæmd fyrir ummæli sín, hefði hún getað átt von á allt að þriggja ára fangelsisdómi. Þetta er skömm, ekki bara fyrir hana heldur fyrir Tyrkland. Allt málið er fáránlegt, sagði eiginmaður hennar, Eyup Can, áður en réttarhöldin hófust. Fleiri rithöfundar og blaðamenn í Tyrklandi hafa verið dregnir fyrir dóm eða eiga yfir höfði sér réttarhöld vegna orða sinna, sem talin eru meiðandi fyrir Tyrkland eða tyrkneskt þjóðerni. Á síðasta ári felldi tyrkneskur dómstóll niður ákærur á hendur öðrum frægum rithöfundi, Orhan Pamuk, sem hafði verið ákærður fyrir ummæli sín um fjöldamorðin á Armenum.
Erlent Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira