Blikar skutust upp í fimmta sætið 24. september 2006 08:30 Fyrir lokaumferðina í Landsbankadeildinni í gær var ljóst að Breiðablik væri öruggt með sæti sitt ef liðinu tækist að sigra Keflavík á heimavelli sínum. Sú varð raunin og Blikar unnu góðan og mjög svo verðskuldaðan 2-1 sigur. Gestirnir höfðu ekki að neinu að keppa í leiknum því ljóst var að liðið myndi enda í fjórða sætinu, sama hvernig færi á Kópavogsvelli. Þeir leika bikarúrslitaleik um næstu helgi og hvíldu þeir fyrirliða sinn, Guðmund Steinarsson, í þessum leik en hann er einu spjaldi frá því að fara í leikbann. Fyrsta marktilraunin kom á elleftu mínútu þegar Arnar Grétarsson átti skot úr aukaspyrnu sem fór naumlega framhjá. Stuttu seinna fékk Hallgrímur Jónasson ágætis færi á hinum enda vallarins en skalli hans fór yfir. Það var svo Magnús Páll Gunnarsson sem kom Blikum yfir eftir sautján mínútna leik þegar hann skoraði eftir sendingu bakvarðarins Árna Kristins Gunnarssonar. Örfáum mínútum síðar var hann svo nálægt því að skora aftur en þá skallaði hann framhjá eftir fyrirgjöf frá Steinþóri Þorsteinssyni sem átti mjög góðan leik, sérstaklega í fyrri hálfleik. Eftir tæpan hálftíma var Branislav Milicevic dæmdur brotlegur innan teigs og Arnar Grétarsson skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni, hans fyrsta og eina mark á tímabilinu. Seinni hálfleikurinn var ótrúlega bragðdaufur, Keflvíkingar voru meira með boltann en náðu ekkert að skapa sér. Ellert Hreinsson fékk besta færi heimamanna þegar hann var nánast sloppinn í gegn en Kenneth Gustafsson sýndi fína vörn og bjargaði. Pedr Podzemsky lék í hjarta varnarinnar hjá Blikum í þessum leik og varð hann fyrir því óláni að skora sjálfsmark seint í leiknum. Það breytti þó ekki því að Breiðablik vann leikinn enda mun betra liðið í leiknum í gær. Blikar enduðu í fimmta sæti deildarinnar þrátt fyrir að hafa verið í fallhættu fyrir leikinn og endurspeglar það kannski hvernig deildin hefur verið í sumar. Það er því ljóst að við fáum Kópavogsslag á næsta tímabili í Landsbankadeildinni en HK er komið upp í úrvalsdeildina í fyrsta sinn í sögu félagsins. Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Fyrir lokaumferðina í Landsbankadeildinni í gær var ljóst að Breiðablik væri öruggt með sæti sitt ef liðinu tækist að sigra Keflavík á heimavelli sínum. Sú varð raunin og Blikar unnu góðan og mjög svo verðskuldaðan 2-1 sigur. Gestirnir höfðu ekki að neinu að keppa í leiknum því ljóst var að liðið myndi enda í fjórða sætinu, sama hvernig færi á Kópavogsvelli. Þeir leika bikarúrslitaleik um næstu helgi og hvíldu þeir fyrirliða sinn, Guðmund Steinarsson, í þessum leik en hann er einu spjaldi frá því að fara í leikbann. Fyrsta marktilraunin kom á elleftu mínútu þegar Arnar Grétarsson átti skot úr aukaspyrnu sem fór naumlega framhjá. Stuttu seinna fékk Hallgrímur Jónasson ágætis færi á hinum enda vallarins en skalli hans fór yfir. Það var svo Magnús Páll Gunnarsson sem kom Blikum yfir eftir sautján mínútna leik þegar hann skoraði eftir sendingu bakvarðarins Árna Kristins Gunnarssonar. Örfáum mínútum síðar var hann svo nálægt því að skora aftur en þá skallaði hann framhjá eftir fyrirgjöf frá Steinþóri Þorsteinssyni sem átti mjög góðan leik, sérstaklega í fyrri hálfleik. Eftir tæpan hálftíma var Branislav Milicevic dæmdur brotlegur innan teigs og Arnar Grétarsson skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni, hans fyrsta og eina mark á tímabilinu. Seinni hálfleikurinn var ótrúlega bragðdaufur, Keflvíkingar voru meira með boltann en náðu ekkert að skapa sér. Ellert Hreinsson fékk besta færi heimamanna þegar hann var nánast sloppinn í gegn en Kenneth Gustafsson sýndi fína vörn og bjargaði. Pedr Podzemsky lék í hjarta varnarinnar hjá Blikum í þessum leik og varð hann fyrir því óláni að skora sjálfsmark seint í leiknum. Það breytti þó ekki því að Breiðablik vann leikinn enda mun betra liðið í leiknum í gær. Blikar enduðu í fimmta sæti deildarinnar þrátt fyrir að hafa verið í fallhættu fyrir leikinn og endurspeglar það kannski hvernig deildin hefur verið í sumar. Það er því ljóst að við fáum Kópavogsslag á næsta tímabili í Landsbankadeildinni en HK er komið upp í úrvalsdeildina í fyrsta sinn í sögu félagsins.
Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira