Manchester United vill hefna ófara síðasta árs 26. september 2006 06:00 úr leik Alan Smith gengur niðurlútur af velli í Lissabon í fyrra eftir að Benfica vann 2-1 sigur á Manchester United sem um leið féll úr leik í Meistaradeildinni. MYND/Getty Árið 1966 skoraði átján ára unglingur að nafni George Best þrennu fyrir Manchester United gegn portúgalska liðinu Benfica í Evrópukeppni meistaraliða. Þá þaggaði hann í áhorfendum á leikvangi ljóssins í Portúgal sem fyrir rest stóðu upp og hylltu afrek hans. Tveimur árum síðar skoraði hann aftur gegn liðinu, þá í úrslitaleik keppninnar og tryggði ensku liði í fyrsta sinn Evrópumeistaratitil. Liðin hafa mæst alls fimm sinnum í Evrópukeppninni og í desember í fyrra vann Benfica sinn fyrsta sigur á Manchester United. Sá sigur þýddi að Benfica komst áfram í 16-liða úrslit en Manchester United sat eftir með sárt ennið. Sir Alex Ferguson ætlar að ganga úr skugga um að það endurtaki sig ekki. Reyndar hefur Manchester United ekki unnið síðustu átta útileiki sína í Meistaradeildinni og Benfica er ósigrað í síðustu fjórum leikjum sínum á heimavelli og hefur liðið haldið hreinu í síðustu þremur. Í hinum leik riðilsins tekur Celtic á móti FC Kaupmannahöfn þar sem Peter Gravesen, leikmaður Celtic, mætir löndum sínum. Þá verður einnig athyglisverð viðureign Real Madrid og Dynamo Kiev en bæði lið töpuðu sínum leikjum í fyrstu umferðinni. Í G-riðli tekur Arsenal á móti Porto í fyrsta leik þeirra ensku á nýjum heimavelli sínum í aðalkeppni Meistaradeildarinnar. Arsene Wenger gefst kostur á að fagna tíu árum í starfi hjá Arsenal með sigri í dag á fyrrum Evrópumeisturunum. Liðin hafa aldrei mæst í Evrópukeppninni áður en í níu ferðum Porto til Englands hefur liðinu aldrei tekist að sigra. Íþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Sjá meira
Árið 1966 skoraði átján ára unglingur að nafni George Best þrennu fyrir Manchester United gegn portúgalska liðinu Benfica í Evrópukeppni meistaraliða. Þá þaggaði hann í áhorfendum á leikvangi ljóssins í Portúgal sem fyrir rest stóðu upp og hylltu afrek hans. Tveimur árum síðar skoraði hann aftur gegn liðinu, þá í úrslitaleik keppninnar og tryggði ensku liði í fyrsta sinn Evrópumeistaratitil. Liðin hafa mæst alls fimm sinnum í Evrópukeppninni og í desember í fyrra vann Benfica sinn fyrsta sigur á Manchester United. Sá sigur þýddi að Benfica komst áfram í 16-liða úrslit en Manchester United sat eftir með sárt ennið. Sir Alex Ferguson ætlar að ganga úr skugga um að það endurtaki sig ekki. Reyndar hefur Manchester United ekki unnið síðustu átta útileiki sína í Meistaradeildinni og Benfica er ósigrað í síðustu fjórum leikjum sínum á heimavelli og hefur liðið haldið hreinu í síðustu þremur. Í hinum leik riðilsins tekur Celtic á móti FC Kaupmannahöfn þar sem Peter Gravesen, leikmaður Celtic, mætir löndum sínum. Þá verður einnig athyglisverð viðureign Real Madrid og Dynamo Kiev en bæði lið töpuðu sínum leikjum í fyrstu umferðinni. Í G-riðli tekur Arsenal á móti Porto í fyrsta leik þeirra ensku á nýjum heimavelli sínum í aðalkeppni Meistaradeildarinnar. Arsene Wenger gefst kostur á að fagna tíu árum í starfi hjá Arsenal með sigri í dag á fyrrum Evrópumeisturunum. Liðin hafa aldrei mæst í Evrópukeppninni áður en í níu ferðum Porto til Englands hefur liðinu aldrei tekist að sigra.
Íþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Sjá meira