Erlent

17.000 flýja eftir sprengingu

heimili flúin
Þúsundir manna þurftu að flýja heimili sín eftir sprengingu í eiturefnaverksmiðju.
heimili flúin Þúsundir manna þurftu að flýja heimili sín eftir sprengingu í eiturefnaverksmiðju. MYND/AP

Sautján þúsund Bandaríkjamenn þurftu að flýja heimili sín í gær eftir að sprenging varð í eiturefnaverksmiðju nærri bænum Apex í Norður-Karólínu með þeim afleiðingum að klórgasský sveif yfir nágrenninu.

Ekki er talið að neinn starfsmanna verksmiðjunnar hafi verið að störfum þegar sprengingin varð seint á fimmtudag. Tugir manna sem búa í nágrenni verksmiðjunnar fóru á slysadeild með öndunarerfiðleika.

Ekki er vitað hvað olli sprengingunni. Verksmiðjan vinnur eiturúrgang frá iðnaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×