Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2024 15:24 Tom Homan, Donald Trump, og Elise Stefanik. getty Donald Trump, verðandi og fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur valið Elise Stefanik til að verða sendiherra hans gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Stefanik situr í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og hefur lengi verið einn ötulasti stuðningsmaður Trumps þar og kom hún til greina sem varaforsetaefni hans. Stefanik settist fyrst á þing árið 2015, þá þrítug, og varð hún yngsta konan til að vera kjörin á þing. Hún þótti upprunalega ekki vera róttækur Repúblikani en í upphafi forsetatíðar Trumps var hún til að mynda andvíg múslimabanninu svokallaða og greiddi atkvæði gegn viðleitni Trumps til að byggja múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Afstaða hennar til Trumps hefur þó tekið miklum breytingum í gegnum árin. Hún hefur frá árinu 2021 verið þriðji æðsti þingmaður Repúblikanaflokksins, eftir að Liz Cheney var vikið úr þeirri stöðu. Áður en hún var kjörin á þing starfaði Stefanik í Hvíta húsinu þegar George W. Bush bjó þar. Reynsla hennar af utanríkismálum og þjóðaröryggi er ekki mikil, eins og fram kemur í frétt New York Times. Þá hefur Stefanik verið ötull stuðningsmaður Ísrael og tók virkan þátt í nefndarfundum í fulltrúadeildinni sem leiddu til þess að nokkrir skólastjórar háskóla vestanhafs sögðu af sér vegna mótmæla og óeirða á skólalóðum vegna mannskæðrar innrásar og árás Ísraela á Gasaströndina. Nýr „landamærakeisari“ Þá tilkynnti Trump í morgun að Tom Homan, fyrrverandi yfirmaður innflytjenda- og tolleftirlits Bandaríkjanna (ICE), myndi halda utan um landamæri Bandaríkjanna og vera svokallaður „landamærakeisari“. Þar á meðal væru landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Sjá einnig: Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Í frétt Politico segir að tilnefning Homans hafi legið í loftinu en hann er einnig sagður eiga að sjá um umfangsmikinn brottflutning á svokölluðum ólöglegum innflytjendum í Bandaríkjunum í forsetatíð Trumps. Trump tilkynnti að hann ætlaði að fá Tom Homan til að halda utan um landamærin, á TruthSocial. Trump skipaði Homan sem starfandi yfirmann ICE á annarri viku forsetatíðar sinnar. Seinna meir tilnefndi hann svo Homan í embættið en sú tilnefning var aldrei staðfest af þingmönnum öldungadeildarinnar. Að þessu sinni er búist við því að Homan muni starfa innan veggja Hvíta hússins og stýra landamærunum þaðan í gegnum aðra embættismenn. Sem yfirmaður ICE stóð Homan meðal annars fyrir aðskilnaði barna frá foreldrum sínum. Á ársfundi landsnefndar Repúblikanaflokksins í sumar sagði Homan að hann hefði varið 34 árum í að vísa ólöglegum innflytjendum úr landi og að hann hefði skýr skilaboð til þeirra milljóna sem Joe Biden átti að hafa hleypt inn í landið. „Þið ættuð að byrja að pakka strax. Svo sannarlega. Því þið eruð á leiðinni heim.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mexíkó Tengdar fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrir helgi. 11. nóvember 2024 06:47 Trump vann öll sveifluríkin Donald Trump, nýkjörinn verðandi Bandaríkjaforseti, hafði betur gegn demókratanum Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, í öllum sjö sveifluríkjunum. Búið er að telja nógu mörg atkvæði í síðasta ríkinu, Arizona, til að telja öruggt að Trump fari þar með sigur. 10. nóvember 2024 09:44 Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ „Í rúm tvö hundruð ár hafa Bandaríkin staðið í mikilfenglegustu stjálfstjórnartilraun í alheimssögunni. Það er ekki ýkja það er staðreynd. Þar kýs fólk og velur sér sína eigin leiðtoga á friðsamlegan hátt. Í lýðræði nær vilji fólksins alltaf fram,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann ávarpaði þjóð sína í dag. 7. nóvember 2024 17:22 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira
Stefanik settist fyrst á þing árið 2015, þá þrítug, og varð hún yngsta konan til að vera kjörin á þing. Hún þótti upprunalega ekki vera róttækur Repúblikani en í upphafi forsetatíðar Trumps var hún til að mynda andvíg múslimabanninu svokallaða og greiddi atkvæði gegn viðleitni Trumps til að byggja múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Afstaða hennar til Trumps hefur þó tekið miklum breytingum í gegnum árin. Hún hefur frá árinu 2021 verið þriðji æðsti þingmaður Repúblikanaflokksins, eftir að Liz Cheney var vikið úr þeirri stöðu. Áður en hún var kjörin á þing starfaði Stefanik í Hvíta húsinu þegar George W. Bush bjó þar. Reynsla hennar af utanríkismálum og þjóðaröryggi er ekki mikil, eins og fram kemur í frétt New York Times. Þá hefur Stefanik verið ötull stuðningsmaður Ísrael og tók virkan þátt í nefndarfundum í fulltrúadeildinni sem leiddu til þess að nokkrir skólastjórar háskóla vestanhafs sögðu af sér vegna mótmæla og óeirða á skólalóðum vegna mannskæðrar innrásar og árás Ísraela á Gasaströndina. Nýr „landamærakeisari“ Þá tilkynnti Trump í morgun að Tom Homan, fyrrverandi yfirmaður innflytjenda- og tolleftirlits Bandaríkjanna (ICE), myndi halda utan um landamæri Bandaríkjanna og vera svokallaður „landamærakeisari“. Þar á meðal væru landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Sjá einnig: Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Í frétt Politico segir að tilnefning Homans hafi legið í loftinu en hann er einnig sagður eiga að sjá um umfangsmikinn brottflutning á svokölluðum ólöglegum innflytjendum í Bandaríkjunum í forsetatíð Trumps. Trump tilkynnti að hann ætlaði að fá Tom Homan til að halda utan um landamærin, á TruthSocial. Trump skipaði Homan sem starfandi yfirmann ICE á annarri viku forsetatíðar sinnar. Seinna meir tilnefndi hann svo Homan í embættið en sú tilnefning var aldrei staðfest af þingmönnum öldungadeildarinnar. Að þessu sinni er búist við því að Homan muni starfa innan veggja Hvíta hússins og stýra landamærunum þaðan í gegnum aðra embættismenn. Sem yfirmaður ICE stóð Homan meðal annars fyrir aðskilnaði barna frá foreldrum sínum. Á ársfundi landsnefndar Repúblikanaflokksins í sumar sagði Homan að hann hefði varið 34 árum í að vísa ólöglegum innflytjendum úr landi og að hann hefði skýr skilaboð til þeirra milljóna sem Joe Biden átti að hafa hleypt inn í landið. „Þið ættuð að byrja að pakka strax. Svo sannarlega. Því þið eruð á leiðinni heim.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mexíkó Tengdar fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrir helgi. 11. nóvember 2024 06:47 Trump vann öll sveifluríkin Donald Trump, nýkjörinn verðandi Bandaríkjaforseti, hafði betur gegn demókratanum Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, í öllum sjö sveifluríkjunum. Búið er að telja nógu mörg atkvæði í síðasta ríkinu, Arizona, til að telja öruggt að Trump fari þar með sigur. 10. nóvember 2024 09:44 Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ „Í rúm tvö hundruð ár hafa Bandaríkin staðið í mikilfenglegustu stjálfstjórnartilraun í alheimssögunni. Það er ekki ýkja það er staðreynd. Þar kýs fólk og velur sér sína eigin leiðtoga á friðsamlegan hátt. Í lýðræði nær vilji fólksins alltaf fram,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann ávarpaði þjóð sína í dag. 7. nóvember 2024 17:22 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira
Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrir helgi. 11. nóvember 2024 06:47
Trump vann öll sveifluríkin Donald Trump, nýkjörinn verðandi Bandaríkjaforseti, hafði betur gegn demókratanum Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, í öllum sjö sveifluríkjunum. Búið er að telja nógu mörg atkvæði í síðasta ríkinu, Arizona, til að telja öruggt að Trump fari þar með sigur. 10. nóvember 2024 09:44
Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ „Í rúm tvö hundruð ár hafa Bandaríkin staðið í mikilfenglegustu stjálfstjórnartilraun í alheimssögunni. Það er ekki ýkja það er staðreynd. Þar kýs fólk og velur sér sína eigin leiðtoga á friðsamlegan hátt. Í lýðræði nær vilji fólksins alltaf fram,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann ávarpaði þjóð sína í dag. 7. nóvember 2024 17:22