Vorum ömurlegir í þessum leik 8. október 2006 09:00 Hingað og ekki lengra. Þessi mynd er lýsandi fyrir gang leiksins í gær. Fylkismenn voru einfaldlega grimmari og tóku vel á Valsmönnum í vörninni. Valsmenn sóttu Fylkismenn heim í Árbænum í gær. Fylkismenn náðu fjögurra marka forskoti í upphafi leiks og héldu því til leiksloka og unnu sanngjarnan sigur, 28-26. Þjálfari Vals, sem var spáð sigri í úrvalsdeild karla fyrir mótið, var mjög ósáttur en lítill meistarabragur var yfir Valsmönnum í gær. Þetta var ömurlegur leikur. Ég tek það ekki af Fylkismönnum að þeir börðust eins og ljón, spiluðu eins og lið á meðan við lékum eins og einstaklingar. Þeir voru bara betri og áttu sigurinn skilið. Fylkismenn, sem spáð hafði verið falli, hófu fyrsta heimaleik sinn af krafti og skoruðu fyrstu fjögur mörk leiksins og héldu því forskoti svo allt til leiksloka. Eftir góða byrjun heimamanna hrukku Valsmenn hægt og rólega í gang og leikurinn jafnaðist aðeins út, en Fylkismenn héldu forskoti sínu. Lítið gekk hjá liðunum í sókninni í fyrri hálfleik en þó voru heimamenn skárri, á meðan Markús Máni Mikaelsson hélt sóknarleik Valsmanna uppi einn síns liðs á köflum. Staðan í hálfleik var 14-9 og gáfu þær tölur rétta mynd af leiknum. Valsmenn komu ákveðnari til leiks í síðari hálfleik en heimamenn stóðu fastir fyrir og innbyrtu á endanum sigur sem var síst of stór. Góð markvarsla Hlyns Morthens, sem varði fimmtán skot í leiknum, og stórleikur Eymars Krüger, sem var markahæstur í liði heimamanna með fjórtán mörk, varð til þess að sigur Fylkismanna var aldrei í hættu. Þjálfari Fylkismanna, Sigurður Sveinsson, var ánægður með sigurinn. Það má segja að við höfum í dag náð að spila heilan leik eins og við lékum fyrri hálfleikinn á móti HK. Við lentum í vandræðum með brottvísanir og klaufamistök og því var sigurinn í raun ekki jafn tæpur og lokatölurnar gefa til kynna en ég er stoltur af strákunum að hafa klárað þetta. Í liði Valsmanna var Markús Máni markahæstur með tólf mörk en að honum undanskildum voru Valsmenn heillum horfnir í gær og ljóst að þeirra bíður ærið starf ef þeir ætla að standa undir væntingum í vetur. Íþróttir Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Valsmenn sóttu Fylkismenn heim í Árbænum í gær. Fylkismenn náðu fjögurra marka forskoti í upphafi leiks og héldu því til leiksloka og unnu sanngjarnan sigur, 28-26. Þjálfari Vals, sem var spáð sigri í úrvalsdeild karla fyrir mótið, var mjög ósáttur en lítill meistarabragur var yfir Valsmönnum í gær. Þetta var ömurlegur leikur. Ég tek það ekki af Fylkismönnum að þeir börðust eins og ljón, spiluðu eins og lið á meðan við lékum eins og einstaklingar. Þeir voru bara betri og áttu sigurinn skilið. Fylkismenn, sem spáð hafði verið falli, hófu fyrsta heimaleik sinn af krafti og skoruðu fyrstu fjögur mörk leiksins og héldu því forskoti svo allt til leiksloka. Eftir góða byrjun heimamanna hrukku Valsmenn hægt og rólega í gang og leikurinn jafnaðist aðeins út, en Fylkismenn héldu forskoti sínu. Lítið gekk hjá liðunum í sókninni í fyrri hálfleik en þó voru heimamenn skárri, á meðan Markús Máni Mikaelsson hélt sóknarleik Valsmanna uppi einn síns liðs á köflum. Staðan í hálfleik var 14-9 og gáfu þær tölur rétta mynd af leiknum. Valsmenn komu ákveðnari til leiks í síðari hálfleik en heimamenn stóðu fastir fyrir og innbyrtu á endanum sigur sem var síst of stór. Góð markvarsla Hlyns Morthens, sem varði fimmtán skot í leiknum, og stórleikur Eymars Krüger, sem var markahæstur í liði heimamanna með fjórtán mörk, varð til þess að sigur Fylkismanna var aldrei í hættu. Þjálfari Fylkismanna, Sigurður Sveinsson, var ánægður með sigurinn. Það má segja að við höfum í dag náð að spila heilan leik eins og við lékum fyrri hálfleikinn á móti HK. Við lentum í vandræðum með brottvísanir og klaufamistök og því var sigurinn í raun ekki jafn tæpur og lokatölurnar gefa til kynna en ég er stoltur af strákunum að hafa klárað þetta. Í liði Valsmanna var Markús Máni markahæstur með tólf mörk en að honum undanskildum voru Valsmenn heillum horfnir í gær og ljóst að þeirra bíður ærið starf ef þeir ætla að standa undir væntingum í vetur.
Íþróttir Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira