Handbolti

EM í dag: Slags­mál í Malmö og dónar í dinner

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það eru engin vettlingatök í Malmö í kvöld.
Það eru engin vettlingatök í Malmö í kvöld. vísir/vilhelm

EM í dag heilsar frá Malmö í dag enda er komið að fyrsta leik Íslands í milliriðli Evrópumótsins.

Fyrsti andstæðingur Íslands er Króatía. Kunnuglegt lið og enn kunnuglegri þjálfari. Dagur Sigurðsson, þjálfari Króata, gerði strákunum okkar mikinn grikk er liðin mættust á HM í fyrra. Það þarf að hefna fyrir það tap.

Það hefur ekki gengið sem skildi hjá Króötum á EM og þeir mættu stigalausir í milliriðilinn. Eru með bakið upp við vegg og þannig eru þeir oft hættulegir. Leikurinn á morgun verður rosalegir.

Svo er allt á hvolfi í Malmö þar sem Rauða Stjarnan frá Serbíu heimsækir Malmö í Evrópudeildinni í kvöld. Það voru slagsmál í borginni í gær og búist við meiri látum í kvöld. Öryggisgæslan út um alla borg er rosaleg.

Það er farið yfir þetta allt í EM í dag en þáttinn má sjá hér að neðan.

Klippa: EM í dag 22. janúar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×