Fyrsti bikar vetrarins til Keflavíkur 8. október 2006 10:15 Kátir Keflvíkingar. Leikmenn Keflavíkur þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum á Njarðvík og gátu leyft sér að fagna vel og innilega eftir leikinn. Á minni myndinni sést Gunnar Einarsson taka á móti Powerade-bikarnum. MYND/Daníel „Þetta var vel spilaður varnarleikur hjá báðum liðum en menn áttu í basli með að skora. Það eru enn tvær vikur í mót þannig að það vantar ýmislegt upp á hjá báðum liðum en eigum við ekki að segja að við höfum verið heppnir í restina. Það er samt alltaf óneitanlega gaman að vinna titla,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, eftir að liðið vann granna sína í Njarðvík 76-74 í úrslitaleik Powerade-bikarsins sem fram fór í Laugardalshöll. Mikið jafnræði var með liðunum frá upphafi til enda og sigurinn hefði getað dottið hvoru megin sem var. Njarðvík var með tveggja stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann en jafnt var í hálfleik 43-43. Hart var barist í leiknum eins og alltaf þegar þessi tvö lið mætast og staðan var 65-65 fyrir síðasta leikhlutann. Þar hélt spennan áfram allt til enda og lokamínútan bauð upp á dramatík. Njarðvíkingar höfðu eins stigs forskot þegar Jeb Ivey skaut en hitti ekki. Thomas Soltau refsaði fyrir það og kom Keflavík yfir 75-74 þegar fjórtán sekúndur voru eftir. Njarðvík hélt í sókn en á einhvern ótrúlegan hátt endaði boltinn ekki ofan í körfunni og Keflvíkingar bættu við stigi úr vítaskoti. Minna en sekúnda var eftir og Njarðvíkingar gerðu góða tilraun til að stela sigrinum en höfðu heppnina ekki með sér og Keflvíkingar báru því sigur úr býtum. xxx xxx xxx „Vörnin hjá okkur í seinni hálfleik var góð en það var ýmislegt sem við þurfum að bæta. Sóknarleikurinn var lélegur hjá okkur og við áttum ekkert sérstakan dag. En leikurinn var spennandi og skemmtilegur fyrir áhorfendur og gaman að hægt sé að byrja tímabilið af svona krafti,“ sagði Sigurður með bros á vör eftir leikinn. Erlendu leikmennirnir Thomas Soltau og Jermaine Williams voru stigahæstir hjá Keflavík, sá fyrrnefndi skoraði 25 stig en síðarnefndi tveimur stigum minna. Þá tók Williams ellefu fráköst en Arnar F. Jónsson kom á eftir þeim í stigaskorun fyrir Keflavík með ellefu stig. Hjá Njarðvík var Brenton Birmingham stigahæstur með 28 stig en Jeb Ivey skoraði átján. Eins og oft áður hirti Friðrik E. Stefánsson flest fráköst en hann tók fjórtán í gær. „Við getum alfarið kennt okkur sjálfum um hvernig þetta fór. Við spiluðum sóknarleikinn skelfilega í seinni hálfleik, það vantaði allt flæði á boltann. Við brugðumst sjálfum okkur og við vorum ekki að gera það sem við ætluðum okkur. Við skutum nánast bara fyrir utan, boltinn fór ekkert inn í teiginn og það vantaði allt jafnvægi. Við fengum fullt af tækifærum til að klára þetta. Annars var þetta flottur leikur, mikið jafnræði allan tímann og mikil spenna,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leikinn. Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
„Þetta var vel spilaður varnarleikur hjá báðum liðum en menn áttu í basli með að skora. Það eru enn tvær vikur í mót þannig að það vantar ýmislegt upp á hjá báðum liðum en eigum við ekki að segja að við höfum verið heppnir í restina. Það er samt alltaf óneitanlega gaman að vinna titla,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, eftir að liðið vann granna sína í Njarðvík 76-74 í úrslitaleik Powerade-bikarsins sem fram fór í Laugardalshöll. Mikið jafnræði var með liðunum frá upphafi til enda og sigurinn hefði getað dottið hvoru megin sem var. Njarðvík var með tveggja stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann en jafnt var í hálfleik 43-43. Hart var barist í leiknum eins og alltaf þegar þessi tvö lið mætast og staðan var 65-65 fyrir síðasta leikhlutann. Þar hélt spennan áfram allt til enda og lokamínútan bauð upp á dramatík. Njarðvíkingar höfðu eins stigs forskot þegar Jeb Ivey skaut en hitti ekki. Thomas Soltau refsaði fyrir það og kom Keflavík yfir 75-74 þegar fjórtán sekúndur voru eftir. Njarðvík hélt í sókn en á einhvern ótrúlegan hátt endaði boltinn ekki ofan í körfunni og Keflvíkingar bættu við stigi úr vítaskoti. Minna en sekúnda var eftir og Njarðvíkingar gerðu góða tilraun til að stela sigrinum en höfðu heppnina ekki með sér og Keflvíkingar báru því sigur úr býtum. xxx xxx xxx „Vörnin hjá okkur í seinni hálfleik var góð en það var ýmislegt sem við þurfum að bæta. Sóknarleikurinn var lélegur hjá okkur og við áttum ekkert sérstakan dag. En leikurinn var spennandi og skemmtilegur fyrir áhorfendur og gaman að hægt sé að byrja tímabilið af svona krafti,“ sagði Sigurður með bros á vör eftir leikinn. Erlendu leikmennirnir Thomas Soltau og Jermaine Williams voru stigahæstir hjá Keflavík, sá fyrrnefndi skoraði 25 stig en síðarnefndi tveimur stigum minna. Þá tók Williams ellefu fráköst en Arnar F. Jónsson kom á eftir þeim í stigaskorun fyrir Keflavík með ellefu stig. Hjá Njarðvík var Brenton Birmingham stigahæstur með 28 stig en Jeb Ivey skoraði átján. Eins og oft áður hirti Friðrik E. Stefánsson flest fráköst en hann tók fjórtán í gær. „Við getum alfarið kennt okkur sjálfum um hvernig þetta fór. Við spiluðum sóknarleikinn skelfilega í seinni hálfleik, það vantaði allt flæði á boltann. Við brugðumst sjálfum okkur og við vorum ekki að gera það sem við ætluðum okkur. Við skutum nánast bara fyrir utan, boltinn fór ekkert inn í teiginn og það vantaði allt jafnvægi. Við fengum fullt af tækifærum til að klára þetta. Annars var þetta flottur leikur, mikið jafnræði allan tímann og mikil spenna,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leikinn.
Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira