Erlent

Tugir létu lífið í hörðum árásum

Tugir féllu í átökum Tamíl-tígra og stjórnarhersins á Srí Lanka í gær. Herþotur skutu sprengjum á uppreisnarmenn í norður- og suðurhluta landsins. Uppreisnarmenn höfðu þá nýverið sent fulltrúa norskra stjórnvalda, Jon Hanssen-Bauer, bréf, en ekki er vitað hvað það inniheldur.

Tamíl-tígrarnir hótuðu því í vikunni að þeir myndu rjúfa vopnahlé sem samið var um árið 2002, fyrir milligöngu Norðmanna, ef ríkisstjórn Srí Lanka heldur áfram að ráðast á stöðvar sínar. Friðarviðræður halda áfram í Sviss í lok október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×