Upplýsingamengun 13. október 2006 00:01 Sennilega ættum við að hafa minni áhyggjur af mengun úti í náttúrunni en af upplýsingamengun umhverfisöfgamanna, sem reyna að bæta það upp með hávaða, sem vantar á þekkinguna. Draga má úr mengun úti í náttúrunni með því að skilgreina eignaréttindi á þeim gæðum, sem menguð eru, og eftir það sjá eigendurnir um að gæta gæðanna. En heilu skógarnir hafa verið höggnir niður til að gera pappír í bækur og blöð umhverfisöfgamanna. Ég skal nefna nokkur dæmi um upplýsingamengun. Bók undir hinu áhrifamikla heiti "Raddir vorsins þagna" kom út á íslensku 1964. Höfundurinn, bandaríski líffræðingurinn Rachel Carson, hélt því fram, að skordýraeitrið DDT væri hættulegt fuglalífi á jörðinni. Carson var spámaður í sínu föðurlandi, og DDT var bannað í Bandaríkjunum 1972 og síðan miklu víðar. Það hafði tilfinningalegt aðdráttarafl að vera á móti einhverju, sem bar nafnið "eitur". En rannsóknir hafa leitt í ljós, að vondar afleiðingar DDT voru mjög orðum auknar. Fuglategundir voru ekki í útrýmingarhættu vegna þess. Góðar afleiðingar efnisins voru hins vegar stórlega vanmetnar. Það er ódýrt og handhægt ráð til að drepa stórhættuleg skordýr, sem bera sjúkdóma milli fólks og eyða nytjajurtum. Einkum er það skætt vopn í baráttunni við mýrarköldu (malaríu), sem herjar á suðrænar þjóðir. Á hverju ári deyr um milljón manns af mýraköldu. Nú í september tilkynnti Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, að hún mælti með því, að notkun DDT hæfist á ný. Bókin "Endimörk vaxtarins" kom út á íslensku 1974, en svonefndur Rómarhópur hafði tekið bókina saman. Meginboðskapur hennar var, að auðlindir jarðar væru á þrotum og mannkynið yrði að gerbreyta lífsháttum sínum. Róttæklingar þess tíma gripu verkið fegins hendi. Ég stundaði þá sagnfræðinám í Árnagarði. Þar sóttu líffræðinemar líka fyrirlestra. Mér er minnisstætt einn morguninn, þegar líffræðinemi, sem kunnur var að róttækni, sagði frá því á kaffistofunni, að hann hefði lesið bókina hugfanginn alla nóttina á undan. Nú væri sannað, að kapítalisminn væri feigur. En hrakspár Rómarhópsins hafa ekki gengið eftir. Til dæmis hefur verð á 34 algengustu tegundum hrávöru lækkað frá 1980, ef tóbak er undanskilið. Í bókinni sagði einnig, að gull yrði þrotið árið 1979, jarðolía 1990, kopar 1991 og ál 2001. Nóg er nú til af öllum þessum efnum. Rómarhópurinn reiknaði ekki með aðlögunarhæfni og sköpunarmætti hins frjálsa markaðar. Mannlegt hugvit þrýtur seint, sé það ófjötrað. Íslendingar kannast vel við þriðja dæmið. Um það er enginn ágreiningur í röðum vísindamanna, að margir hvalastofnar, þar á meðal allir þeir, sem hafast við á Íslandsmiðum, eru ekki í útrýmingarhættu. Ef eitthvað er, þá hefur hvalveiðibannið raskað náttúrulegu jafnvægi, því að sumir hvalastofnar hafa vaxið umfram það, sem eðlilegt má teljast. Þeir eru keppinautar okkar mannanna um ætu í sjó. Engu að síður krefjast umhverfisöfgamenn algers hvalveiðibanns. Þeir líta fram hjá niðurstöðum íslenskra vísindamanna. Þeir hlusta ekki á rök. Fjórða dæmið er "Óþægilegur sannleikur", heimildamynd Als Gores, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, sem sýnd var hér í september. Hún hefði heldur átt að heita "Þægilegur hálfsannleikur", því að Gore kynnir aðeins eitt sjónarhorn. Hann varar við yfirvofandi öngþveiti vegna loftslagsbreytinga og hvetur til tafarlausra aðgerða. Það er rétt, að hlýnað hefur á jörðinni um eitt hitastig síðustu öldina. Það er líka rétt, að koltvísýringur í andrúmsloftinu hefur aukist um 30% á sama tímabili. En af þessum staðreyndum verður ekki ályktað með neinni vissu, að menn valdi þessari hlýnun allri og þurfi að gerbreyta lífsháttum sínum í því skyni að stöðva hana. Loftslagið er undirorpið sífelldum breytingum. Hlýnað hefur áður á jörðinni, meðal annars þegar síðustu ísöld lauk og jöklar bráðnuðu. Þá var ekki koltvísýringi í andrúmsloftinu um að kenna. Margar aðrar skýringar geta líka verið á hinni tiltölulega litlu hlýnun síðustu hundrað ára, til dæmis eldvirkni á yfirborði sólar. Jafnvel þótt rétt reyndist, að aukinn koltvísýringur ylli einhverju um hlýnun jarðar (sem er þó ósannað), gæti verið, að það kæmi aðeins í veg fyrir nýja ísöld fremur en að það ylli óbærilegu tjóni. Við erum öll græn. Við viljum öll óspillt umhverfi. En upplýsingamengunin hefur haft í för með sér eitrað andrúmsloft. Skemmst er að minnast, hvernig reynt var að æpa Björn Lomborg niður í Danmörku, þegar hann benti á, að heimur batnandi fer. Þarf ekki að hreinsa andrúmsloftið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Skoðanir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Sennilega ættum við að hafa minni áhyggjur af mengun úti í náttúrunni en af upplýsingamengun umhverfisöfgamanna, sem reyna að bæta það upp með hávaða, sem vantar á þekkinguna. Draga má úr mengun úti í náttúrunni með því að skilgreina eignaréttindi á þeim gæðum, sem menguð eru, og eftir það sjá eigendurnir um að gæta gæðanna. En heilu skógarnir hafa verið höggnir niður til að gera pappír í bækur og blöð umhverfisöfgamanna. Ég skal nefna nokkur dæmi um upplýsingamengun. Bók undir hinu áhrifamikla heiti "Raddir vorsins þagna" kom út á íslensku 1964. Höfundurinn, bandaríski líffræðingurinn Rachel Carson, hélt því fram, að skordýraeitrið DDT væri hættulegt fuglalífi á jörðinni. Carson var spámaður í sínu föðurlandi, og DDT var bannað í Bandaríkjunum 1972 og síðan miklu víðar. Það hafði tilfinningalegt aðdráttarafl að vera á móti einhverju, sem bar nafnið "eitur". En rannsóknir hafa leitt í ljós, að vondar afleiðingar DDT voru mjög orðum auknar. Fuglategundir voru ekki í útrýmingarhættu vegna þess. Góðar afleiðingar efnisins voru hins vegar stórlega vanmetnar. Það er ódýrt og handhægt ráð til að drepa stórhættuleg skordýr, sem bera sjúkdóma milli fólks og eyða nytjajurtum. Einkum er það skætt vopn í baráttunni við mýrarköldu (malaríu), sem herjar á suðrænar þjóðir. Á hverju ári deyr um milljón manns af mýraköldu. Nú í september tilkynnti Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, að hún mælti með því, að notkun DDT hæfist á ný. Bókin "Endimörk vaxtarins" kom út á íslensku 1974, en svonefndur Rómarhópur hafði tekið bókina saman. Meginboðskapur hennar var, að auðlindir jarðar væru á þrotum og mannkynið yrði að gerbreyta lífsháttum sínum. Róttæklingar þess tíma gripu verkið fegins hendi. Ég stundaði þá sagnfræðinám í Árnagarði. Þar sóttu líffræðinemar líka fyrirlestra. Mér er minnisstætt einn morguninn, þegar líffræðinemi, sem kunnur var að róttækni, sagði frá því á kaffistofunni, að hann hefði lesið bókina hugfanginn alla nóttina á undan. Nú væri sannað, að kapítalisminn væri feigur. En hrakspár Rómarhópsins hafa ekki gengið eftir. Til dæmis hefur verð á 34 algengustu tegundum hrávöru lækkað frá 1980, ef tóbak er undanskilið. Í bókinni sagði einnig, að gull yrði þrotið árið 1979, jarðolía 1990, kopar 1991 og ál 2001. Nóg er nú til af öllum þessum efnum. Rómarhópurinn reiknaði ekki með aðlögunarhæfni og sköpunarmætti hins frjálsa markaðar. Mannlegt hugvit þrýtur seint, sé það ófjötrað. Íslendingar kannast vel við þriðja dæmið. Um það er enginn ágreiningur í röðum vísindamanna, að margir hvalastofnar, þar á meðal allir þeir, sem hafast við á Íslandsmiðum, eru ekki í útrýmingarhættu. Ef eitthvað er, þá hefur hvalveiðibannið raskað náttúrulegu jafnvægi, því að sumir hvalastofnar hafa vaxið umfram það, sem eðlilegt má teljast. Þeir eru keppinautar okkar mannanna um ætu í sjó. Engu að síður krefjast umhverfisöfgamenn algers hvalveiðibanns. Þeir líta fram hjá niðurstöðum íslenskra vísindamanna. Þeir hlusta ekki á rök. Fjórða dæmið er "Óþægilegur sannleikur", heimildamynd Als Gores, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, sem sýnd var hér í september. Hún hefði heldur átt að heita "Þægilegur hálfsannleikur", því að Gore kynnir aðeins eitt sjónarhorn. Hann varar við yfirvofandi öngþveiti vegna loftslagsbreytinga og hvetur til tafarlausra aðgerða. Það er rétt, að hlýnað hefur á jörðinni um eitt hitastig síðustu öldina. Það er líka rétt, að koltvísýringur í andrúmsloftinu hefur aukist um 30% á sama tímabili. En af þessum staðreyndum verður ekki ályktað með neinni vissu, að menn valdi þessari hlýnun allri og þurfi að gerbreyta lífsháttum sínum í því skyni að stöðva hana. Loftslagið er undirorpið sífelldum breytingum. Hlýnað hefur áður á jörðinni, meðal annars þegar síðustu ísöld lauk og jöklar bráðnuðu. Þá var ekki koltvísýringi í andrúmsloftinu um að kenna. Margar aðrar skýringar geta líka verið á hinni tiltölulega litlu hlýnun síðustu hundrað ára, til dæmis eldvirkni á yfirborði sólar. Jafnvel þótt rétt reyndist, að aukinn koltvísýringur ylli einhverju um hlýnun jarðar (sem er þó ósannað), gæti verið, að það kæmi aðeins í veg fyrir nýja ísöld fremur en að það ylli óbærilegu tjóni. Við erum öll græn. Við viljum öll óspillt umhverfi. En upplýsingamengunin hefur haft í för með sér eitrað andrúmsloft. Skemmst er að minnast, hvernig reynt var að æpa Björn Lomborg niður í Danmörku, þegar hann benti á, að heimur batnandi fer. Þarf ekki að hreinsa andrúmsloftið?
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun