Erlent

Í fallhlíf til Finnlands

Sovéski herinn sendi yfir eitt þúsund og fjögur hundruð njósnara til Finnlands í síðari heimsstyrjöldinni. Flestum þeirra, eða um eitt þúsund, var sleppt með fallhlíf yfir Finnlandi. Hinir voru sendir yfir landamærin eða með bát yfir vatnið Ladoga sem nú tilheyrir Rússlandi.

Finnlandssænska dagblaðið Hufvudstadsbladet segir að flestir njósnarar hafi verið sendir veturinn 1941-1942 og langflestir hafi verið sendir árið 1942, eða minnst 640. Yfir eitt þúsund njósnarar voru teknir til fanga og margir dóu þegar þeir voru teknir höndum í stríðinu.

Þekktasti njósnarinn heitir Kerttu Nuorteva sem var sleppt í fallhlíf vorið1942. Í bók um hana, sem nýlega hefur komið út, kemur fram að hún átti að mynda net njósnara. Hún náði að starfa í hálft ár áður en hún var tekin höndum í september 1942.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×