Erlent

Hugsanlega lík liðhlaupa

 Finnskir réttarmeinafræðingar hafa fundið fjöldagröf nærri bænum Lappeenranta (Villmanstrand) í Suðaustur-Finnlandi, þar sem líkamsleifar að minnsta kosti tíu manna liggja.

„Það lítur út fyrir að hinir látnu hafi verið grafnir allir á sama tíma ... og ekki í líkkistum,“ segir Helena Ranta, meinafræðingur við Helsinki­háskóla.

Ráðist var í að grafa á þessum stað til að kanna hvað hæft væri í óstaðfestum frásögnum af því að liðhlaupar úr finnska hernum hefðu verið skotnir á þessum slóðum í „framhaldsstríðinu“ svonefnda, sem Finnar háðu við Sovétríkin 1941–1944.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×