Erlent

Líkamsleifar í holræsunum

Hryðjuverkaárás 11. september
Hryðjuverkaárás 11. september

Líkamsleifar manna sem fórust í hryðjuverkaárásunum á Tvíburaturnana 11. september 2001 eru taldar hafa fundist í holræsum nærri staðnum þar sem World Trade Center stóð.

Líkamsleifarnar fundust í fyrradag þegar verkamenn unnu að hreinsun holræsanna í grenndinni. Meðal þess sem fannst eru bein úr fótleggjum og handleggjum. Kennsl hafa verið borin á 1.150 af þeim 2.700 sem létust. Ættingjar þeirra sem hafa ekki fundist krefjast þess að leitað verði betur á staðnum þar sem turnarnir tveir stóðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×