Viðskipti innlent

Netsímatækni kynnt á opinni ráðstefnu

Swyx-hugbúnaður. Nokkur fyrirtæki hér hafa tekið símbúnað Swyx í notkun, svo sem Íslensk-ameríska, Alfesca, Hugvit, Íslensk getspá og fleiri til.
Swyx-hugbúnaður. Nokkur fyrirtæki hér hafa tekið símbúnað Swyx í notkun, svo sem Íslensk-ameríska, Alfesca, Hugvit, Íslensk getspá og fleiri til.

Kynnt verður IP-símkerfatækni þýska fyrirtækisins Swyx á opinni ráðstefnu í húsakynnum Microsoft á Íslandi við Engjateig í Reykjavík á morkun. Swyx hefur vakið athygli fyrir nálgun sína á IP (internet protocol) tækninni og hlotið verðlaun fyrir þessa tegund símkerfa, en hún byggir á hreinni tölvunotkun í umhverfi Windows-stýrikerfisins.

Ráðstefnuna halda Microsoft, sem tækni Swyx byggist á og Svar tækni ehf. sem er með umboð fyrir Swyx hér á landi. Erlendir sérfræðingar koma frá Swyx til að kynna tæknina og er þátttaka ókeypis þótt fólk þurfi að skrá sig á ráðstefnuna. Hægt er að mæta hvort heldur sem er fyrir eða eftir hádegi. Frekari upplýsingar er að finna á vefnum www.swyx.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×