Aldrei lent í öðru eins 31. október 2006 11:00 Marel Baldvinsson var í tapliði Molde í norsku úrvalsdeildinni en þá tapaði liðið fyrir Veigar Páli Gunnarssyni og félögum í Stabæk, 8-0. Veigar skoraði tvö markanna og var að sögn Marels óstöðvandi. „Hann svoleiðis rúllaði vörninni okkar upp," sagði Marel. Hann segist sjaldan hafa orðið vitni að öðru eins. „Ég hef aldrei séð jafn mikla yfirspilun í fótboltaleik í efstu deild. Þeir hreinlega keyrðu yfir okkur," sagði hann. Molde þurfti að vinna leikinn til að eiga enn möguleika á að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni. „Við lentum undir snemma í leiknum. Við börðumst þó áfram og áttum til að mynda skalla í slá en þegar þeir skora öðru sinni þá sá maður að menn koðnuðu niður þá og þegar. Menn áttuðu sig á því hvað væri að gerast, að það væri engin leið úr þessu og það átti sér stað andlegt hrun." Eftir um hálftíma leik var markverði Molde vikið af velli með rautt spjald og Marel í kjölfarið skipt út af fyrir varamarkvörð liðsins. „Eftir á að hyggja var það bara ágætt því það var nógu vont að horfa á leikinn af hliðarlínunni. Nú erum við fallnir nema við vinnum næsta leik með 20 mörkum og hitt liðið tapi og er það auðvitað ekkert að fara að gerast. Það var því frekar þung stemning á æfingu í dag þar sem menn þurftu að horfast í augu við fallið." Marel hefur aldrei tekist á við þennan veruleika áður, en segist ætla að taka þessu eins og maður. „Ég sé alls ekki eftir því að hafa komið hingað. Ég á ekki von á öðru en að efna minn tveggja ára samning." Sem fyrr segir átti Veigar Páll stórleik og segir Marel að hann njóti mikillar virðingar meðal norskra knattspyrnumanna. „Margir hafa kosið hann leikmann ársins í deildinni. Það er ekki nóg með að hann skori heilan helling heldur leggur hann upp heilan haug af mörkum." Marel hlaut gullskóinn í ár en hann skoraði ellefu mörk með Blikum áður en hann var seldur til Noregs. Hann var einnig valinn í lið ársins. „Það var góður bónus á tímabilinu og alltaf gaman þegar manni hlotnast álíka heiður." Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Sjá meira
Marel Baldvinsson var í tapliði Molde í norsku úrvalsdeildinni en þá tapaði liðið fyrir Veigar Páli Gunnarssyni og félögum í Stabæk, 8-0. Veigar skoraði tvö markanna og var að sögn Marels óstöðvandi. „Hann svoleiðis rúllaði vörninni okkar upp," sagði Marel. Hann segist sjaldan hafa orðið vitni að öðru eins. „Ég hef aldrei séð jafn mikla yfirspilun í fótboltaleik í efstu deild. Þeir hreinlega keyrðu yfir okkur," sagði hann. Molde þurfti að vinna leikinn til að eiga enn möguleika á að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni. „Við lentum undir snemma í leiknum. Við börðumst þó áfram og áttum til að mynda skalla í slá en þegar þeir skora öðru sinni þá sá maður að menn koðnuðu niður þá og þegar. Menn áttuðu sig á því hvað væri að gerast, að það væri engin leið úr þessu og það átti sér stað andlegt hrun." Eftir um hálftíma leik var markverði Molde vikið af velli með rautt spjald og Marel í kjölfarið skipt út af fyrir varamarkvörð liðsins. „Eftir á að hyggja var það bara ágætt því það var nógu vont að horfa á leikinn af hliðarlínunni. Nú erum við fallnir nema við vinnum næsta leik með 20 mörkum og hitt liðið tapi og er það auðvitað ekkert að fara að gerast. Það var því frekar þung stemning á æfingu í dag þar sem menn þurftu að horfast í augu við fallið." Marel hefur aldrei tekist á við þennan veruleika áður, en segist ætla að taka þessu eins og maður. „Ég sé alls ekki eftir því að hafa komið hingað. Ég á ekki von á öðru en að efna minn tveggja ára samning." Sem fyrr segir átti Veigar Páll stórleik og segir Marel að hann njóti mikillar virðingar meðal norskra knattspyrnumanna. „Margir hafa kosið hann leikmann ársins í deildinni. Það er ekki nóg með að hann skori heilan helling heldur leggur hann upp heilan haug af mörkum." Marel hlaut gullskóinn í ár en hann skoraði ellefu mörk með Blikum áður en hann var seldur til Noregs. Hann var einnig valinn í lið ársins. „Það var góður bónus á tímabilinu og alltaf gaman þegar manni hlotnast álíka heiður."
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Sjá meira