Norrænu samstarfi beitt til að auka samkeppnishæfi 1. nóvember 2006 06:15 Halldór Ásgrímsson segist horfa til þess með tilhlökkun að takast á við starf framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar. „Ég er mjög þakklátur fyrir þann góða stuðning sem ég hef fengið frá forsætisráðherrunum í þetta starf. Ég horfi til þess með tilhlökkun að takast á við það," sagði Halldór Ásgrímsson í samtali við Fréttablaðið eftir að ákvörðunin lá fyrir um að hann yrði næsti framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. „Það vill nú svo til að ég sat mitt fyrsta Norðurlandaráðsþing hér í þessu húsi (danska þinghúsinu) fyrir 30 árum, árið 1976. Ég hef verið á öllum Norðurlandaráðsþingum síðan, nema árið 1980," segir Halldór og undirstrikar þannig að fáir ef nokkrir norrænir stjórnmálamenn búi yfir víðtækari reynslu og þekkingu á norrænu samstarfi. Spurður hvað hann hyggist fyrir í hinu nýja starfi segir Halldór það verða sitt fyrsta verk að hlusta á umræðurnar á Norðurlandaráðsþinginu sem hófst í gær. „Ég hef alltaf haft mikla trú á norrænu samstarfi. Mér finnst hin pólitíska lína sem ég vænti að komi út úr þessu þingi vera sú að beita norrænu samstarfi af fullum krafti til að auka samkeppnishæfi Norðurlandanna í heild sinni. Ég hef fulla trú á að við getum gert það," segir hann. Halldór vísar hér til eins af aðalumræðuefnunum á dagskrá Norðurlandaráðsþings að þessu sinni, sem er um það hvernig Norðurlöndin geti hámarkað samkeppnishæfi sína í hnattvæddum heimi og jafnframt staðið vörð um hið norræna velferðarkerfi. Spurður um áherslumál sem hann hyggist beita sér fyrir eftir að hann tekur við segir hann ljóst að eitt aðaláhersluatriðið í Norðurlandasamstarfinu sé samstarf við nærliggjandi svæði. „Þetta á náttúrulega sérstaklega við um Eystrasaltslöndin og Rússland. Ég tel að samstarfið við Rússland skipti mjög miklu máli," segir hann, sem og samstarfið við Evrópusambandið. Þá segist Halldór alltaf hafa haft mikinn áhuga á samstarfi um málefni norðurslóða og hann reikni með að taka aftur upp þráðinn þar. „Ég tel að þar liggi tækifæri til að koma á gagnlegu samstarfi milli Norðurlandanna, Rússlands, Kanada og Bandaríkjanna," segir hann. „Ég reikna með því að fá frekari hugmyndir með því að tala við fólkið sem ég veit að hefur mikla reynslu af þessu starfi," segir Halldór ennfremur. „Ég hef alltaf trúað á að halda áfram þar sem frá var horfið; þetta verður engin bylting. Ég mun vinna á þeim grunni sem áður hefur verið lagður," segir Halldór. Spurður hvort hann vilji koma einhverjum skilaboðum til Finna vegna vonbrigða þeirra með að þeirra maður skyldi lúta í lægra haldi fyrir honum, svarar Halldór því til að hann muni „auðvitað vinna mjög náið með Finnum ekki síður en hinum þjóðunum". Hvort Finnum verði bætt þetta upp með því að Finnar verði ráðnir í aðrar áhrifastöður innan norrænu stjórnsýslunnar segir Halldór ekki sitt að ákveða. Spurður hvort hann telji að það breyti einhverju fyrir Ísland að hann skuli taka við þessari stöðu svarar Halldór því til að hann fari „fyrst og fremst inn í þetta með norræna hugsun". Sem framkvæmdastjóri ráðherranefndarinnar beri hann ábyrgð gagnvart öllum þjóðunum í hinu norræna samstarfi. En það muni þó „að minnsta kosti ekki skaða" íslenska hagmuni í norrænu samstarfi að hafa Íslending í þessu starfi. Erlent Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
„Ég er mjög þakklátur fyrir þann góða stuðning sem ég hef fengið frá forsætisráðherrunum í þetta starf. Ég horfi til þess með tilhlökkun að takast á við það," sagði Halldór Ásgrímsson í samtali við Fréttablaðið eftir að ákvörðunin lá fyrir um að hann yrði næsti framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. „Það vill nú svo til að ég sat mitt fyrsta Norðurlandaráðsþing hér í þessu húsi (danska þinghúsinu) fyrir 30 árum, árið 1976. Ég hef verið á öllum Norðurlandaráðsþingum síðan, nema árið 1980," segir Halldór og undirstrikar þannig að fáir ef nokkrir norrænir stjórnmálamenn búi yfir víðtækari reynslu og þekkingu á norrænu samstarfi. Spurður hvað hann hyggist fyrir í hinu nýja starfi segir Halldór það verða sitt fyrsta verk að hlusta á umræðurnar á Norðurlandaráðsþinginu sem hófst í gær. „Ég hef alltaf haft mikla trú á norrænu samstarfi. Mér finnst hin pólitíska lína sem ég vænti að komi út úr þessu þingi vera sú að beita norrænu samstarfi af fullum krafti til að auka samkeppnishæfi Norðurlandanna í heild sinni. Ég hef fulla trú á að við getum gert það," segir hann. Halldór vísar hér til eins af aðalumræðuefnunum á dagskrá Norðurlandaráðsþings að þessu sinni, sem er um það hvernig Norðurlöndin geti hámarkað samkeppnishæfi sína í hnattvæddum heimi og jafnframt staðið vörð um hið norræna velferðarkerfi. Spurður um áherslumál sem hann hyggist beita sér fyrir eftir að hann tekur við segir hann ljóst að eitt aðaláhersluatriðið í Norðurlandasamstarfinu sé samstarf við nærliggjandi svæði. „Þetta á náttúrulega sérstaklega við um Eystrasaltslöndin og Rússland. Ég tel að samstarfið við Rússland skipti mjög miklu máli," segir hann, sem og samstarfið við Evrópusambandið. Þá segist Halldór alltaf hafa haft mikinn áhuga á samstarfi um málefni norðurslóða og hann reikni með að taka aftur upp þráðinn þar. „Ég tel að þar liggi tækifæri til að koma á gagnlegu samstarfi milli Norðurlandanna, Rússlands, Kanada og Bandaríkjanna," segir hann. „Ég reikna með því að fá frekari hugmyndir með því að tala við fólkið sem ég veit að hefur mikla reynslu af þessu starfi," segir Halldór ennfremur. „Ég hef alltaf trúað á að halda áfram þar sem frá var horfið; þetta verður engin bylting. Ég mun vinna á þeim grunni sem áður hefur verið lagður," segir Halldór. Spurður hvort hann vilji koma einhverjum skilaboðum til Finna vegna vonbrigða þeirra með að þeirra maður skyldi lúta í lægra haldi fyrir honum, svarar Halldór því til að hann muni „auðvitað vinna mjög náið með Finnum ekki síður en hinum þjóðunum". Hvort Finnum verði bætt þetta upp með því að Finnar verði ráðnir í aðrar áhrifastöður innan norrænu stjórnsýslunnar segir Halldór ekki sitt að ákveða. Spurður hvort hann telji að það breyti einhverju fyrir Ísland að hann skuli taka við þessari stöðu svarar Halldór því til að hann fari „fyrst og fremst inn í þetta með norræna hugsun". Sem framkvæmdastjóri ráðherranefndarinnar beri hann ábyrgð gagnvart öllum þjóðunum í hinu norræna samstarfi. En það muni þó „að minnsta kosti ekki skaða" íslenska hagmuni í norrænu samstarfi að hafa Íslending í þessu starfi.
Erlent Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent